Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2007, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2007, Blaðsíða 52
Tr yg g va g a ta Tr yg g va g a ta föstudagur 27. apríl 200752 Helgarblað DV Föstudagur Laugardagur Taumlaus TakTur á Ólíver kvöldið í kvöld verður kvöldið á Ólíver. Þar munu þrír plötusnúðar koma fram og sá fyrsti heitir Dj Daði en hann mun leika létta tónlist frá 9 til 12. eftir að Daði lýkur sér afverður partíljónunum hleypt út úr búrinu og er það þeir Dj JBk og Dj steinar Júl. Það verður ekki annað sagt um þessa plötusnúða, að þeir heiti alveg skínandi frumlegum nöfnum. BJössi á Barnum sú var tíð að menn mættu á stredderí og pöntuðu sér einn bjössa, sem er bjór. Það tíðkast víst ekki lengur á gervihnattaöld og þetta veit Dj Bjössi sem sér um mússarann á Barnum í kvöld. Hlustið á Bjössa og allt fer vel, dansinn dunar í diskódjammi. Þið lásuð það í Dv. spaði á vegamÓTum vegir liggja til allra átta, en diskó- og djammvegurinn liggur beint að vegamótum. Þar verður hinni eini sanni Dj Daði að sjá um músíkina, en sá er væntanlega búinn að hita sig vel upp á Ólíver. strákar fara úr að ofan og stelpur verða á tánum. svo munu dyraverðirnir stíga samhæfðan dans upp úr miðnætti. Fylgist vel með. ÓsÓmaBÓnDinn á prikinu Það eru þeir Frankó og Friskó sem byrja kvöldið á prikinu í kvöld eins og önnur kvöld. Trúbadora-stemming hefur aldrei skaðað neinn. svo er það partí- elgurinn gulli í Ósóma sem klárar kvöld- ið af sinni alkunnu snilld. en hann hefur löngum verið talinn einn svakalegasti plötusnúður á norðurlöndum. ausTur á sÓlon Heiðar austmann stendur vaktina á græjunum á sólon í kvöld en maðurinn óttast ekkert, þegar það kemur að dansi. með puttann á púlsinum og tærnar á twisternum sýnir austarinn það í eitt skipti fyrir öll í kvöld, að það getur aðeins verið einn toppplötusnúður í reykjavík. og hana nú! sálin Hans JÓns míns á nasa sálin hans Jóns míns er ein ástsæl- asta hljómsveit þjóðarinnar ekki spurning. Þeir verða með hörku- dansleik á nasa í kvöld, en dansleikir þeirra við austurvöll eru goðsagna- kenndir. 1990 krónur kostar inn, sem er náttúrlega bara skítur á priki. vala og Daði á oliver Frumleikinn heldur áfram á oliver þar sem Dj vala byrjar kvöldið og spilar frá níu til miðnættis. á eftir henni tekur Dj Daði við og spilar til fjögur. eintóm hamingja á Óliver. HeTJur HyllTar á angelo Það er enginn annar en reynsluboltinn Biggo sem sér um kvöldið Hetjur hylltar á angelo. Biggo fær til sín magga legó og ætla þeir félagar að sýna snilli sína en Biggo er nýkominn úr tíu ára dj-bindindi og er til alls vís. gamli refurinn. DJ JÓi á vegÓ Það er ekki Dj maggi, Dj Jón, Dj stefán, Dj gummi, Dj palli eða Dj elli sem spila á vegamótum á laugardaginn. nei, það er hann Dj Jói sem sér um kvöldið. Hann sér til þess að hösslerarnir sem hanga við súluna á dansgólfinu í von um sleik hafi nóg að gera. rikki uppi á sÓlon Já, það held ég. rikki g „moving up in the world“ og er kominn á efri hæðina á sólon eftir að hafa verið skemmtimálaráðherra neðri hæðar um þó nokkurt skeið. Það er svo sjáldur Dj láki Tender sem tekur við af rikkanum á neðri hæðinni. Já, það held ég. DownloaD HiTar De la rÓsa Já, það er Dj Download, einnig þekktur sem Dj andri, einnig þekktur sem Dj Dv, einnig þekktur sem Dj shuffle, einnig þekktur sem Dj luv sem hitar upp á prikinu frá 21 til 24. Þá tekur þokkadísin De la rósa við og verður sexí það sem eftir er kvölds. TöFranDi naTalí á QBar Það eru gleðipinnarnir gísli galdur og natalí sem að spila á Qbar á laugardag. staður- inn hefur upp á að bjóða eina flottustu Dj-aðstöðuna í miðborginni. sem þýðir að snúðarnir njóta sín hvað best þar og stemningin eftir því. Jay Ó á HveBB Það er hörkudæmi í gangi á Hvebbanum um helgina. plötusnúðurinn Jay Ó sér þar um fjörið en hann er heldur nýr í bransanum. Þrátt fyrir reynsluleysi er maðurinn samt sem áður skæður á græjunum og kallar sko ekki allt ömmu sína þar. Það verður því tryllingur á Hverfis í kvöld og þú skalt ekki missa af því. samFylkingargleði á nasa samfylkingin býður til tónlistar- veislu á nasa. Fram koma Baggalútur, sprengju- höllin, ske, my summer as a salvation soldier og soundspell. ekki amalegt prógramm það. Þá mun einnig sigurvegari hljómsveitakeppni samfylking- arinnar koma fram en hún var á fimmtudaginn. sTuðBanDalagið á kringlukránni eitt var spurt, hvar er stuðið? menn hafa löngum reynt að svara þessari spurningu, en geta það einfaldlega ekki. Hinsvegar er stuðbandalagið frá Borgarnesi alltaf jafn tryllt og nú er það bætt í bæinn til þess að spila á kringlukránni. stuðið hefst í kvöld og en nær víst hámarki annað kvöld, þar sem stuðbandalagið ætlar sér að blasta bæði kvöldin í drasl. greiFarnir á players Já, það er greifa-ball á players í kópavogi og þau böll standa alltaf fyrir sínu. allir helstu greifar kópavogs munu koma saman til þess að hlýða á bandið, sem er einstakt. Daginn eftir mætir stuðsveitin von í hús og gjörsamlega gerir allt vitlaust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.