Læknablaðið - 15.03.1984, Blaðsíða 18
94
LÆKNABLAÐID 70,94-96,1984
Matthías J Kjeld, Jeffrey Wieland, Mok Puah, Marcella Iniguez.
STÖÐUGLEIKIFJÖGURRA STERA HORMÓNA í
GEYMDUM BLÓÐSÝNUM
ÚTDRÁTTUR
Stöðugleiki viö stofuhita á aldósteróni, kortí-
sóli, testósteróni og östradíóli í sermi, plasma
og heilblóði var rannsakaður. Testósterón og
östradíól voru mæld í sýnum bæði frá konum
og körlum. Eftir 24 stundir hafði aldósterón
minnkað um 21 % (p<0.02) í sermi og 6 % í
heilblóði; testósterón minnkaði um 19-36%,
kortísól minnkaði um 19 % og 7 % í sermi og
heilblóð. Östradíól í sermi kvenna jókst um
25 % eftir 24 stundir en sýndi annars ekki
marktækar breytingar. Eftir 48 stundir höfðu
aldósterón og testósterón gildi minnkað um
30-40% (p<0.05), kortísól 10% og östradíól
sýndi litlar breytingar. Aðeins östradíól sýndi
mismun milli sermis og plasma og var serum
20 % hærra. Testósterón minnkaði mun meira
í kvennasýnum heldur en karla eftir 48 klukku-
stundir.
INNGANGUR
Fáar greinar hafa verið birtar um stöðugleika
sterahormóna í líffræðilegum sýnum. Magn
»ókonjúgeraðra« kynhormóna jókst í pvagi
manna við geymslu (1), en testósterón og
andróstenedíón í plasma virtust vera stöðug í
24 klukkustundir við stofuhita (2). Nýlega hefur
kortisólmagn í sermi ACTH örvaðra Beagle
hunda sýnt sig að lækka um 21 % eftir 48
stundir (3). Lítill munur hefur fundist milli
plasma og sermis sýna úr sömu blóðtöku hvort
heldur EDTA eða heparin hafa verið notuð (4,
5). Okkur er ókunnugt um að nokkrar athug-
anir hafi verið birtar fram að pessu um
stöðugleika aldósteróns og östradíóls í blóði.
Vitneskja um stöðugleika hormóna pessara
í blóði eða sermissýnum sem standa einn eða
tvo daga við stofuhita er augljóslega mikil-
væg fyrir meðhöndlun sýnanna í hinu daglega
starfi. í pessari grein segjum við frá rann-
sóknum okkar á stöðugleika tveggja kynhor-
móna, östradíóls og testósteróns, og tveggja
Rannsóknastofa Landspítalans, Rannsókn 6 og Rannsókna-
stofan í Domus Medica, Reykjavík. Barst 16/09/1983.
Sampykkt 27/09/1983 og sent í prentsmiðju.
nýrnahettubarkarhormóna, kortísóls og aldó-
steróns, en allir eru pessir sterar mældir
oftlega með RIA aðferðum í dag.
EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR
Blóð var tekið úr bláæð á framhandlegg úr 6
karlmönnum og 6 konum, heilbrigðum
starfsmönnum á Landspítalnum, á aldrinum
21-63 ára.
Blóðsýni úr karlmönnum var strax skipt
niður í prjú glös; 1) Blóð sem látið var
kekkjast og serum síðan tekið ofan af blóð-
frumunum eftir að pað hafði verið skilið innan
klukkustundar frá blóðtöku, 2) heilblóð par
sem serum var skilið frá blóðkornum eftir
geymslutíma, 3) EDTA-plasma sem var skilið
frá blóðkornum innan klukkustundar. Blóð var
tekið tvívegis úr kvenmönnum, einu sinni til
pess að fá sermi og heilblóð og aftur síðar til
pess að fá plasmasýni. Sermi var einnig fengið
úr seinni blæðingunni til viðmiðunar.
Serminu var skipt niður í prjú glös, eitt var
sett strax í geymslu við — 20° C, annað var
látið standa við stofuhita í 24 klukkustundir og
priðja glasið látið standa við stofuhita í 48
stundir. Heilblóð var Iátið standa í stofuhita í
24 stundir, en pá var pað skilið og serum tekið
ofan af. Eftir að plasma hafði verið skilið frá
blóðkornum var pví skipt niður í 2 glös, eitt
var sett í — 20° C samstundis en hitt var geymt
við stofuhita í 48 klukkustundir. Að loknum
geymslutímanum voru serum og plasma sýni
fryst við — 20° C og geymd par til pau voru
mæld, sérhver hormóni í einni lotu (batch).
Nýrnahettubarkarhormónarnir (kortísól og
aldósterón) voru mældir í karlasýnum
eingöngu.
Hormónarnir voru mældir með radioimmu-
noassays (RIA).
Aðferðunum fyrir testósterón og östradíól
hefur verið lýst áður (6).
Aldósterónaðferðin sem notuð var, er af-
brigði af peirri sem lýst hefur verið af Vetter
et al (7).
Kortísól-aðferðin var svipuð aldósterónað-