Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1984, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 15.03.1984, Blaðsíða 15
LÆKNABLADID 70,91-93,1984 91 Á síðustu 10-15 árum hefur talsvert verið skrifað um meðferðarheldni (e. compliance) erlendis, en með pví er átt við hversu vel sjúklingar fylgja fyrirmælum eða ábendingum læknis. Hugtakið nær yfir hvers konar lækn- ismeðferð en hefur pó langmest verið notað um lyfjameðferð (e.drug compliance, s. lake- medelsföljsamhet). Meðferðarheldni verður hér eingöngu not- að í þessari prengri merkingu. Margt af pví sem fjallað er um hér á eftir, m.a. leiðir til að bæta heldni, má pó allt eins heimfæra á önnur meðferðaform. Pað hefur orðið æ Ijósara að léleg meðferð- arheldni er mjög algeng, líklega langalgeng- asta ástæða pess að lyfjameðferð skilar ekki tilætluðum árangri (1). Yfirlitsgreinar (2, 3, 4) gefa til kynna að á skammtímameðferð t.d. með sýklalyfjum sé heldnin oftast á bilinu 60- 80 %, þótt innan við 10 % sé einnig pekkt (5). Við langtímameðferð svo sem vegna háprýst- ings er árangurinn enn verri og er talið að um eða undir 50 % taki lyfin sín samkvæmt for- skrift. Rannsóknir sem gerðar hafa verið hér á landi á meðferðarheldni (6, 7), ásamt þeirri sem birtist í þessu blaði benda til svipaðrar niðurstöðu. Ófullnægjandi meðferðarheldni felur í sér m.a. eitt eða fleira af eftirfarandi: sjúklingur tekur ekki lyfið, byrjar of seint, hættir of fljótt, tekur pað í röngum skömmtum, með röngu millibili eða tekur hreinlega rangt lyf. Einkum er hætta á pví síðastnefnda, pegar sjúklingur er í meðferð hjá fleiri en einum lækni samtímis eða á mörgum lyfjum (1). Algengast er að fólk vanræki að taka lyfin sín, en ofnotkun lyfja, viljandi eða óviljandi, er líka vel þekkt. Á það ekki aðeins við um geðlyf og róandi lyf heldur einnig um aðra flokka svo sem þvagræsilyf, hjarta- og blóðrásarlyf og sýklalyf og hefur petta valdið alvarlegum Barst ritstjórn 25/07/1983. Samþykkt í breyttu formi 10/10/- 1983 og send í prentsmiðju. eitrunum. Eitranir eiga sér líka stað pannig að menn taka viljandi eða af misgáningi lyf, sem ekki hafa verið notuð og gnægð er af í hillum og skápum á mörgum heimilum. Fjölmargar aðferðir hafa verið notaðar til að meta meðferðarheldni, m.a. að spyrja sjúklinga, telja í lyfjaglösum eða mæla lyfja- péttni í blóði. Það er peim öllum sameiginlegt að margir skekkjuvaldar geta haft áhrif á niðurstöður, auk pess sem hluti meðferðará- rangurs byggist oft á jákvæðum væntingum sjúklings (og læknis) til meðferðarinnar (»pla- cebo effect«). Ennfremur er erfitt að meta og bera saman rannsóknir á meðferðarheldni vegna mismunandi skráningaraðferða og skil- greininga á því, hvað sé fullnægjandi lyfjataka til að meðferðin skili tilætluðum árangri. Eina rétta skilgreiningin á lélegri meðferðarheldni er pó augljóslega pað frávik frá forskrift, sem leiðir til pess að árangur næst ekki, p.e. meðferðin mistekst (5). Frávik petta er pó breytilegt eftir pví hver meðferðin er og vegna ýmissa annarra pátta, pannig að oft verður að velja líkleg mörk í rannsóknum og byggja niðurstöður á þeim. En hefur góð heldni eitthvað að segja? Svarið við pessu er heldur ekki svo einfalt og má par nefna m.a. eftirfarandi: Er sjúkdóms- greiningin áreiðanlega rétt? Er öruggt að meðferðin geri meira gagn en skaða? (8, 9). Er í pví sambandi rétt að minna á að ófullnægj- andi sannanir eru fyrir gagnsemi margra lyfja á markaðnum meðan önnur eru ofnotuð (10). Til dæmis hefur á síðustu árum verið deilt um hvort priggja daga sýklalyfjameðferð eða jafnvel einn skammtur nægi ekki við blöðru- bólgu (uncomplicated cystitis). Eins hefur pví verið haldið fram að allt að 50 % sjúklinga á langtíma digitalismeðferð geti hætt án pess að versna, meðan umtalsverður fjöldi er lagður inn á sjúkrahús árlega vegna digitaliseitrunar (5, 10). Prátt fyrir pessi dæmi er augljóst að léleg heldni hefur margskonar áhrif. Má par nefna að í klínískum prófunum getur það leitt til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.