Læknablaðið - 15.03.1984, Blaðsíða 26
98
LÆKNABLAÐIÐ
ákvarðað í líffærum hinna látnu með gasgrein-
ingu á súlu eins og áður hefur verið lýst (5,
6). í tveimur tilvikum (ímípramín+ umbrots-
efni og díbenzepín) voru pó notaðar aðrar að-
ferðir. Magn annarra lyfja var venjulega
ákvarðað með gasgreiningu á súlu.
NIÐURSTÖÐUR
Alls urðu greind sjö geðdeyfðarlyf og auk pess
nítján lyf önnur. í flestum málum (31 af 35)
kom aðeins eitt geðdeyfðarlyf við sögu (tafla
I). Amítriptýlín kom langoftast fyrir (í alls 23
málum), par af tvisvar ásamt öðru geðdeyfðar-
lyfi, maprótilíni. Maprótilín olli að auki ban-
vænni eitrun í tveimur öðrum tilvikum og
kom, ásamt nortriptýlíni, næst amítriptýlíni.
Doxepín kom fyrir í 3 málum, par af í einu með
ímípramtni. Ímípramín fannst auk pess í einu
máli, díbenzepín tveimur og trímípramín í
einu.
I. Amítriptýlíneitranir
Sýndar eru í töflu II niðurstöðutölur ákvarð-
ana á amítriptýlíni og nortriptýlíni (virkt um-
brotsefni amítriptýlíns) í líffærum níu einstak-
linga, er taldir voru hafa látist úr amítriptý-
líneitrun. í pessum líkum urðu önnur lyf og
efni (par á meðal alkóhól) ekki greind eða í
svo litlu magni, að engu máli var talið skipta.
Blóð var tekið til rannsóknar í öllum 9
tilvikum, heili og lifur í 7 og pvag í 5.
Þéttni amítriptýlíns og nortriptýlíns, svo og
samanlögð péttni amítriptýlíns og nortriptý-
líns, var að meðaltali meiri í lifur en í heila.
Aðeins í einu máli var pessu öfugt farið.
Meðalpéttni pessara lyfja var enn fremur
minni í pvagi en heila og lifur, en var minnst í
blóði. Var mismunur á meðalpéttni í
einstökum líffærum marktækur (P<0,05)
nema í heila og lifur. Sveiflur í samanlagðri péttni
amítriptýlíns og nortriptýlíns voru mestar í
Number
of victims
I I Female
n = 11
n = 24
Fig. 1. Sex and age distríbution
of victims of fatal poisonings
involving antidepressant drugs.
Number
of victims