Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.1984, Qupperneq 13

Læknablaðið - 15.02.1984, Qupperneq 13
LÆKNABLADID 57 Áhrif tanna/tannleysis Kjálkinn var tannlaus í 19 % tilfella. Almennt dreifðust brot á kjálka marktækt mismunandi í tenntum og ótenntum (p< 0.001), (mynd 3). Hlutfallstíðni brota á corpus mandibulae var 23 % í tenntum en 46 % í tannlausum kjálkum (p< 0.001) Einnig var marktækur munur á tíðni brota á svæði processus condylaris í tenntum (37 %) og tannlausum kjálkum (18 o/o), (p < 0.01). Orsakir brota Slagsmál og líkamsárásir ollu 45 % allra brota á kjálka, umferðarslys 23 % og fall af ýmsu tagi 14 % brota (tafla VI). Brot á kjálka dreifðust marktækt breytilega eftir orsökum slysa (p< 0.001). Slagsmál og líkamsárásir ollu umtaisvert fleiri brotum á angulus mandibulae (70 %) og corpus (53 %) heldur en á processus condylaris (30 %) og symphysis (34 %). Mölbrot voru fá og voru öll á angulus og corpus svæðum eftir umferðarslys. Pegar kjálkinn var þríbrotinn var orsökin tíðast umferðarslys eða í 47 af hundraði tilfella (tafla VII). Einbrot/margbrot Eitt hundrað og fimmtán sjúklingar, eða lið- lega 48 af hundraði sjúklingahópsins, hlutu einbrot á kjálkanum, 105 sjúklingar (44 %) tvíbrot og 17 sjúklingar (7 %) þríbrot. Einn sjúklingur var fjórbrotinn á kjálka. Samtals voru því í efniviðnum 115 ein- brotnir og 123 margbrotnir (tafla VII). í báðum þessum hópum voru brot á processus condylaris tíðust (33 %) (mynd 4). Hlutfall brota á angulus mandibulae var helmingi hærra hjá einbrotnum (24 %), en hjá margbrotnum (12 %). Dreifing brota á corpus mandibulae var svipuð hjá ein- og margbrotnum. Hins vegar voru brot á svæði symphysis tíðari í marg- brotnum kjálkum. Ramus-brot voru mun tíðari í margbrotnum kjálkum (10%), heldur en einbrotnum (3%). Að samanlögðu voru í efniviðnum 237 sam- tíma brot í gagnstæðum hliðum hjá 109 sjúk- lingum og 28 tvíbrot í sömu hlið hjá 14 sjúk- lingum. í báðum hópum voru brot á processus condylaris tíðust og þeim næst brot á corpus mandibulae. Af gagnstæðum brotum (contralateral frac- tures) voru samtíma brot á corpus og proces- sus condylaris tíðust, eða 29 tilfelli, og því næst brot beggja vegna á processus condylaris, eða 18 tilfelli. í heiming tilfella, þar sem báðir processus condylaris voru brotnir, var einnig um að ræða brot á corpus eða symphysis. Tafla IV. Innlagðir sjúklingar með brot á kjálka. Dreifing eftir aldurshópum og kyni. Aldurshópar Alls <5 6-10 11-15 16-20 21-25 26-30 31-40 41-50 51-60 61-70 70+ N % Karlar ......................... 3 6 5 40 25 29 27 14 7 4 - 160 67 Konur .......................... 2 3 5 13 12 10 19 8 4 1 1 78 33 Samtals 5 9 10 53 37 39 46 22 11 5 1 238 100 Tafla V. Dreifing 380 brota á kjálka eftir aldri sjúklinga og staðsetningu brota. Aldurshópar <15 16-30 31-50 50 + Svæði N % N % N % N % Proc. condylaris .................................. 13 42 70 34 33 30 8 25 Proc. coronoideus ................................. — — 3 1 2 2 1 3 Ramus............................................... 1 3 7 3 3 3 2 6 Angulus ............................................ 3 10 49 24 17 16 8 25 Corpus ............................................. 6 19 49 24 42 38 10 31 Symphysis........................................... 8 26 25 12 11 10 3 10 Proc. alveolaris................................... — — 5 2 1 1 — — Samtals 31 100 208 100 109 100 32 100 Hundraðshlutar 8 % 55 % 29 % 8 %

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.