Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.1985, Qupperneq 5

Læknablaðið - 15.05.1985, Qupperneq 5
LÆKNABLAÐIÐ 1985; 71: 117-22 117 Leifur Þorsteinsson, Ólafur Jensson, Birgir V. Sigurðsson, Alfreð Árnason ÓNÆMISTHUGANIR Á BLÆÐURUM MEÐ DREYRASÝKIA INNGANGUR Lömun frumubundna hluta ónæmiskerfisins hefur lengi verið þekkt hjá sjúklingum með sumar tegundir krabbameins eins og Hodg- kinssjúkdóm (1), Kaposisarkmein (2, 3) og vissar veirusýkingar (4). Árið 1981 greindust í Bandaríkjunum nokkur slik tilfelli af lömun ónæmiskerfisins í ungum hommum og fannst engin skýring á henni (5, 6). Veiki þessi hefur á ensku verið kölluð »acquired immune deficiency syndrome« (AIDS) (5), en á ís- lensku áunnin ónæmisbæklum (ÁÓB). Auk homma, eru það einkum eiturlyfjaneytendur sem nota sprautulyf, og fólk, sem flust hefur frá Haiti til Bandaríkjanna, sem sýkst hefur af ÁÓB og er slíku fólki skipað í áhættuhóp. ÁÓB berst frá manni til manns, líklega við nána líkamlega snertingu og einnig er talið, að sjúkdómsvaldurinn geti borist milli manna með blóðgjöf. Það sem þykir styrkja þá tilgátu eru ónæmisfræðilegar rannsóknir á blæður- um með dreyrasýki A (hemophilia A), sem gefið hefur verið þykkni af storkuþætti VIII (7). Nokkrir þeirra hafa svipaða röskun á hlutföllum og starfshæfni eitilfrumanna og sést hjá ÁÓB sjúklingum. Aðeins örfáir dreyrasýkissjúklingar hafa þó fengið klíníska ÁÓB (8, 9). Þetta virðist aðeins gilda um þá blæðara, sem fengið hafa mikið hreinsaðan og frostþurrkaðan (Iyophilised) storkuþátt VIII sem unninn er úr stóru plasmasafni (hundruðum litra) frá mörgum blóðgjöfum. Þeir blæðarar sem fengið hafa lítið hreinsað, frostþurrkað kuldabotnfall af þætti VIII sem unnið er úr plasmasafni frá 10-20 blóðgjöfum hafa ekki verið með afbrigðileg frumuhlutföll (9, 10). Sú aðferð er höfð við framleiðslu á þeim storkuþætti VIII frá Finnlandi, sem notaður hefur verið hér. Við réðumst í að ákvarða magn immúnó- glóbúlína (Ig) og komplements sem og fjölda Blóðbankinn, Reykjavík. Barst ritstjórn 05/11/1984. Samþykkt til birtingar 12/02/1985 og sent í prentsmiðju. og hlutföll eitilfruma og átfruma (monocytes) í íslenskum blæðurum sem fengið höfðu mikið af storkuþætti VIII til að kanna áhrif storkuefnameðferðarinnar á þá. EFNI OG AÐFERÐIR Rannsakaðir voru fimm blæðarar með dreyrasýki A, karlmenn 16-61 ára, sem fengið höfðu frostþurrkað þykkni af storku- þætti VIII, 94.300 (2.000-217.000) alþjóða einingar (IU) á ári að meðaltali a.m.k. síðustu fimm árin. Tvær athuganir voru gerðar á hverjum blæðara með 18 mánaða millibili frá júlí 1983 til nóvember 1984. Blóðgjafar voru rannsakaðir til samanburðar. Lifrarbólgu- veira B (HBsAg) var greind með kekkprófi (Wellcome) í fyrra skiptið en mótefni með hlaupflæðiprófi (Ouchterlony). Við seinni rannsóknina var aftur á móti beitt ELISA (enzyme linked immunosorbent assay, Beh- ring Institute). Mótefnin IgG, M og A voru í fyrri rannsókninni mæld með rafdrætti í karba- mylseruðum sermasýnum í agarosuhlaupi með mótefni (eldflaug Laurells) í 19-20 klst. með 1.5 v/cm straumi. Magn komplement þáttanna C3 og C4 sem og IgG, M og A i seinni rannsókninni var mælt með hlaupflæðiprófi (Mancini aðferð). Hæfni sermis til að eyða rauðum kindablóðkornum, sem bundið höfðu kanínu mótefni og steypt voru í agar- osuhlaup, var notað til að ákvarða virkni komplements (CH50). Aðferðum til grein- ingar á vefjaflokkum og öðrum erfðamörk- um hefur áður verið lýst (11, 12). Einkjarna hvítar frumur voru einangraðar á Isopaque/Ficoll (Nyco, Oslo, Norway) úr blóði með heparini (15 IU/ml). T-eitilfrumur voru greindar með bindingu við rauð kinda- blóðkorn (rósettumyndun) sem áður höfðu fengið meðhöndlun með 2-aminoethylisothi- orunium bromid (13). B-eitilfrumur voru greindar með því að bera kennsl á hýðis-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.