Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.1984, Page 31

Læknablaðið - 15.02.1984, Page 31
LÆKNABLAÐIÐ 67 lengi. Er allt er uppurið (oftast til klórokín og sykur-salt lausnin) parf að senda fólkið í lyfjaverslanirnar. Engin trygging er pá fyrir pví að rétt lyf séu afgreidd ef farið er á annað borð til að kaupa lyf. Og ef fólkið hefur farið og keypt lyf fær það e.t.v. í kaupbæti 1-2 aspírin töflur sem skiptimynt, par sem skipti- mynt er af mjög skornum skammti í landinu. Mjög tilviljanakennt er hvaða lyf eru til sölu hverju sinni og ærir pað óstöðugan að eltast við pað. Stundum er til ampicillin, stundum co- trimoxazol, stundum petta krem, stundum hitt o.s.frv. Penisillín V í töfluformi og sem saft fæst nánast aldrei og hef ég enga haldbæra skýringu fengið á pví. Klóramfenicol og tetra- cykline sem saft er annars á boðstólum. Vítamín eru nánast alltaf til (t.d. óprjótandi birgðir af vítamíni-C). Vinsældir stungulyfja eru með ólíkindum. Eru pau reyndar að margra mati oft eina almennilega meðferðin. Pessar vinsældir eru mér óskiljanlegar pegar hafður er í huga allur sá fjöldi graftarkýla eftir innstungur sem hér sést. Vinsældir stungulyfja virðast pó ekki hafa hvetjandi áhrif á fjölda bólusettra barna, hvernig sem á pví stendur. Nauðsynlegt er, að Guinea-Bissau einbeiti sér að hinum rúmlega 200 lyfjum sem WHO hefur skilgreint sem nauðsynleg. Pá hverfa af markaðnum öll skrýtin nöfn og aðeins pau lyf skráð og flutt inn, sem sannað er að geri flestum gagn fyrir minnstan pening. Par er við ramman reip að draga sem eru hin fjölpjóð- legu lyfjafyrirtæki. Um pau eru oft sagðar Ijótar sögur í próunarlöndunum, og eru pær allar sannar. PURRMJÓLK Að gefa barni brjóst er nokkuð sem ungar stúlkur læra nánast frá fæðingu. Hér í landi er pví pelinn ekki enn orðinn eins mikið vanda- mál sem í svo mörgum þróunarlöndum. Aróð- ur sumra fjölpjóðafyrirtækjanna fyrir purr- mjólk er þar víða all svæsinn, og hefur það leitt til pess að WHO hefur samþykkt siðfræði- reglur í sambandi við framboð purrmjólkur. Hér í Guinea-Bissau er purrmjólk lyfseðil- skyld sem og kaup á pela. Er landið eitt fárra í heiminum með svo ströng lög í þessum efnum. Pví er landið blessunarlega laust við allan opinberan áróður fyrir þurrmjólk, og engin markaðsfærsla pess og áróður eru leyfð. En áróður hefur engin landamæri, og pví kemur hann hingað frá nálægum löndum, sem ekki eru jafn framsýn í þessum efnum sem Guinea- Bissau. Má telja víst, að þrýstingur í átt til pelans aukist á næstu árum. Er það e.t.v. ein aukaverkana próunar. LOKAORÐ Hér að framan hef ég dregið saman pað sem í stórum dráttum einkennir heilsugæsluna í Bissau og starf mitt hér í eitt ár. Tíminn hefur verið lærdómsríkur og hefur kennt mér að læknisfræðin tekur á sig margs konar myndir, allt eftir löndum og aðstæðum þeirra. í starf- inu hefur pjappast saman innsýn í sjúkdóma- mynstur barna í þróunarlöndunum og næring peirra. Starfið hefur dýpkað skilning minn á forvarnarstarfi og pýðingu þess. Félagsleg staða kvenna í afríkönsku samfélagi hefur skýrst. Þáttur Sameinuðu pjóðanna er athygl- isverður og meira áberandi en ég á að venjast heima. Ég hef einnig lært að meta að verð- leikum starf fjölda smærri samtaka víða um heim, sem vinna óeigingjarnt starf í págu peirra sem minnst mega sín í þessum heimi. Allt petta finnst mér hafa auðgað reynslu mína af læknisfræðinni og aukið víddir hennar.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.