Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.1984, Page 9

Læknablaðið - 15.01.1984, Page 9
LÆKNABLADID 5 INNGANGUR Um skráningu á fylgikvillum lyfjameðferðar Frá ársbyrjun 1974 hafa lyfjaofnæmi og ýmsir aðrir fylgikvillar lyfjameðferðar verið skráðir hjá þeim sjúklingum, sem hafa verið vistaðir á lyflækningadeild Sjúkrahúss Akraness. Skrán- ingin hefir ekki eingöngu verið bundin við aukaverkanir lyfja í þrengri merkingu þess orðs, því aðrar óæskilegar afleiðingar lyfja- gjafa, sem falla undir neðanskráð skilyrði hafa einnig verið teknar með t.d. ofverkun (sbr. daonil síða 10). Hér á eftir verður greint frá niðurstöðum skráningarinnar fyrstu 6 árin, þ.e. 1974 til 1979. Tilgangur skráningarinnar er einkum: Að koma í veg fyrir að sjúklingar okkar fái aftur þau lyf, sem geta verið þeim var- hugaverð. Að afla uþþlýsinga um meiri háttar aukverk- anir lyfja í venjulegum skömmtum og tíðni þeirra, en uþþlýsingasöfnun af þessu tagi er skammt á veg komin hérlendis. Að þjálfa starfsfólk deildarinnar í að greina aukaverkanir lyfja. Til þess að ná því marki, sem getið er um í fyrsta lið, eru lyf þau, sem hafa valdið auka- verkun, skráð í sérstakan reit á hitablöð og sjúkraskrárkáþur sjúklinganna, svo og á lyfjakort (1, 2), sem þeir fá við útskrift og eiga að sýna hverjum þeim lækni, sem þeir leita til. Upplýsingar um þessar aukaverkanir eru einnig skráðar í læknabréf. Skilyrdipess ad aukaverkun lyfs falli inn í skráninguna eru: Að sterkar líkur séu, að okkar mati, á orsaka- sambandi á milli lyfjagjafar og aukaverk- unar og að læknir hafi ákveðið lyfjaskammta og ekki sé til þess vitað, að stærri skammtar hafi verið notaðir. Auk þess þarf eitthvert eftirtalinna skilyrða vera uppfyllt: Að aukaverkunin hafi stefnt sjúklingi í hættu eða valdið verulegum sjúkdómseinkenn- um. Að varhugavert eða hættulegt geti verið að gefa sama sjúklingi lyfið aftur. Að aukaverkunin hafi leitt til þess, að sjúkl- ingurinn var lagður inn á deildina. Að aukaverkunin sé, að okkar mati, athygl- isverð af öðrum ástæðum, svo sem þeg- ar ný lyf eiga í hlut. Þetta er ekki tæmandi skráning á aukaverk- unum lyfja. Sleppt er mörgum minni háttar aukaverkunum og einnig afleiðingum of stórra lyfjaskammta, sem læknir hefur ekki ráðlagt. Ekki er aukaverkun ætíð skráð, þótt lyfjameð- ferð hafi verið hætt hennar vegna og ekki heldur þótt hún hafi krafist sérstakrar með- ferðar t.d. hypokalemia, en af henni eru nær eingöngu skráð þau tilfelli, sem ollu klínísk- um einkennum. Skráning á ofnæmissvörunum í húð, á þó að vera tæmandi og hafi verið greind útbrot, kláði eða hiti af lyfjum, hefur það verið skráð. Skráðar voru þær aukaverkanir, sem komu fyrir á deildinni og einnig þær, sem nægilega glöggar upplýsingar fengust um úr sjúkrasögu. AÐFERÐIR \/ð greiningu aukaverkana er beitt sömu aðferðum og notaðar eru við sjúkdómsgrein- ingu á deildinni. f>ar vega þyngst saga sjúk- lings, klínísk skoðun og eftirlit, en þessi atriði eru í höndum lækna og hjúkrunarliðs. Einnig hafa ýmsar rannsóknir, einkum í meinefna- og blóðmeinafræði, oft leitt til greiningar á auka- verkunum. Einstaka sinnum hafa upplýsingar úr spjald- skrám heimilislækna og úr læknabréfum frá öðrum sjúkrahúsum komið að gagni. Pær aukaverkanir, sem læknar deildarinnar telja að uppfylli sett skilyrði, færa þeir síðan á eyðu- blöð, sem til þess eru gerð, og fylgir eitt eintak sjúkraskrá, en annað fer til úrvinnslu. Eyðublað þetta var gert hér á sjúkrahúsinu í lok árs 1973 og höfð hliðsjón af erlendum eyðublöðum. Þetta blað er nánast eins og eyðublaðið, sem landlæknir sendi læknum árið 1980 til að skrá á alvarlegar aukaverk- anir lyfja. SJÚKLINGAR Efniviður þessarar skráningar eru þeir sjúkling- ar, sem vistuðust á lyflækningadeild Sjúkra- húss Akraness árin 1974 til 1979 að báðum meðtöldum. Á sjúkrahúsinu eru 96 legurúm, 30 á lyflækningadeild, 31 á hjúkrunardeild, 19 á skurðlækningadeild og 16 á kvensjúkdóma- og fæðingadeild. Frá upphafi skráningar til 1. febrúar 1977, eða í alls 37 mánuði var 31 rúm á lyflækningadeild, en þá var opnuð ný deild

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.