Læknablaðið - 15.03.1984, Blaðsíða 16
92
LÆKNABLADID
alrangrar niðurstöðu varðandi gagnsemi lyfs.
Þegar meðferð mistekst vegna lélegrar heldni,
getur pað leitt ti! frekari rannsókna á sjúklingi
og e.t.v. annarrar meðferðar, sem ekki er eins
áhrifarík eða hefur í för með sér meiri
aukaverkanir. Pegar um er að ræða sýklalyf
getur f>að leitt til úrvals sýklastofna sem hafa
aukna mótstöðu gegn lyfjum (8).
Ástæður lélegrar meðferðarheldni eru fjöl-
margar og ýmsar enn óljósar (1 -4, 9):
— sjúklingur gleymir að taka lyfið
— sjúklingur vill ekki eða telur sig ekki þurfa
að fylgja leiðbeiningum (»veit betur«)
— sjúklingur hefur alvarlegan geðsjúkdóm
— sjúklingur vill ekki láta sér batna (óbeinn
ávinningur af veikindunum)
— sjúklingur telur sig ekki lagast af með-
ferðinni, finnur engin áhrif
— sjúklingur hefur ekki skilið leiðbeining-
arnar eða gleymt peim
— sjúklingur hefur fengið mismunandi upp-
lýsingar (sérstaklega er hætt við pessu
pegar fleiri en einn læknir hefur stjórnað
meðferðinni)
— sjúklingur býr einn (ekkert aðhald frá
umhverfinu)
— pegar verið er að breyta meðferð og önnur
lyf eru til heima er hætta á ruglingi
— pegar um flókna meðferð er að ræða,
mörg lyf og marga dagskammta, er hætta
á ruglingi
— læknirinn hefur litla trú á meðferðinni.
Aukaverkanir lyfja virðast litlu máli skipta ef
sjúklingur hefur fengið að vita um pær fyrir-
fram. Ópekktar eða óvæntar aukaverkanir
draga hins vegar mjög úr heldni. Meðferðar-
heldni er yfirleitt mun lakari á langtímameð-
ferð, einkum par sem einkenni eru lítil sem
engin, s.s. við háprýsting. Sama gildir um
skammtímameðferð par sem einkenni lagast
fljótt, t.d. sýklalyfjameðferð.
Meðal pátta sem engin áhrif virðast hafa á
meðferðarheldni má nefna: kyn, aldur (aldr-
aðir taka lyfin sín alveg eins vel og peir yngri
nema um verulega »kölkun« (dementia senilis)
sé að ræða), menntun, pjóðfélagsstöðu/stétt,
efnahag, afstöðu til sjúkdóma og heilsugæslu,
tegund sjúkdóms, tímalengd einkenna og eins
hvort læknir telur sjúkdóminn alvarlegan. Þess
má og geta að heldni hjá börnum, par sem
foreldrarnir sjá um lyfjagjöfina er síst betri en
fullorðinna.
Sérstaklega er pó athyglisvert að læknum,
jafnvel peim sem pekkja sjúklinga sína allvel,
hefur gersamlega mistekist að sjá fyrir hverjir
muni taka lyfin sín samkvæmt forskrift og
hverjir ekki (1, 2, 3). Margar rannsóknir hafa
einnig sýnt fram á að jafnvel reyndir læknar
ofmeta stórlega pann fjölda sjúklinga sinna
sem peir telja að fari eftir fyrirmælum peirra
(2).
Helstu pættir sem sýna jákvgett samband
við meðferðarheldni eru (2-4, 11):
— sjúklingur telur sjúkdóminn alvarlegan
— væntingum sjúklings varðandi sjúkdóm-
inn og meðferð hans er fullnægt
— sjúklingur telur sig pekkja lækninn vel og
peir eiga auðvelt með að talast við (um
trúnaðarmál)
— læknirinn hefur trú á meðferðinni og gefur
sjúklingi pað til kynna beint eða óbeint.
Til pess að ná fram betri meðferðarhetdni er
nauðsynlegt að hafa eftirfarandi atriði í huga
(2-4, 9, 12):
Mestu skiptir að læknar geri sér grein fyrir
pví að léleg heldni er algeng. Jafnframt að peir
geta ekki séð fyrir með neinni vissu hvaða
sjúklingar muni bregða útaf fyrirmælum
peirra. Einkum parf að hafa petta í huga, pegar
um er að ræða sjúkdóma, par sem vitað er
að heldni er léleg, s.s. háprýsting, og par sem
lyfjameðferð skilar ekki tilætluðum árangri.
Ennfremur að heldnin er breytileg með tíma
og aðstæðum hvers einstaklings, pannig að
góð heldni í eitt skipti gefur enga vissu fyrir
pví að sá hinn sami muni fylgja leiðbeining-
unum næst pegar hann fær lyf.
í öðru lagi purfa sjúklingar að fá fyrirfram
nægilegar upplýsingar um sjúkdóminn og
meðferðina; tilgang, lengd, skammta og hugs-
anlegar aukaverkanir. Ennfremur hefur sýnt
sig að árangur af munnlegum upplýsingum í
einu viðtali er lélegur nema sjúklingur sé
látinn endurtaka pær til merkis um að hann
hafi skilið. Enn betra er að hann fái einnig (en
ekki eingöngu) með sér skriflegar upplýsingar.
Tilraunir með slík stöðluð upplýsingablöð eru í
gangi og virðast ætla að gefa góða raun (8, 12).
í priðja lagi parf meðferðin að vera eins
einföld og hægt er, p.e. eins fá lyf og fáir
dagskammtar og tök eru á. Hefur sýnt sig að
heldni versnar ef dagskammtar eru fleiri en
tveir. Jafnframt hefur komið í Ijós á síðustu
árum að fullnægjandi árangur næst í flestum
tilfellum með pví að gefa lyf einu sinni til
tvisvar á dag, par sem áður var venjan að gefa