Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2007, Qupperneq 47
DV Ferðalög föstudagur 27. apríl 2007 47
U m s j ó n : S n æ f r í ð u r I n g a d ó t t i r . N e t f a n g : s n a e f r i d u r @ d v . i s
á ferðinni Tilboð í sólinaHeimsferðir bjóða tilboð til lloret de Mar á Costa Brava-ströndinni við Barcelona, þann 20. maí. Verð fyrir fimm nætur er 49.999 krónur og er allt innifalið í verðinu. aðeins eru fimmtán herbergi í boði á hinu fallega sunrise-hóteli, sem er steinsnar frá ströndinni.
Nýlega var Amora – Academy of Love,
Sex and Relationship opnað í hjarta Lund-
úna. Um er að ræða fræðslumiðstöð, þá einu
sinnar tegundar í heiminum, þar sem hægt
er að fræðast um allt er viðkemur ást, kynlífi
og samböndum. Miðstöðinni er skipt upp í
ellefu svæði þar sem rauður litur er ríkjandi.
Komið er inn í móttöku þar sem allir gest-
ir fá heyrnatól sem gefur þeim persónulega
leiðsögn í gegnum húsið. Fyrsta stopp er her-
bergi þar sem meðal annars er hægt er að
læra allt um daður, í næsta herbergi er hægt
að læra að kyssa, í því þriðja er lögð áhersla
á betri forleikstækni með hjálp unaðstækja.
Fjórða herbergið einbeitir sér að g-blettin-
um, það fimmta að fullnægingunni en þar er
hægt að sjá hvernig líkaminn bregst við full-
nægingu innan frá. Sjötta herbergið er tileink-
að fantasíum. Þar geta gestir til dæmis prófað
hæfni sína í hýðingum. Í sjöunda herberginu
er áherslan lögð á vandamál tengd kynlífi og
varnir gegn sjúkdómum og barneignum. Átt-
unda herbergið er gallerí, það níunda versl-
un með alls konar tólum og tækjum og það
tíunda er bar þar sem tilvalið er að setjast nið-
ur með kokteil að lokinni göngu um Amora
og ræða það sem fyrir augu bar. Allt er þetta
sett upp á afar flottan hátt, hágæðatækni er
nýtt til hins ítrasta og gestir geta spreytt sig á
ýmsum prófum. Á staðnum eru einnig kyn-
lífsfræðingar sem hægt er að ráðfæra sig við.
Amora er eins og áður segir í hjarta Lundúna
og er staðsett á Coventry Street í göngufæri
við Picadilly Cirkus. Áhugasamir geta lesið
nánar um fræðslumiðstöðina á heimasíðunni
amoralondon.com.
Nýr ferðamannastaður opnaður á Picadilly:
Kynlífsfræðsla í miðbæ Lundúna
Kínverskir
skemmtigarðar
Þeir sem eru á leið til Kína ættu
endilega að skella sér í kínverska
skemmtigarðinn Happy Valley sem
opnaður var á nýjan leik síðastliðið
haust eftir fjögurra ára uppbyggingu.
garðurinn er milljón fermetrar að
stærð og er með meira en 40 tækjum.
Ef út í það er farið þá er hægt að finna
fleiri skemmtilega skemmtigarða í
Kína því þar eru þeir um 2.000 talsins
og hafa allir sprottið upp á síðastliðn-
um 20 árum.
Í síðasta helgarblaði var talað við
göngugarpinn Viktor Jörgensson
sem sagði frá uppáhaldsstað sín-
um á Íslandi, Ásólfsgili undir Eyja-
fjöllum. Hann skoraði á Kristínu
Mörthu Hákonardóttur verkfræð-
ing og klifrara að segja frá ævintýr-
um sínum og uppáhaldsstöðum.
DV sló á þráðinn til hennar og
komst að því að uppáhaldsstaður
Kristínar Mörthu er Hnappavellir í
Öræfasveit. Hnappavellir eru á Suð-
austurlandi, í um 20 mínútna akst-
ursfjarlægð í austur frá Skaftafelli.
Hafa þarf samband við bændur
um leyfi til að fá að tjalda við klif-
urvegginn.
„Hér er vinsælt klifursvæði og
jafnframt besta klifursvæði lands-
ins,“ segir Kristín Martha. „Þar má
finna um eitt hundrað boltaðar leið-
ir en einnig sprungur sem er hægt
að klifra í. Leiðirnar þarna eru 8–20
metra háar í þverhníptum hamra-
veggjum. Svo má líka finna þrautir
sem eru á steinum í klettabeltun-
um, eða steinum sem standa stak-
ir,“ segir hún og bendir á að þeg-
ar þær séu leystar sé búið að setja
dýnur undir.
Kristín Martha segist aðallega
klifra á sumrin og að hún hafi gert
mikið af því að klifra síðustu sex til
sjö sumur. Hún segist hafa farið í
eina skemmtilegustu klifurferðina
sína fyrir þremur árum, einmitt á
Hnappavelli.
En hvað er skemmtilegast við
klifrið? „Það besta við klettaklifur er
hreyfingin og svo reynir á svo margt
í einu; líkamlegan styrk, einbeit-
ingu, nákvæmni, útsjónarsemi og
svo skiptir það máli að vera þrjósk-
ur,“ segir hún. „Þó er það ekki síst
útiveran sem skiptir einna mestu
máli,“ segir Kristín Martha.
En klifrar hún í hvernig veðri
sem er? „Nei, ekki í rigningu, það er
einfaldlega of sleipt og svo verður
manni svo kalt á puttunum. Annars
lætur maður sig hafa ansi margt, ég
hef til að mynda klifrað í snjókomu
á Hnappavöllum,“ segir hún.
Þegar hún er spurð hvernig klif-
uráhugi hennar hafi kviknað, svarar
hún: „Ég lærði verkfræði á Englandi
og skráði mig þar í klettaklifur af því
að ég hélt að ég væri svo lofthrædd.
Það reyndist síðan byggt á misskiln-
ingi og komst ég fljótlega yfir loft-
hræðsluna. Fyrst í stað klifraði ég
þó bara inni og fannst það fínt. Ég
hélt ég yrði lofthrædd ef ég klifraði
úti. Þegar ég kom svo loks í kletta
breyttist það allt og nú er miklu
skemmtilegra að klifra úti en inni,“
segir Kristín Martha.
Þegar Kristín Martha er beðin
um að benda á fleiri skemmtileg
klifursvæði á landinu nefnir hún
stórfenglegt svæði við Vetrarhöfn
við Höfn í Hornafirði. „Þar er 450
metra hár hamar sem klifrað er í,“
segir hún. „Þetta svæði er allt sam-
an alveg ofboðslega flott. Ég hef ekki
klifrað þar enn en ætla mér að gera
þar. Hins vegar hef farið þangað og
skoðað mig um. Það er ótrúleg til-
finning að þarna blasir Atlantshafið
við, það er eitthvað brjálað við þetta
svæði,“ segir hún.
Að sögn Kristínar Mörthu er að
finna eina boltaleið í hamrinum
og nokkrir hafi klifrað hana. Flest-
ir klifrið þó leið sem sé ekki boltuð.
Að auki hafi tvær aðrar, styttri leiðir
verið farnar upp hamarinn.
Annað skemmtilegt klifursvæði
sem hún nefnir er í Bjarnafirði á
Ströndum. „Þar er klifrað á stein-
um. Þetta er allt öðruvísi svæði en
hin tvö, nálægt sjónum með allan
rekaviðinn og í návígi við æðarfugl-
inn. Þar er mjög fallegt.“
Kristín Martha skorar á Berglindi
Aðalsteinsdóttur lækni og fjalla-
konu að segja frá ævintýrum sínum
og uppáhaldsstöðum í næsta helg-
arblaði DV.
Fjallganga á 1. maí
ferðafélag íslands skipuleggur göngu
á tindfjöll á þriðjudaginn 1. maí. lagt
verður af stað frá Mörkinni 6 klukkan
átta á þriðjudagsmorgun. Ekið verður
inn fljótshlíð og upp í tindfjöll, þar
sem gengið verður frá neðsta skála
upp á tindana Ými og Ýmu. fararstjóri
ferðarinnar verður páll guðmundsson
og er áætlaður göngutími þrjár til
fjórar klukkustundur. Verð er fimm
þúsund krónur og er innfalið far upp
að skála og fararstjórn.
Hjólað frá Hellu
ferðafélagið Útivist stendur laugardag
fyrir hjólaferð frá Hellu í selsund við
rætur Heklu. farið verður á eigin bílum
austur á Hellu og er mæting klukkan
tíu við bensínstöðina við bæjarmörk-
in. leiðin sem hjóluð verður er tuttugu
og sjö kílómetra löng og er tæpur
helmingur hennar á malbiki. Þegar
komið verður í selsund verður slegið
upp grillveislu. Ekkert skráningargjald
er í ferðina.
Ferðir sumarsins
Kayakklúbburinn hefur gefið út
ferðaáætlun sína fyrir vorið og
sumarið. Margir styttri túrar sem
hennta vel byrjendum, sem og lengri
róðrar hafa verið skipulagðir.
sjókayakmót Eiríks rauða sem fram fer
í stykkishólmi, ferðir á Þingvallavatn,
langasjó, Húsavík og miðnæturróður
á Jónsmessunótt út frá Hvammsvík í
Hvalfirði, eru meðal ferða sem
skipulagðar hafa verið í sumar.
dagskrána má finna í heild sinni á
vefsíðu klúbbsins, kayakklubburinn.is
Kristín Martha Hákonardóttir hefur unun af því að klifra kletta. Hún segir klifur krefj-
ast styrks, einbeitingar, nákvæmni, útsjónarsemi og ekki síst þrjósku. Hún segir hér frá
uppáhaldsklifurstaðnum sínum.
KLIFUR Á HNAPPAVÖLLUM
Kristín Martha Hákonardóttir
skíðanærmynd frá því í desember frá
Whistler, BC, í Kanada
Krefjandi klifur í ailfroide í les
Ecrins þjóðgarðinum (suður
alparnir) í suður frakklandi. Ég var
þar í mánuð fyrir rúmu ári að klifra
utan á svona steinum.
Flott fræðsla amora á örugglega eftir að verða vinsæll
áfangastaður ferðamanna enda aðdráttarafl kynlífs óumdeilan-
legt. Þessi gestur er að prófa hversu fær hann er í flengingum en
gestir safnsins geta þreytt alls konar próf þar.