Læknablaðið - 15.02.1985, Page 33
LÆKNABLADID
19
Leif Bárðarson í Læknablaðinu febrúar 1980.
»Greinargerð um framhaldsnám í almenn-
num lyflækningum á íslandi«, höfundar
Bjarni Þjóðleifsson, Sigurður B. Þorsteins-
son og Eiríkur Benmjamínsson, Lækna-
blaðið apríl 1980. Einnig sendu 3 læknir í
Bretlandi »námslýsingu fyrir framhaldsnám í
meinafræði á íslandi«, og birt var í Lækna-
blaðinu i júlí 1978.
Um áramótin 1975-1976 beitti L.í. sér fyrir
viðræðum við menntamálaraðuneytið, heil-
brigðismálaráðuneytið og læknadeild Há-
skóla íslands um framhaldsmenntunina, og
skiluðu fulltrúar þessara aðila tillögum í
janúar1977.
Lítil hreyfing var á málinu næstu árin eins
og ályktanir aðalfunda L.í. bera með sér.
Húsavíkurfundurinn 1980 skoraði á forseta
læknadeildar og ráðuneytisstjóra heilbrigð-
isráðuneytis að beita sér fyrir því í samráði við
nefnd L.í. um framhaldsmenntun að koma á
framhaldsmenntun lækna. Á aðalfundinum í
Stykkishólmi 1982 var eftirfarandi tillaga frá
stjórn L.í. samþykkt eftir miklar og fjörugar
unræður:
»Aðalfundurinn telur brýnt að koma á sem
allra fyrst skipulögðu framhaldsnámi lækna á
fslandi. Aðalfundurinn heimilar stjórn félags-
ins að greiða laun, allt að þrem eyktum
sérfræðings, lækni, sem ráðinn yrði til að
vinna að framgangi málsins. Þessi ákvörðum
skal koma til endurskoðunar á næsta aðal-
fundi félagsins.«
í fundargerð aðalfundarins 1982 segir
m.a.: »Læknadeild Háskóla íslands hefur
haft þetta framhaldsmenntunarmál lækna á
íslandi undir höndum í allmörg ár og ekkert
raunhæft hefur gerst í málinu enn sem komið
er. Þess vegna er ástæða til, að einhver annar
aðili, og þá læknasamtökin, taki málið í sínar
hendur. Það er ljóst, að stjórnir stóru spítal-
anna í Reykjavik ásamt yfirmönnum deilda
þessara spítala verða að fjalla um málið og
komast að samkomulagi um það, hvernig
framhaldsmenntunin eigi að vera í smá-
atriðum. Þegar hefur verið lögð fram töluverð
vinna í þetta mál af hendi lækna á spítölunum,
sbr. greinargerðir þar að lútandi, sem birst
hafa í Læknablaðinu á undanförnum árum.
Þessi undirbúningsvinna, sem þegar hefur
verið unnin, er nauðsynleg, til þess að hægt sé
að halda áfram með þessi mál, og því ber ekki
að líta svo á, að tímanum hafi verið til einskis
varið hingað til. Víða erlendis, bæði austan
hafs og vestan, eru framhaldsmenntunarmál
og -skilyrði í höndum sérgreinafélaga lækna,
en háskólaspítalar (fyrst og fremst) veita þessa
menntun. Þannig eru það læknasamtökin,
sem eiga framkvæðið í framhaldsmenntun
lækna, en ekki háskóladeildir.
Nú veit ég ekki, hvort raunhæft er eða
æskilegt að taka forræði málsins undan
læknadeild. Til þess þyrfti m.a. lagabreyt-
ingu, en því er ekki að leyna, að dugleysi
deildarinnar í framhaldsmenntunarmálinu
hefur verið með ólíkindum, svo ekki sé fastar
að orði kveðið.
Stjórn L.í. notfærði sér ekki heimild þá,
sem fólst í samþykki aðalfundarins 1982 um
að ráða lækni í hlutastarf, en kom á samvinnu
við yfirlækna lyfjadeilda spítalanna þriggja í
Reykjavík og skipaði þá í nefnd, ásamt tveim
fulltrúm aðstoðarlækna, til að standa fyrir
hálfsdags námskeiðum, þar sem fluttir voru
fyrirlestrar um afmörkuð efni og gert ráð fyrir
því, að þátttakendur hefðu starfað sem
aðstoðarlæknar á lyflæknisdeildum í 1-2 ár
og hyggðu á sérnám í lyflæknisfræði. í
fyrravetur urðu námskeiðin 2, en 3 í vetur sem
leið.
Aðalfundur Félags ungra lækna í nóvem-
ber 1982 samþykkti áskorun til heil-
brigðisráðherra um að koma á fót fram-
haldsnámi fyrir lækna hér á landi. í framhaldi
af því skipaði ráðherra í marz 1983 5 manna
nefnd í málið, þá Guðjón Magnússon,
aðstoðarlandlækni, formann nefndarinnar,
Árna Gunnarsson, skriftstofustjóra í mennt-
amálaráðuneytinu, Þorstein Svörfuð
Stefánsson frá læknadeild, Þorvald Veigar
Guðmundsson frá L.í. og Finnboga Jakobs-
son fulltrúa F.U.L. Nefndin skilaði ráðherra
áliti sínu fyrir nokkrum dögum, og með leyfi
formanns nefndarinnar ætla ég nú að skýra
frá helztu niðurstöðum hennar.
í almenna kaflanum segir, að nefndin hafi
komist að þeirri niðurstöðu, að brýnt sé, að
skipulegt sérnám hérlendis hefjist sem allra
fyrst, en eftir sem áður muni þó megin þorri
íslenzkra lækna þurfa að fara til annarra
landa í sérnám. Stefnt skuli að því, að
sérnámið hérlendis í upphafi verði 1-2 ár. Það
sem mælir með því, að sérnámið sé tekið upp
hérlendis er m.a. eftirfarandi:
1. íslendingar eru tilneyddir að taka þessi mál