Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1984, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 15.03.1984, Blaðsíða 27
LÆKNABLADID 99 lifur, en minnstar í heila (sbr. töflu II, ysti dálkur til hægri). Dæmi um banvæna eitrun: Kona, 71 árs (elsti einstaklingur í safninu). Komið var að henni látinni í rúmi sínu. Ekki varð annað séð en konan myndi hafa sofnað með venjulegum hætti. Talið var, að hún hefði verið iátin í sólarhring, pegar að var komið. Hún hafði haft sjúkdómseinkenni frá hjarta og fengið lyf við því. Hin látna hafði verið til meðferðar í göngudeild Kleppsspítala (eftiriit á þriggja mánaða fresti), en einnig leitað eigin læknis. Amítriptýlín í heila var 68 míkróg/g, 5,7 míkróg/ml í blóði og 330 míkróg/g í lifur. I heila voru enn fremur 39 míkróg/g nortriptýiín (hér talið umbrotsefni amítriptýlíns), 1,3 mí- króg/ml í blóði og 62 míkróg/g í lifur. í kransæðum var minni háttar kölkun, en veru- leg kölkun í ósæð (aorta). Athyglisvert er, að í engu öðru tilfelli var péttni amítriptýlíns í heila og lifur meiri og péttni í blóði var umfram meðaltal. Þéttni nortriptýlíns í heila og lifur var einnig hlutfalls- lega mikil (tafla II). II. Eitranir af völdum amítriptýlíns og annarra lyfja í töflu III eru sýndar niðurstöðutölur ákvarð- ana á amítriptýlíni og nortriptýlíni í liffærum tólf einstaklinga, sem taldir voru hafa látist úr eitrun af völdum amítriptýlíns og annarra lyfja. Blóð var tekið til rannsóknar i öllum til- vikum, heili í átta og lifur og pvag í níu tilfellum. Eins og við var að búast var sam- anlögð péttni amítriptýlíns og nortriptýlíns minni í líffærum þessara einstaklinga en hinna, sem taldir voru hafa látist úr »hreinni« amí- triptýlíneitrun (tafla II). Var mismunur pessi ávallt marktækur (P<0,05). Eins og í fyrr- nefnda hópnum var þéttni amítriptýlíns og nor- triptýlíns mest í lifur, því næst í heila, pvagi og blóði í þessari röð. Sveiflur voru sömu- leiðis minni í samanlagðri péttni amítriptýlíns og nortriptýlíns í heila en í blóði og lifur. Áfengisneysla kom við sögu í tíu af tólf tilvikum, sem greinir í töflu III (péttni alkóhóls í blóði var á bilinu 0,15 %o-3,15 °/oo og í þvagi 1,65 %o-3,44 %o). í líffærum urðu auk pess greind eftirtalin lyf í einu eða fleiri tilvikum: Díazepam, karísópródól, klórdíazepoxíð, kló- zapín, mebúmal, mepróbamat, prómetazín, sa- licýlsýra og tríflúóperazín. Table I. Cases of fatal poisonings involving antide- pressant drugs in Iceland, in the period 1972-1981. Number Antidepressant drugs of cases Amitriptyline............................ 21 Nortriptyline ............................ 3 Doxepin................................... 2 Maprotiline............................... 2 Dibenzepine............................... 1 Imipramine................................ 1 Trimipramine.............................. 1 Two antidepressant drugs involved (amitriptyline + maprotiline (2), dibenzepine + nortriptyline (1), doxepin + imipramine (1))............. 4 Total 35 Dæmi um banvæna eitrun: Banvæn eitrun af völdum amítriptýlíns og alkóhóls. Kona, 55 ára gömul. Hafði ásamt eiginmanni verið í matar- veislu. Komu heim til sín kl. um eitt að nóttu og voru pá, að sögn eiginmanns, allnokkuð við skál. Hjónin lögðust skömmu síðar til svefns. Eiginmaður varð pó var við, að konan fór einhverra erinda fram í eldhús. Næsta morgun kl. 10, pegar eiginmaður vaknaði, fann hann konuna liggjandi á gólfinu við hlið hjóna- rúmsins. Hún var nakin og köld orðin. Farið var með konuna í slysavarðstofu og var hún par úrskurðuð látin. Hún hafði verið í meðferð hjá geðlækni í mörg ár. Við krufningu sáust áverkar á höfði. í briskirtli sáust merki um byrjandi bólgubreytingar. í legi voru tvö vöðvahnýti (myom). Annað eggjakerfi hafði verið fjarlægt með skurðaðgerð fyrir löngu. í skjaldkirtli var góðkynja kirtilæxli. Magn alkóhóls í blóði var 1,44 %o og í pvagi 2,27 %o. Amítriptýlín í blóði var 0,1 míkróg/ml, 2,3 pg/g í heila, 5,6 pg/g í lifur og 0,1 pg/ml í pvagi. I blóði var enn fremur 0,1 pg/ml nortriptýlín, 1,5 pg/g í heiia, 3,6 pg/g í lifur og 0,1 pg/ml í pvagi. Ef litið er á töflu III, er Ijóst, að í engu líki öðru var magn amítriptýlíns og nortriptýlíns minna í blóði og þvagi og magn þessara lyfja í heila og lifur var einnig hlut- fallslega mjög lítið eða í lágmarki. III. Eitranir þar, sem önnur geðdeyfðarlyf komu við sögu eða fleiri en eitt geðdeyfðarlyf Sýndar eru í töflu IV niðurstöðutölur ákvarð- ana á geðdeyfðarlyfjum í líffærum 11 einstak- linga, sem taldir voru hafa látist úr eitrun af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.