Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.1985, Page 23

Læknablaðið - 15.05.1985, Page 23
LÆKNABLAÐIÐ 129 gerð sýslumanns: »At Vand er aldrig í alverdens Tid hentet fra Fastelandet til Vest- mann0e«. Sveini er veitt kirurgikat Suðuramtsins með Reskrift til Stiftamtmans 4. okt. 1799, svo hann hefur ekki flanað að því að tilkynna formlega embættisveitinguna, og síðar þegar Sveinn krefur stiftamtmann um reskriftið, þá svarar hann því til í bréfi dags. Viðey 7. júlí 1800(B 1, nr. 3814), að amtinum hafi ennekki borizt það. Trúi því einhver, má segja: Hvernig vissi þá stiftamtmaður, að Sveinn var orðinn embættismaður? Þegar stiftamtmaður sér, að árnaðaróskir sínar duga ekki til að senda Svein til Eyj a, mun hann hafa sent málið eðlilega boðleið til landlæknis, eins og fram kemur í bréfi Sveins til hans, dags. Kotmúla3. sept. 1802(A 1), þar sem hann afsakar við landlækni, að hafa ekki getað orðið við tilmælum hans um að fara til Eyja þá um sumarið, en sendi honum hjálagt þess í stað ritgerð sína um ginklofann í Vestmannaeyjum, byggðri á ferð þangað 1799. En hver var aðdragandinn að för Sveins til Vestmannaeyja 1799? Eins og fram kom í upphafi þá er áhugi Sveins á ginklofa vaknaður þegar 1789, er hann leggur fyrir síra Bjarnhéðinn Guðmundsson spurningar um sjúkdóminn og af dagbókum (A 2) og bréfabókum Sveins (A 1) sést, að hann skrifar 14. apríl 1799 Magnúsi Ormssyni lyfsala og 16. apríl sama ár Jóni Guðmundssyni sýslumanni, báðum um Málhildi Jónsdóttur i Þórlaugargerði í Vest- mannaeyjum, en hún er mágkona síra Bjarnhéðins, gift Sveini Guðmundssyni. 10. maí 1799 fær Sveinn bréf frá Vestmannaeyja sýslumönnum. (Hér mun auk Jóns Guðmundssonar átt við nafna hans Þorleifs- son, sem var settur sýslumaður 1797 eftir lát Jóns yngra Eirikssonar og kvæntist ekkju hans, en hjá þeim í Stakkagerði var Jón Guðmundsson til húsa meðan hann var sýslumaður Vestmannaeyja 1798 til 1802). Það segir ekkert frekar um efni bréfanna, en ætla má, að það lúti að för Sveins til Eyja vegna Málhildar. í dagbók ársins 1799 (A 2) kemur fram, að Sveinn er í Eyjum dagana 5,- 11. ágúst, og að það verður hans fyrsta verk að líta til Málhildar, sem hann segir þjást af Melancholia religiosa og gerir ýmsar lækn- ingatilraunir við meðan á Eyjadvölinni stend- ur. En um 7. ágúst segir: »benyttedes især til Excursioner i Selskab med Hr. Sysselmand Gudmundsen og Præsten Bjarnhédinn Gud- mundsen«. Og í yfirliti ársins er lýsing Vestmannaeyja, sem liggur til grundvallar ritgerðinni »Nogle Efterretninger om den paa Vestmannoe giængse eller endemiske B0rne- sygdom Ginklofi kallet, samlet paa en Reise dertil 1799« sjá frumrit nr. 4. Við samanburð á þessari greinargerð Sveins og spurningum í kanselíbréfi 13. des. 1800 sést, að hann hefur ekki séð þær. Stifamt- maður hefur sýnilega ekki haft fyrir því að senda þær Sveini né landlækni, þegar þær bárust stiftinu. Og þó óbein svör felist hjá Sveini við sumum spurninganna er öðrum ósvarað, og það með öðru veldur óánægju heilbrigðisráðsins, eins og fram kemur í kansellíbréfi 16. júlí 1803. Það var tekið af Ólafi stiftamtmanni Stefánssyni ómakið að svara þessu bréfi, þar sem í ágúst 1803 tók til starfa nefnd til að rannsaka embættisrekstur hans og honum vikið frá um stundarsakir, en við tekur Ludvig Erichsen og eftir lát hans, 7. maí 1804, ísleifur Einarsson, assesor (C 4, 132). Báðir taka þeir upp þráðinn um, að Sveinn fari til Eyja og í svarbréfi hans til setts stiftamtmanns, dags. Kotmúla 16. sept. 1804 (Al) segir: »At jeg ikke veed hvor i min Underretning om 0ens Berne Sygdom afl 799 mest er mangeifuld og uoverensstemmende med Kans(ellii)brev af 13. Dec. 1800 og ingenlunde trostes mig til at give en fuldstœn- digere med mindre jeg opholdt mig henimod 'A Aars Tid paa 0en, som dels strider imod mit Embeds Natur og er mig som Bonde umueligt, dee/s vilde falde de fattige 0eboere for kostbart, eller traf den uvise Lejiighed under mit Ophold samme stœds at bivaane nogle Koners Forlösning, og selv vœre 0ien- vidne til Sygdommen.« Hér fæst staðfesting á því, að Sveinn hefur ekki fengið spurningar Collegium medicum í kansellíbréfinu, og einnig á því, að hann hafi aldrei ginklofaséð, heldur styðjist við frásögn eyjaskeggja. Greinargerð Sveins fyrir ginklofa lýsir góðum skilningi á viðfangsefninu, en það er ekki að sjá af lýsingu sjúkdómsins, að hann hafi bætt neinum þekkingarauka við sig í förinni 1799, frá því sem hann hafði úr svörum séra Bjarnhéðins. Auðvitað er honum ekki unnt að benda á orsök hans án nánari

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.