Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.1984, Page 10

Læknablaðið - 15.02.1984, Page 10
54 LÆKNABLADID 70,54-62,1984 Sigurjón H. Ólafsson FARALDSFRÆÐILEG RANNSÓKN ANDLITS- BEINBROTA SJÚKLINGA VISTAÐRA Á PREMUR SJÚKRAHÚSUM í REYKJAVÍK ÁRIN 1970 TIL 79 I. Brot á kjálka SAMANTEKT Meðferð á beinbrotum í andliti hér á landi fer að langmestu leyti fram á sjúkrahúsum í Reykjavík. Nokkrar upplýsingar um andlits- beinbrot meðhöndluð á Borgarspítalanum birtust í Læknablaðinu árið 1978 (1, 2). Að því er best er vitað hafa aðrar rannsóknir um andlitsbeinbrot ekki verið gerðar hér. I þessari grein verður fjallað um þá 238 sjúklinga, sem hlutu brot á kjálka (fractura mandibulae). Veruleg aukning varð á tíðni brota á kjálka á tímabilinu, sérstaklega árin 1974 og 1975. í heild var hlutfall kvenna, 33 %, hærra en í öðrum löndum. Páttur slagsmála var afgerandi fyrir bæði kynin og einkum var athyglisverð sú niðurstaða, að líkamsá- rásir og barsmíðar ollu 46 % allra kjálka- brota hjá konum. Margbrot vegna barsmíða voru tíðari hér á landi en almennt gerist meðal þjóða heims. Af öllum efniviðnum voru 52 % sjúklinga margbrotnir á kjálka. Tíðni brota hjá ungu fólki á aldrinum 16- 20 ára var hlutfallslega meiri hér en annars staðar vegna umferðarslysa og slagsmála. Tegundir brota og svæðaskipting á neðri kjálka var breytileg eftir orsökum. Brot á corpus og angulus mandibulae voru hlutfalls- lega tíð, bæði vegna fjölda slagsmálaslysa og ennfremur af þeirri ástæðu, að hlutfall Sigurjón H. Ólafsson tannlæknir starfar sem sérfræðingur í munn- og kjálkaskurðlækningum á Borgarspítala og Land- spítala. Greinin barst 08/07/83. Sampykkt til birtingar 12/07/83 og send í prentsmiðju. tannlausra, 19 %, var hærra hér en í öðrum löndum. Hjá ungu fólki voru brot á processus condylaris tíðust og allt að þrítugsaldri, er brot á corpus mandibulae urðu tíðari. Brot á processus coronoideus voru aldrei einstæð. I öllum tilfellum var um að ræða brot á einhverju öðru svæði kjálkans eða kinnbeinsbrot og eru þessar niðurstöður samhljóða öðrum þess efnis, að næsta úti- lokað sé, að processus coronoideus brotni einn og sér vegna staðsetningar, styrkleika og vöðvafestinga. INNGANGUR Markmið þessarar rannsóknar var að kanna tíðni, orsakir, aldurs- og kyndreifingu, teg- undir, ástand og meðferð brota á kjálka og miðandlitsbeinum hér á landi árin 1970-1979. Um var að ræða samtals 663 sjúklinga, sem lagðir voru inn á sjúkrahúsin í Reykjavík á tímabilinu. Mjög greinargóðar upplýsingar voru yfirleitt fyrir hendi í sjúkraskrám. Til stóð á sama tíma að gera úttekt einnig á þeim hópi sjúklinga með andlitsbeinbrot, sem ekki þörfn- uðust innlagnar vegna meiðsla sinna, en horfið var frá þeirri ráðagerð, þar sem upplýsingar um síðarnefnda hópinn voru harla slitróttar. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Efniviðurinn eru 238 innlagðir sjúklingar, sem meðhöndlaðir voru vegna 380 brota á kjálka á þremur sjúkrahúsum í Reykjavík, Borgarspít- ala, Landspítala og Landakotsspítala, á tíu ára Tafla I. Innlagdir sjúklingar med brot á kjálka árin 1970 til 1979. Alls Beinbrot 1970 1971 1972 1973 1974 1975 1976 1977 1978 1979 N % Kjálki ii 16 15 10 27 36 20 18 25 21 199 84 Kjálki og miðandlit 3 4 2 3 3 4 6 3 4 7 39 16 Samtals 14 20 17 13 30 40 26 21 29 28 238 100

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.