Læknablaðið - 15.03.1984, Blaðsíða 38
106
LÆKNABLAÐIÐ
hafi eyðilagt í sér sjónina, vegna þess að pau
voru of sterk. Sannleikurinn er sá að gleraugu
eru eingöngu til að beina mynd á miðgróf
sjónu. Hvorki of veik né of sterk gleraugu geta
gert neinn skaða, en geta aftur á móti valdið
óþægindum. Margir spyrja hvort pað sé óhollt
fyrir augun eða jafnvel skaðlegt að horfa á
sjónvarp. Svarið er nei. Er hægt að skemma í
sér augun með pví að lesa í hálfrökkri spyrja
aðrir. Svarið er nei.
Margir, sem eru nærsýnir, halda að peir
losni alveg við gleraugu, pegar peir eldast. Það
er ekki rétt. Nærsýnir þurfa alltaf á gleraugum
að halda til að sjá vel frá sér, en taka ofan
gleraugu við lestur eftir miðjan aldur. Ymsir
spyrja hvort sólgleraugu séu hættuleg, ef þau
eru ekki með slípuðu gleri? Svarið er nei.
Það er hættulegur misskilningur að halda að
skjálg eldist af börnum og að ekkert liggi á að
fara með rangeygt barn til augnlæknis. Þetta
er ekki rétt. Því fyrr sem barnið fær meðferð
þeim mun meiri líkur eru til þess að eðlileg
samsjón náist og að það fái fulla lækningu.
6.0. Fyrirgreiðsla í sambandi við augnlækn-
isþjónustu á heilsugæslustöð er fólgin í
undirbúningsstarfi í sambandi við augnlækn-
ingaferðir og þjónustu væntanlegrar sjón-
stöðvar.
6.1. Aður en augnlæknir kemur til starfa á
heilsugæslustöð á augnlækningaferðalagi þarf
að vera til skrá yfir þau börn, sem fundist hafa
með sjóngalla og á ég þá einkum við 4 ára
börn. Þarf að gefa þeim tíma hjá viðkomandi
augnlækni. Einnig er æskilegt að skýrsla um
glákusjúklinga á heilsugæslustöðinni sé fyrir
hendi og að séð sé um að glákusjúklingar fái
tíma hjá augnlækninum. Náið samstarf þarf að
vera milli heilsugæslulækna og augnlækna,
sem annast augnlækningaferðalög.
6.2. Eitt af verkefnum væntanlegrar þjónustu-
og endurhæfingarstöðvar sjónskertra (Syn-
central) er að vera sjóndöpru fólki til hjálpar.
Færi vel á því að heilsugæslustöðvar í samráði
við viðkomandi augnlækni aðstoðuðu sjón-
skerta að komast í samband við sjónstöðina,
sem kemur til með að veita þeim ýmsa
þjónustu.
7.0. Æskileg pekking heilsugæslulækna í
augnsjúkdómafræði. Eftir þennan lestur kunna
einhverjir að spyrja hvort heilsugæslulæknar
almennt hafi þá undirbúningsmenntun og þjálf-
un í greiningu og meðferð augnsjúkdóma til
að geta framkvæmt það, sem drepið hefur
verið á.
7.1. Kennslan í augnsjúkdómafræði í lækna-
deildinni er miðuð við það, sem heilsugæslu-
læknir á að vita og geta gert með einföld-
um áhöldum. í sambandi við kennslu í deild-
inni eru verkleg námskeið í augnskoðun og er
ætlast til að stúdentar geri grunnskoðun á
augum við allar læknisskoðanir bæði meðan á
námi stendur og síðar í læknisstarfi.
7.2. Ef heilsugæslulæknar vilja bæta við þekk-
ingu sína í augnsjúkdómafræði eru ýmsir
möguleikar fyrir hendi.
7.3. Hægt er að stofna til stuttra upprifjunar-
námskeiða á augndeildinni á Landakoti fyrir
heilsugæslulækna t.d. á haustin á undan eða
eftir að læknaþing eru haldin.
7.4. A augndeildinni eru tvær aðstoðarlækn-
isstöður, sem verðandi augnlæknar hafa
aðallega notfært sér. Annarri stöðunni mætti
hæglega breyta í stöðu fyrir heilsugæslulækna,
sem vilja kynna sér augnlækningar í skamman
tíma t.d. 2-3 mánuði. Sex mánaða staða fyrir
verðandi heimilislækna kemur og til greina,
þegar sérnám í heimilislækningum flyst heim
til íslands.
8.0. Tækjabúnaður. Á hverri heilsugæslustöð
þarf að vera lágmarks tækjabúnaður til augn-
rannsókna og einföldustu skurðáhöld. Þessi
tækjabúnaður er ekki dýr.
8.1. Þetta eru helstu tækin: Sjónpróf-
unarspjöld og spegill á standi. Augnspegill
(ophtalmoscop), sjónsviðprófunartjald (Bjerr-
um screen) og augnþrýstingsmælir.
9.0. Sé grunnþekking á augnsjúkdómum fyrir
hendi, ásamt vilja og áhuga getur heilsugæslu-
læknir gert mikið átak í sjónverndarmálum,
sem er mikilvægur þáttur almennrar heilsu-
gæslu.