Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1984, Síða 14

Læknablaðið - 15.02.1984, Síða 14
58 LÆKNABLADIÐ Mynd 3. Svædatídni 260 brota í tenntum og 72 brota í tannlausum kjálkum. (48 brot í hálftenntum kjálkum eru ekki talin med). Ástand brota Eitt hundrað sextíu og átta brot (44 %) voru greind vera opin, 205 brot (54 %) lokuð og 2 % mölbrot par sem eitt brotanna var opið (tafla VIII). Á svæði symphysis voru 94 % brota opin, 70 % á svæði corpus mandibulae og 57 % á svæði angulus. Tvö brot á precessus condylaris voru greind opin, annað peirra inn í meatus acusticus externus en hitt var opið gegnum svöðusár á vanga. í pví tilfelli var einnig opið inn á brot á processus coronoideus. Meðferð brota I 60 % tilfella voru brot á kjálka meðhöndluð »óblóðugt«, p.e.a.s. að ekki var farið inn á pau með skurðaðgerð, heldur voru pau meðhöndl- uð á pann hátt, að vírum eða stálbörrum var komið fyrir á tönnum eftir processus alveola- ris kjálkanna og peir báðir tengdir í réttu biti. í 24 % tilfella var framkvæmd skurðaðgerð, par sem brotendar voru tengdir með vírum eða málmplötum og skrúfum. Í helmingi peirra tilfella var einnig gerð samtenging kinnkjálka (maxilla) og kjálka (mandibula — fixatio inter- maxillaris). Um helmingur allra brota á corpus mandibulae var meðhöndlaður pannig og rúm- ur priðjungur brota á svæði angulus. í tólf af hundraði brota var engin aðgerð framkvæmd, en hvíld fyrirskipuð og fljótandi fæði. í nokkrum tilfellum hálftenntra og tann- lausra sjúklinga voru gervitennur peirra not- aðar til festinga og spelkunar brota á pann hátt, að vírað var kringum kjálkann og gervigóm sjúklings framan og aftan brotstaða (tafla IX). UMRÆÐA Engin ein skýring er á mjög aukinni tíðni brota á kjálka árin 1974 og 1975. Ljóst er pó, að mestu sýnist ráða meiri slysatíðni hjá körlum vegna líkamsárása, eftir umferðarslys og fall af ýmsu tagi. Hlutfall kvenna af sjúklingahópnum, 33 %, er hærra en sést hefur í öðrum rannsóknum frá Evrópu og Bandaríkj- unum, en par hefir tíðni hjá konum verið skráð á milli 18 % og 27 % (3, 4, 5). Helstu orsakir brota á kjálka eru pær sömu hjá báðum kynjum, sem er mjög óvenjulegt, p.e. líkams- meiðingar og umferðarslys. Kjálkabrot af völdum líkamsárása hjá konum eru miklu algengari hér á landi en nokkurs staðar hefur

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.