Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.1984, Side 41

Læknablaðið - 15.02.1984, Side 41
LÆKNABLADIÐ 75 reyktu (6). Pessa auknu dánartíöni má aðallega rekja til ofangreindra priggja sjúkdómaflokka. Hættan á dauðsfalli af völdum hjartasjúkdóms minnkar hratt eftir að reykingum er hætt, en að pví er varðar lungnakrabbamein minnkar hættan fyrst á 10-15 árum. Áhrif tóbaksreyks- ins eru í þessu síðarnefnda tilviki safnverkandi (»cumulative«), p.e. því lengur og meira sem reykt er, peim mun meira eykst hættan á krabbameini. Petta kom vel fram í pver- og langskurðarathugun frá Bandaríkjunum (7). Af þverskurðarathuguninni á mynd 1 (brotnu lín- urnar) verður fljótt á litið ekki betur séð en að dánartíðni af völdum lungnakrabbameins auk- ist allt upp í aldurshópinn 60-69 ára, en minnki síðan með hærri aldri. Sé hins vegar ákveðn- um árgangi fylgt (samfelldar línur) kemur í ljós að dánartölurnar hækka jafnt og pétt með hækkandi aldri eftir pví sem árgangurinn færist nær okkur 1 tíma og endurspegla pær pannig auknar tóbaksreykingar eftir pví sem líður á öldina. Upphaf ávanans Flestir prófa að reykja á gelgjuskeiði, oft af forvitni og undir félagslegum prýstingi í pröng- um hópi. Innöndun reyksins veldur oft ógleði til að byrja með, en pol myndast við endur- tekna innöndun auk þess sem félagsleg umb- un hjálpar til við að yfirvinna ópægindin. Haldi einstaklingurinn svo áfram reykingunum valda pær a.m.k. skammvinnri Iíkamlegri og/eða sálrænni nautn, sem nægir til þess að viðhalda peim án pess að félagslegur prýst- ingur komi til. Jafnframt er reykingamaðurinn farinn að reykja annars staðar en í pröngum hópi, en reykir ekki að staðaldri og reyking- arnar lúta enn viljanum. Samkvæmt ofanskráðu mætti tala um upp- haf reykinga sem »fiktstigið« og framhaldið par sem reykt er af frjálsri ákvörðun sem »viljastigið«. Fijótlega verða pó flestir háðir reykingum. Reykt tóbaksmagn helst pá ó- breytt frá degi til dags; reykt er hálf-ósjálfrátt og með tiltölulega föstu millibili oft strax eftir að brugðið er blundi og helst tóbak með miklu nikótíni. Oft er talað um að ávani og fíkn í tóbak og nikótín sé til staðar (8-9). Þetta má styðja með pví að benda á, að pol myndast fljótt fyrir nikótíni og neytandinn eykur skammtana (10). Pá eru fráhvarfseinkenni algeng pegar notkun drógans er hætt (11). í rottutilraunum, par sem rotturnar stýra sjálfar lyfjagjöfinni, virðast pær forðast nikótínið og komast fyrr á bragðið með efni eins og amfetamín, kókaín og heróín. Sé rottu hins vegar gefið nikótín með jöfnu millibili í tvo sólarhringa, áður en tilraunin með sjálfgjöf hefst, virðast rotturnar verða háðar nikótíni á sama hátt og þessum áðurnefndu drógum (10). Við tilraunir á reykingamönnum minnkar löng- un í nikótín við ris pess í blóði og öfugt við hnig (8). Ef nikótínmagn tóbaksins er lítið reykir fólkið fleiri sígarettur og reykir líka hverja og eina betur (9). Reykingavenjurnar breytast líka við notkun lyfja, sem hamla verkun nikótíns. Samkvæmt öllu pessu virðist péttleiki nikótíns í blóðinu hafa áhrif á heilann og miðtaugakerfið, sem aftur stýrir hinni frjálsu (?) ákvörðun um reykingar. Um persónuleika og hegðun reykingafólks Persónuleiki og félagsleg einkenni reykinga- fólks eru öðruvísi en peirra, sem ekki reykja. Mismunurinn hefur komið fram í fjöldamörg- um athugunum, en ekki er vitað hvernig á honum stendur. Fylgni er milli reykinga og persónuleikaein- kenna sem nefnd hafa verið úthverfi (»extro- version«). Dæmigerður slíkur einstaklingur er fljótur að skipta skapi, áhættugjarn og félags- lyndur, hefur gaman af pví að fara í boð og lætur að jafnaði hverjum degi nægja sína pjáningu (12). í sumum athugunum hefur reykt tóbaksmagn beinlínis fylgt styrk úthverfra einkenna. Andstæða úthverfis er innhverfi (»introversion«). Slíkur einstaklingur er skil- greindur sem innhverfur og hlédrægur, jafn- lyndur og oft bókhneigður. Margt reykingafólk álítur, að líf þess og frami ákvarðist verulega af ytri aðstæðum, að heppni og örlög skipti pað miklu máli. Þeir, sem ekki reykja leggja hins vegar oft minni trú á slíkt. Reykingar eru ekki eins algengar meðal langskólagengins fólks og meðal peirra, sem hafa skemmri skólagöngu. Reykingar eru og algengari meðal peirra sem eru á niðufleið 1 samfélaginu en meðal peirra sem eru á upp- leið. Þá hafa reykingar á heimili veruleg áhrif á viðhorf unglinga til reykinga og eru að miklu leyti ákvarðandi um, hvort peir byrja að reykja eða ekki. Drengir líkja að öllu jöfnu eftir föður sínum en stúlkur eftir móður. Sterkust eru áhrifin, ef báðir foreldrar reykja. Sumar rannsóknir hafa bent til að reykinga- fólk sé taugaveiklaðra og kvíðnara en peir, sem ekki reykja, en aðrar rannsóknir hafa ekki

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.