Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.1984, Qupperneq 6

Læknablaðið - 15.02.1984, Qupperneq 6
52 LÆK.NABLADIÐ Mynd 2. Tveir röntgenpéttir adskotahlutir (hnappa- rafhlödur). í maga. UMRÆÐA Rafhlöður eins og þær, sem börnin gleyptu, eru flestar svipaðar að gerð. Við botninn er anóðan (neikvæð hleðsla), par sem zínk breyt- ist í zínkoxíð, en við lokið er katóðan (jákvæð hleðsla), par sem kvikasilfursoxíð breytist í kvikasilfur. Stundum er silfur eða mangan notað í katóðuna í stað kvikasilfurs. Á milli anóðu og katóðu eru einangrunarefni, og einnig eru í rafhlöðunni elektrolytalausnir, sem eru mjög basískar, aðallega 45 % kalíumhý- droxíð eða natríum-hýdroxíð (5). Af pessum efnum virðist mest hætta stafa af kvikasilfurs- samböndum, einkum kvikasilfursoxíði sem auk eiturverkunarhættu er mjög ætandi. Banvænn skammtur pess er ekki pekktur. Hins vegar innihalda sumar rafhlöður kvikasilfursklóríð sem er mun eitraðra, banvænn skammtur talinn 0,5-4 g. Ekkert er vitað, hvort kvikasilf- ursoxíð getur breyst í hættulegri sölt, t.d. kvikasilfursklóríð í maga eða pörmum, sem pá myndi frásogast betur (5). Pá parf mjög lítið magn af hinum sterku lútefnum, eins og kalíumhýdroxíð til að valda sári á görn á stutt- um tíma. Talið er mjög líklegt, að pessar lausnir losni úr rafhlöðunum að meira eða minna leyti, pótt yfirborð peirra rofni ekki, svo að greinilegt sé (4, 5). Hins vegar pynnast pessi efni í garnasafanum og er pví mesta hættan á drepi, ef rafhlaðan situr einhvers staðar föst og efni pessi komast í beina snertingu við slímhúð (4, 6). Auk pessa kemur pá einnig til greina sármyndun af prýstingi einum saman. í fjórða lagi er talið hugsanlegt, að rafstraumur frá slíkum rafhlöðum geti valdið sármyndun í aðliggjandi slímhúð (4, 5). Er pví, auk beinnar kvikasilfurseitrunar, nokkur hætta á sár- myndun og jafnvel »perforatio« vegna lút- efna, prýstings og/eða rafstraums. Ymsar greinar, fyrst og fremst í banda- rískum læknisfræðitímaritum, hafa vakið at- hygli á pessari hættu og hvatt til róttækra að- gerða,jafnvelkviðristu,tilaðfjarlægjajafnvara- saman aðskotahlut (5, 6). Annmarki pessara greina er pó sjúklingafæðin, sem greint er frá hverju sinni. Líklegt er að fyrst og fremst hafi verið talin ástæða til að skýra frá alvarlegustu tilfellunum. Hér var ráðin bót á með útkomu nýlegrar greinar eftir T. Litovitz frá National Capital Poison Center í Washington D.C., par sem hún greinir frá afdrifum alls 56 einstaklinga víðs vegar úr heiminum, sem gleypt höfðu smá- rafhlöður (4). Af pessum 56 einstaklingum voru 53 börn og 78 % peirra yngri en 5 ára. í fimm barnanna festist rafhlaðan í vélinda, og fengu pau öll mjög ákveðin einkenni, svo sem kyngingarörðugleika, uppköst og hita. Hjá premur peirra dróst að ná rafhlöðunni upp, og veiktust pau öll mjög alvarlega og tvö létust. í pví 51 tilviki, par sem rafhlaðan komst niður úr vélinda, kom alvarlegur fylgikvilli aðeins upp í einu barni, par sem rafhlaðan festist í »Mec- kelsdiverticulum« og olli »perforatio«. Þrjú til viðbótar fengu einkenni, vegna pess að raf- hlaðan opnaðist. Eitt peirra fékk einkenni um kvikasilfurseitrun, en kvikasilfur var ekki mælt í serum eða pvagi. Hin tvö börnin fengu ekki eitrunareinkenni, en höfðu tjörulitar hægðir og lítils háttar blæðingu frá efri meltingarvegi. Þannig höfðu alls níu af 56 greinileg fylgiein- kenni. Hjá 33 af einkennalausum einstakling- um var rafhlaðan látin fara óáreitt niður eftir meltingarvegi án meðferðar. Fjórtán sjúkl- ingar í viðbót voru einnig einkennalausir, en hins vegar var reynt að ná rafhlöðunni burtu með magaspeglun eða skurðaðgerð. í helm- ingnum sáust vægar »erosionir« í slímhúð. í peim átta sjúklingum, par sem magaspeglun var fyrst beitt til brottnáms, tókst aðeins að ná rafhlöðunni upp í premur tilvikum. Tíminn, sem tók rafhlöðurnar að fara í gegnum parmana, reyndist frá 14 klukkustund- um og upp í 7 daga, í 36 % tilvika lengri en 48 klukkustundir. Fjórir sjúklingar fengu

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.