Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1985, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 15.02.1985, Blaðsíða 41
LÆKNABLAÐIÐ 1985;71:25-29 25 fí n Pórður Harðarson, Hannes Blöndal EINKUNNAGJÖF í LÆKNADEILD INNGANGUR í læknadeild Háskóla íslands fara á hverju námsári fram víðtækar mælingar á þekkingu nemenda og að nokkru lyti starfshæfni þeirra. Meðaltal allra þessara mælinga er síðan reiknað og nefnt aðaleinkunn. Ætla mætti að óreyndu, að aðaleinkunn hefði mikið for- sþárgildi um árangur stúdents í læknisstarfi. Slík tilgáta hlýtur að teljast ósönnuð, þar sem starfshæfni læknis er lítt skilgreind og óumdeilanlegur mælikvarði á hana ófundinn. Hugtakið starfshæfni hefur í þessu sambandi að geyma, auk nauðsynlegrar þekkingar, ýmsa þætti, sem erfitt er að meta. Þeir taka m.a. til tilfinningalífs, sköþunargáfu, stjórnunarhæfni, kennslufærni o.fl. Jafnvel þótt þekkingarþátt- urinn einn sé mældur. cru ýmis vandkvæði á öruggu mati. Prófverkefnum hættir til að snúast um aukaatriði. Sjaldan er reynt á ályktunargáfu, hæfni til að vega og meta fræðilega vitneskju, leita hennar í vísindaritum og tvinna saman úr mismunandi greinum. Nemendur muna efni mislengi eftir próf og þeim er mistamt að koma á framfæri sömu þekkingu, einkum í munnlegum prófum. Þrátt fyrir þessa varnagla hlýtur að teljast líklegt, að aðaleinkunn túlki allvel þá fræði- legu þekkingu, sem stúdent bjó yfir, þegar hann þreytti prófin. Ekki verður heldur séð, að annar og heppilegri tölulegur mælikvarði á almenna læknisfræðiþekkingu sé fyrirliggj- andi, ef þörf er á viðmiðun við aðrar breytur. Þá er að nefna nokkur tæknileg atriði við framkvæmd prófa. Próf á fyrsta námsári munu alltaf koma út á nokkuð annan veg en próf síðar í náminu. Þar sem aðgangur að læknadeild H.í. er ótak- markaður, mun reyndin jafnan verða sú, að talsverður hluti nemenda veldur ekki þeim kröfum sem gerðar eru. Síðar í náminu eru viðhorf til einkunna- Frá lyflækningadeild Landspítalans og Rannsóknastofu Háskólans í líffærafræði. Barst ritsjórn 23/10/1984. Sampykkt til birtingar og sent í prentsmiðju 30/10/1984. gjafar önnur. Þar er þess að vænta að falltíðni sé í lágmarki. Fyrir þessa hluta námsins myndi heppileg beiting einkunnakvarðans leiða til jafnrar einkunnadreifingar, með meðaltali u.þ.b. miðja vegu milli falleinkunnar og óað- finnanlegrar þekkingar. Tilgangur rannsóknar þessarar var að kanna, hvernig einkunnagjöf í námsgreinum læknadeildar komi heim við eftirfarandi hugmyndir um æskilegt form einkunnagjafar: 1. Mikil fylgni við almenna læknisfræðilega þekkingu (þ.e. aðaleinkunn). 2. Jöfn dreifing á einkunnagjöf. 3. Meðaleinkunn á bilinu 7,0 til 8,0 á síðari hlutum námsins. 4. Staðalfrávik í einkunnagjöf vítt, a.m.k. 0,8- 1,0, þannig að einkunnastiginn sé að jafnaði frá u.þ.b. 5,5 til 9,5 (þ.e. á síðari hlutum námsins). Hvað fyrsta árið snertir mun meðaleinkunn af skiljanlegum ástæðum verða verulega lægri en tilgreint er í lið 3 að ofan. Efniviður rannsóknarinnar eru útskrifaðir kandidatar, þannig að ekki eru tiltækar einkunnir allra þeirra, sem þreyttu próf á 1. ári. Af þessum ástæðum vantar neðri hluta dreififerilsins fyrir próf á fyrsta ári. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Efniviður rannsóknarinnar voru allar einkunn- ir þeirra 107 nemenda, er luku kandídatsprófi árin 1980, 1981 og 1982. í nokkrum tilvikum fengu nemendur að sleppa við próf í einhverj- um grunngreinum, oftast vegna viðurkenn- ingar á samsvarandi próftöku erlendis. Einung- is voru kannaðar endanlegar einkunnir eins og þær birtust í prófskírteini, en falleinkunum var sleppt. Hefðbundnum staðtölulegum aðferðum var beitt við útreikning meðaltals, staðalfráviks og fylgni (r). Til að bera saman þátt tölulegrar fylgni einstakra námsgreina í dreifingu aðal- einkunnar var r2 notað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.