Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.1985, Page 24

Læknablaðið - 15.05.1985, Page 24
130 LÆKNABLAÐIÐ rannsókna, en honum blöskrar sóðaskapur eyjaskeggja og þessvegna eðlilegt, að hugur hans hafi beinst að honum, í leit að hugsan- legum orsökum sjúkdómsins og vilji fyrst athuga, hverju almennar hreinlætisráðstaf- anir fái áorkað til útrýmingar ginklofa. Hinn nýskipaði landlæknir, Tómas Klog, ritar Sveini 11. október 1804 einskonar um- vöndunarbréf, eins og Sveinn kallar það í svarbréfi sínu til hans, dags. 29. okt. 1804 (A 1). Landlæknir kvartar m.a. yfir því, að Sveinn hafi ekki farið til Eyja þá um sumarið, en Sveinn bendir honum á, að hann hafi gert stiftamtmanni grein fyrir ástæðunum fyrir því í bréfi 16. sept. 1804, en treystir sér ekki til að svara einstökum atriðum viðvíkjandi gin- klofa í bréfi Klogs, fyrr en hann hafi fengið tækifæri til að athuga veikina nánar, sem hann voni að geti orðið að vori, verði þá búið að ganga frá fjárhagshlið ferðarinnar. En það reyndist langt að bíða þess að svo yrði. Það var ekki fyrr en 1810 að landlækni tókst að herja út peninga til Eyjaferðar og fór hann þá þangað sjálfur, dvaldist þar í hálfan mánuð og greindi Sundhedskollegium frá árangri henn- ar 8. ágúst 1810 í skýrslu, sem hann nefnir »Indberetning om Borne Sygdommen Gin- klofi«, sjá frumrit nr. 5. Það er ljóst af skýrslum Sveins og Klogs, að hvorugur þeirra hefur séð ginklofa, en byggja lýsingu sína á sjúkdómnum á annarra frásögn og það er þessvegna mikilvægt, að gera sér grein fyrir heimildarmönnum þeirra. Eins og þegar hefur komið fram, fór Sveinn í sjúkra- vitjun til Málhildar Jónsdóttur í Þórlaugar- gerði í Vestmannaeyjum og notar tækifærið til að athuga náttúru þeirra, jarðfræði, dýra- og jurtafræði, sem hann lýsir í dagbók sinni, en lýsingunni lýkur svo: »Mangler: De occo- nomie insulanorum. . .« (A 2, 1799, yfirlit ágústmánaðar). Af þessu verður ekki séð, að hann hafi aflað sér neinna frekari upplýsinga um ginklofa 1799, þannig að séra Bjarnhéðinn Guðmundsson (1751-1821) sé eini heimildarmaður Sveins um sjúkdóminn. Séra Bjarnhéðinn er fæddur og uppalinn í Eyjum, hann vígðist 1778 aðstoðarprestur tengdaföður síns, séra Guðmundar Högna- sonar að Kirkjubæ og fékk brauðið eftir hans dag 1791 oghélttil æviloka. SéraBjarnhéðinn hefur því mátt þekkja mjög vel til í Eyjum. Klog landlæknir segir heimildir sínar um ginklofa vera ljósmæður, foreldra ginklofa- veikra barna, ýmsa sjónarvotta að sjúkdómn- um, presta og kirkjubækur. Prestar í Eyjum eru 1810 séra Bjarnhéðinn að Kirkjubæ, aðstoðarprestur hans frá 1808, séra Högni Stefánsson (1777-1837) og séra Jón Arason (1777-10.9.1810), sem vígðist aðstoðarprest- ur föður síns að Ofanleiti og var, eftir lát hans 1809, prestur þar. Heimildir Klogs eru þannig mun víðtækari en Sveins og það sem mikil- vægast er, að greindur er aldur barnanna, sem talin hafa látist úr ginklofa. Um eitt mikilvægt atriði ber skýrslum Sveins og Klogs ekki saman, og það er, hvort eldri en ungbörn veikist af ginklofa. Þar um segir í skýrslu Sveins: »1 Livets förste 14 Dage er Bornene udsatte for dette, men ikke veed man Exempel paa at ældre Born bliver angrebne«. Hér er sýnilega tekið upp svar séra Bjarnhéðins við annarri spurningu Sveins 1789: »Tekur hann einungis börn og á hvaða aldri?« Svar: »Einungis tekur hann ungbörn hina fyrstu 15 daga þeirra lífs, en ei eldri svo menn viti« (C 3). En í skýrslu Klogs segir: »Denne Ginklofe Syge anfalder og fuldvoxne perso- ner . . . Disse Facta har endnu levende Personer paa 0en stadfæstet ved at fortelle historium morbi . . . og Ministerialbogen beviser samme«. Hér er um 3 fullorðna að ræða og dó sá fyrsti þeirra 1789, og má ætla að það hafi verið eftir að séra Bjarnhéðinn svaraði spurningum Sveins, sem gæti verið skýringin á ósamræminu. Og víst er, að sumir eldri Eyjaprestar greina frá ginklofa bæði í ungbörnum og fullorðnum. Séra Jón Jónsson var prestur í Kirkjubæ frá um 1627. Um bréf frá honum segir í minnisbók Odds biskups Einarssonar árið 1630: »Itemskrifar séra Jón, að þar hafi andazt iiij konur, allar úr ginklofa, sumar útlifaðar og þar upp aldar. Item af þeim 37 börnum eða þar um, sem fæðst hafa síðan ræningja árið, lifa ekki utan . . . « hér er handritið skaddað (C 5, Tyrkjaránið á íslandi 1627, bls. 337). Og séraGissur Pétursson, sem var prestur að Ofanleiti 1687-1713, segir eftirfarandi: »Ginklofann fá hér þau ungu, nýfæddu börn. Hann er að sjá mjög líkur sinadrætti, afmyndar, teygir og togar sundur og saman limina, gjörir einnig holdið blá- svart. Sjaldan fá hann fullorðnir, en ef það skeður, stíga þeir gjarnan fram« (C 6, 107-8). Það átti fyrir Sveini lækni Pálssyni að liggja

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.