Læknablaðið - 15.03.1984, Blaðsíða 7
LÆKNABLADID 70,87-90,1984
87
Sigurður Halldórsson
KÖNNUN Á MEÐFERÐARHELDNI
VIÐ GJÖF SÝKLALYFJA í
VOPNAFJARÐARLÆKNISHÉRAÐI
INNGANGUR
Það er vel þekkt að fólk tekur ekki alltaf lyfin
sín samkvæmt forskrift. Oft er frá þessu greint
í nokkurs konar skrýtluformi þegar dregin eru
fram einstök tilfelli, þar sem fundist hefur
mikill fjöldi lyfjaglasa með þúsundum taflna í
fórum sama einstaklings (1). í tilfellum sem
þessum má þó e.t.v. allt eins sþyrja hvort um
geti verið að ræða ábyrgðarlausar lyfjaút-
skriftir læknis fremur en óeðlilega hegðun
sjúklings. Með fáeinum undantekningum hefur
meðferðarheldni (heldni á lyfjameðferð) verið
lítill gaumur gefinn hér á landi; í ræðu og riti.
Ég minnist þess til dæmis ekki að hugtakið
»compliance« hafi verið rætt sérstaklega í
kennslu í læknadeild. Er þetta þó mái sem
mikilvægt er að allir læknar geri sér grein fyrir
og varla er ástæða til að ætla að viðhorf fólks
og heilbrigðisþjónusta hér á landi séu svo
frábrugðin því sem gerist í nágrannalöndunum
að vandamálið sé ekki til staðar í svipuðum
mæli. Enda renna kannanir hér (2, 3) stoðum
undir þá skoðun.
Tilgangur þessarar könnunar er að vekja
frekari athygli á vandamálum lélegrar meðferð-
arheldni með því að gera grein fyrir eigin
athugun, sem nefna má frumkönnun. Þótt lítil
sé, styður hún ákveðið þá skoðun að léleg
meðferðarheldni sé hér svipað vandamál og í
öðrum löndum. Er það von mín að greinar-
kornið stuðli að því að læknar hugsi sig tvisv-
ar um áður en þeir »leysa málin« með lyf-
seðli einum saman og jafnframt að það
hvetji einhverja til að hefja frekari rannsókn-
ir á þessu sviði hér á landi, en á því er full þörf.
EFNIVIÐUR OG AÐFERÐ
í könnun þessari var töflutalningaraðferðin
notuð og við uppsetningu að nokkru leyti
stuðst við svipaða breska könnum (4). Vett-
vangur könnunarinnar var Vopnafjarðarlækn-
Barst ritstjórn 25/07/1983. Sampykkt í breyttu formi 10/10/-
1983 og send í prentsmiðju.
ishérað, þ.e. Vopnafjarðar- og Skeggjastaða-
hreppar með samtals 991 íbúa samkvæmt
þjóðskrá 1. desember 1981. Frumefniviður
voru allir lyfseðlar á sýklalyf, sem afgreiddir
voru úr lyfsölunni á Vopnafirði á þriggja
mánaða tímabili frá 15/9 til 15/12 1981, er
undirritaður var þar heilsugæslulæknir og
hafði jafnframt umsjón með lyfsölunni. Flesta
lyfseðlana gaf undirritaður út sjálfur, en tann-
læknir staðarins nokkra. Var því auðvelt að
fylgjast með að allir lyfseðlanir væru leystir út
samdægurs.
Vegna legu héraðsins og veðurfars var
samgangur við önnur héruð lítill og má þvt
gera ráð fyrir að könnunin gefi allgóða mynd
af tíðni sýkinga og heildar sýklalyfjanotkun
íbúanna á rannsóknartímabilinu. Enginn meiri
háttar sýkingafaraldur gekk í héraðinu og
enginn einstaklingur dó eða var sendur til
meðferðar annars staðar vegna sýkingar á
umræddu tímabili.
Við útgáfu lyfseðils reyndi undirritaður ætíð
að útskýra vel tilgang meðferðarinnar og
undirstrika mikilvægi þess að ljúka skammt-
inum, til að fullnægjandi árangur næðist. í
langflestum tilfellum var um 6-7 daga meðferð
að ræða. Skriflegar upplýsingar voru engar
umfram magn og fjölda dagskammta og oftast
heiti sjúkdóms, sem prentað var á lyfjaglös.
Ekkert var minnst á það við sjúkling að
könnun væri t gangi. Persónuupplýsingar sjúk-
linga ásamt sjúkdómsgreiningu, lyfi, magni og
skömmtum var skráð jafnóðum og þeir komu.
Annar ritara heilsugæslustöðvarinnar
hringdi síðan í viðkomandi sjúklinga frá 7 og
upp í 10 dögum síðar, ef illa gekk að ná, og
spurði ákveðinna spurninga, sbr. töflu I. Var
petta talið líklegra til að fá fram réttar
upplýsingar en ef lítt þekktur læknir hringdi
sjálfur. Meðferðarheldnin var síðar reiknuð út
frá því lyfjamagni, sem eftir var í glasinu sem
hlutfall fjölda tekinna skammta og þess fjölda
skammta sem hefði átt að vera lokið sam-
kvæmt fyrirmælunum á þeim tíma sem hringt