Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ 1985; 71: 127-37 127 Jón Steffensen SVEINN LÆKNIR PÁLSSON OG GINKLOFINN í VESTMANNAEYJUM Ein af mörgum skynsamlegum tillögum Sveins læknis Pálssonar um heilbrigðismál þjóðarinnar, er í sambandi við ginklofann í Vestmannaeyjum frá 1799. Hún er yfirleitt ó- kunn, nema af útdrætti með kansellíbréfi frá 16. júlí 1803, sem er í tilefni af kansellíbréfi frá 13. des. 1800 og má segja, að þar komi fram upphaf ginklofamálsins frá borði heil- brigðisráðgjafa Danaveldis, fyrst Collegium medicum og síðan Sundhedskollgiets við stofnun þess 13. maí 1803. Við lestur þessara tveggja bréfa í Lovsamling for Island (C 1) rekst maður á lausa enda, sem ógerlegt er að hnýta saman af prentuðum heimildum, en bréfabækur Sveins Pálssonar (A 1) og stift- amtmanns (B 1), eru færar um það. Fyrst vil ég þó geta þess stuttlega, er Sveinn segir um ginklofa, áður en hann heimsækir Eyjarnar 1799. í Registri yfir íslenzk sjúkdómanöfn segir: »Ginklofi (spasmus cynicus) er eitt tilfelli og tegund sinadráttar«, og síðan: »enga líking getur maður fundið neins staðar í skrifum milli spasmus cynicus og rachitis, en vel má ske að hvorttveggja fylgist að« (C 2, 215). Rachitis er hér getið vegna þess, að svo er sjúkdómurinn nefndur í Ferðabók Eggerts og Bjarna. í »Tilraun að upptelja sjúkdóma sem að bana verða fólki á íslandi«, sem rituð er 1795, sbr. bréf Sveins til Lærdómslistafélagsins 19. ágúst 1795 (A 1) segir: »Ginklofi (spasmus cynicus, Mundspærre) kallast hið skjæða barnafaraldur í Vestmannaeyjum, sem sjest af þeim í Félagsritum árliga innfærðu mann- talstöflum. Til að komast eftir hvert þetta væri hin enska sýki, hvar um ég eftir litlu rikti stórliga efaðist, sendi ég frá Kaupmannahöfn Flutt á fundi í Félagi áhugamanna um sögu læknisfræðinnar 6. apríl 1982. árið 1789 fyrir meðalgöngu hr. mag. Einars Gudmundsen (nú prests í Noregi) nokkrar spurningar um þennan ginklofa og feck um haustið ansvar frá bróður hr. Gudmundsen, prestinum Séra Bjarnhéðni Guðmundssyni«. (C 3, 144). Svörunum sleppi ég, þar sem sjúkdómslýsingin í þeim kemur heim við þá í álitsgerð Sveins Pálssonar um ginklofann í Vestmannaeyjum frá árinu 1799 og síðar verður gerð grein fyrir. En víkjum nú að kansellíbréfi til stifamt- manns og biskups, dagsettu Kh. 13. des. 1800 (C 1, 495-96, sjá frumheimild nr. 1). Viðbrögð stiftamtmanns við þessu bréfi koma að nokkru fram í næsta kansellíbréfi til stiftamtmanns og biskups um þetta mál, dags. Kh. 16. júlí 1803, sjá frumheimild nr. 2. Við athugun á tímaröð atburða í þessum tveim kansellíbréfum gerist það fyrst, að Sveinn Pálsson fer til Vestmannaeyja 1799 eftir fyrirmælum stiftamtmanns 9. marz 1800. Þá kemur bréf Geirs biskups Vídalíns til kanselíisins, dags. 14. júlí 1800, sem er kveikjan að fyrra kanselíibréfinu og loks svar stiftamtmanns og biskups við því, dags. 24. sept. 1802. Tímatalið er, sem sé, tóm endi- leysa og eðlilegt, að það hafi farið fyrir brjóst- ið á dönskum heilbrigðisyfirvöldum, eins og framgengur af síðara kanselíibréfinu. En bréfin bera jafnframt vitni um mikið sam- bandsleysi milli þeirra aðila, sem fóru með æðstu stjórn heilbrigðismála á íslandi. Sum- part var þar um að kenna, að dönsku aðilarnir skildu yfirleitt ekki íslenzku og þeim íslenzku þessvegna gert að rita dönsku, sem skapaði erfiðleika fyrir margan prestinn, sem ekki var heima i dönskum sjúkdómaheitum. Ef prest- arnir hefðu mátt nota íslenzka heitið, þ.e. ginklofi, þá hefði sá margbreytileiki nafn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.