Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.1985, Side 19

Læknablaðið - 15.02.1985, Side 19
LÆKNABLADIÐ 13 bæði á sviði smíða og saumaskapar, ásamt óendanlegri þolinmæði. Ekki er mér heldur grunlaust um, að sjón þeirra sé með öðru móti en okkar, þ.e. að nærsýni sé þeim eðlileg. Tvennt styrkir þessa tilgátu mína. Annars vegar sáum við í hannyrðaverksmiðjum stúlkur sitja og handsauma í dúka af nær yfirnáttúrulegum hagleik og öryggi, við birtu- skilyrði, sem við myndum telja fyrir neðan allar hellur. Hins vegar var umferðarmenning þeirra með þeim hætti, að ég tel ótrúlegt, að þeir sjái að jafnaði nema um 20 metra frá sér. Ekki má heldur gleyma þeim óendanlega efniviði sjúklinga, sem þeir hafa aðgang að. Aldrei var mér þetta atriði betur ljóst, en í borginni Cheng-Du, er ég spurði yfirlækninn á skurðdeild háskólaspítalans þar í borg um fólksfjölda á upptökusvæði spítalans, en það er hluti Sezuan-héraðs. Svarið var: Rúmlega 100 milljónir. Við vitum ekki, hversu mörg míkrókírúrgísk tilfelli hafa mistekizt áður en núverandi árangri var náð. Að þessu leyti eigum við, fámennir íslendingar harla bágt, því að æfingin skapar óneitanlega meistarann og hver míkrókírúrgísk aðgerð, sem fer í vaskinn, verður ekki endurtekin. í árdaga míkrókírúrgíunnar var mikið rætt um segavarnir til að hindra blóðsegamynda- nir í hinum samtengdu æðum. Slíkar umræður heyrast ekki nú orðið. Allt stendur og fellur með handbragði læknisins. Þar fá segavarnir engu um breytt. Míkrókírúrgía er síður en svo bundin við æða- og flipaaðgerðir einar. Míkrókírúrgískur taugasaumur hefur þótt taka öðrum taugasaumaskap fram að gæðum og kom á ráðstefnunni fram ýmislegt athyglisvert á þeim vettvangi. Dýratilraunir höfðu sýnt, að tauga-axon endurmyndast með ágætum gegnum hol á bláæðarígræðslu. Hafði verið skorinn burtu eins sentimeters bútur úr úttaug og bilið brúað með bláæðarbút, þar sem taugaendum hafði verið stungið inn í hvorn enda æðarinnar. Ýmislegt athyglisvert kom fram í sambandi við húðágræðslur. Vitað er, að bak- teríugróður í sári má ekki fara fram yfir 105 á vefjagramm, án þess að mikil hætta sé á því, að ágræðslan mistakist. Ekki er hér um starfræn áhrif bakteríanna að ræða, heldur líffræðileg. Sýnt þykir, að bakteríur flestar framleiði bæði plasmínógen, aktívasa og fíbrínleysandi próteasa, sem leysa upp fíbrinbíndinguna milli ígræðsluvefjar og sárbeðs. Þessir eiginleikar baktería eru mis- áberandi milli stofna, en sýnt hefur verið fram á, að með því að bera Aprotinin (Trasylol R), sem er plasmínhamlari í sárið, er hægt að upphefja áðurnefnd fíbrín — leysandi áhrif bakteríanna og þannig koma ígræðsluvefnum til þess að gróa, jafnvel þótt bakteríufjöldi fari langt fram úr áðurnefndu magni. Annað erindi um ágræðslur húðar vakti og mikla athygli. Var hér um að ræða þekju- frumuræktun í næringarvökva. Er hér um gjörbyltingu að ræða, sérstaklega við meðferð mikið brunninna sjúklinga, þar sem svæði til húðtöku eru takmörkuð. Tekinn var tveggja fersentímetra biti af »split-skin« og ræktaður upp í tvo fermetra á þremur vikum. Tveir piltar með 95% bruna voru græddir með þvílíkum samgena græðlingi (autograft) og hegðaði ágræðslan sér sem »split-skin« ágræðsla væri. Ráðstefnan fór ágætlega fram. Þó gafst varla nokkur tími til umræðna og þótti flestum miður. Á kvöldum var boðið í skoðunarferðir, svo og eftir ráðstefnuna. Margt er sögufrægra staða í Beijing og nágrenni, bæði úr fortíð og nútíð. Má þar úr fortíð nefna musteri, keisarahallir og grafir, en úr nútíð Pekingóperuna og Torg hins himneska friðar með aðliggjandi byggingum. Fengnir voru hinir frábærustu söngvarar og hljóðfæraleikarar að skemmta ráðstefnu- gestum og einnig nutum við ógleymanlegrar sýningar í Pekingóperunni. Mikil veizla var haldin okkur til heiðurs í hinni miklu Höll fólksins við Torg hins himneska friðar og voru þar mættir framámenn þjóðarinnar í heilbrigðismálum. Á tyllidögum fólksins sitja í þeim mikla sal matargestir, allt að 5000 manns samtímis. Lokahóf fór þó fram á hóteli okkar og hófst með átveizlu. Fór hún vel fram í byrjun, en síðan úr böndum. Er þakkar- og aðdáunarorð höfðu verið sögð á báða bóga venju sam- kvæmt, tóku Bandaríkjamenn við stjórninni og sýndu nú hvert atriðið öðru öðru kúltúrsnauðara uppi á sviði. Læknir nokkur söng uppáklæddur Yankee doodle dandy með tilþrifum. Fáklædd læknisfrú dansaði dilli- bossadans og blandaður kór söng kúreka- söngva, svo að eitthvað sé nefnt. Kom uppákoma þessi sem köld gusa í andlit viðstaddra, sem undanfarna daga höfðu notið hinna fáguðu lista gróinnar menning-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.