Læknablaðið - 15.05.1985, Qupperneq 29
LÆKNABLAÐIÐ
133
unnið betur úr prestsþjónustubókinni með því
að athuga jafnframt frá hvaða bæjum gin-
klofabörnin voru, og hver ljósa þeirra var. Ég
hef gert slíka athugun fyrir 5 fyrstu árin, 1785-
1789. Að ekki er tekið lengra tímabil stafar af
því, að eftir 1789 er prestsþjónustubókin ekki
jafn nákvæm og fyrir þann tíma, að þvi leyti
að hætt er að geta frá hvaða bæjum börnin
eru, aðeins getið nafna foreldranna, og getur
þá reynst tafsamt að hafa upp á bæjarnafn-
inu. Ljósmóðurina er ætíð að finna meðal
guðfeðginanna við skírn barnsins. Þær eru 3 á
umræddu 5 ára bili, Þuríður Jónsdóttir (f. um
1741), prófuð af Bjarna landlækni Pálssyni
1773, og var hún langmest notuð. Þórunn
Ólafsdóttir (f. um 1749), sögð ljósmóðir, og
Guðrún Hróbjartsdóttir (f. um 1743), en þær
eru aðeins við 4 og 5 fæðingar, svo erfitt er að
leggja nokkurt mat á, hvort ginklofi muni
tíðari hjá einni ljósmóður en annarri, og allar
eru þær starfandi í báðum sóknum Eyjanna.
í yfirliti yfir ungbarnadauða úr ginklofa
eftir heimilum, sem hér fylgir, kemur fram, að
verulegur munur er á dánartölunum í hinum
tveim sóknum, hún er 2-3 sinnum hærri í
Kirkjubæjarsókn, sem er fyrir neðan Hraun,
en í Ofanleitissókn, sem er fyrir ofan Hraun-
ið. Og það má renna grun í ástæðuna fyrir
mismuninum við lestur fornra lýsinga á
vatnsbólum eyjaskeggja. í Jarðabók Árna
Magnússonar og Páls Vídalíns segir: »Á
Vilborgarstöðum í túninu er vatnsból, hvar til
Yfirlit yfir ungbörn látin úr ginklofa í Vestmannaeyjum
1785-1789 eftir heimilum og kirkjusóknum.
Bæir Fjöldi látinna
Gvendarhús......................... 3*)
Norðurgarður........................ 3
Dalir............................... 1
Ömpuhjallur......................... 1
Ofanleitissókn alls 8
Vilborgarstaðir....................... 11
Presthús............................... 6
Kirkjubær.............................. 2
Búastaðir.............................. 2
Kokkhús................................ 1
Kirkjubæjarsókn 22
*) í Gvendarhúsum er eitt barnanna sagt dáið úr ginklofa 27. maí
1789, viku gamalt, en í skrá yfir fædda er fæðingardagur þess 24.
mai, svo að hæpið er að það hafi verið úr stífkrampa. Er það eina
barnið í yfirlitinu, sem svo stendur á um.
sækja allir þeir kringumliggjandi bæir sumur
og vetur, mæta Vilborgarstaðamenn hér af
stórum átroðningi kauplaust, hvað þeim
þungt þykir, jafnvel þótt þeir umliggjandi
bændur séu skyldir til að hreinsa vatnsbólið
oghalda því við magt þáóskað er« (1. bd., bls.
6).
Séra Gissur Pétursson í Ofanleiti skrifar um
svipað leyti og Jarðabók Eyja er samin:
»Almennilegt vatnsból alls byggðarlagsins er
inni i Herjólfsdal. Þar er ætíð nóglegt vatn, og
er þangað á hestum sótt alls staðar úr byggð,
þá vatn þrýtur í brunnum heima við bæi í
langþerrum« (C 6, 97). Og síðar: »Tveir
brunnar eru og í skriðuhólnum í Herjólfsdal,
þar bærinn hefur staðið og kemur vatnið þar
rétt upp úr grjótinu. Þar þvo konur léreft sín«
(sama, bls. 98).
Og um vatnið í uppsprettu í Klettshelli
segir: »að öllu líkt því vatni undir Löngu, sem
danskir og fleiri brúka fyrir neyzluvatn« (C 6,
98). Loks ritar svo séra Jón Austmann 1839:
»Hér við bætist sá ókosturinn, sem stundum
ríður af allan baggamuninn. Er það vatns-
skorturinn, því hér eru, eins og áður er ávikið,
engir uppsprettu brunnar, nema Vilpa, og
verða menn því, einkum þeir, sem búa fyrir
ofan Hraun, að sækja stundum allt vatn (á
hestum) inn í Herjólfsdal. Kemur þetta helzt
upp á í þurrkum á sumrum, en gaddi og kælu
á vetrum« (C 6, 153).
Eins og fram kemur í skýrslu Klogs land-
læknis, tíðkaðist það, að ljósmæður hér á
landi tækju börnin heim til sín eftir fæðingu-
na og hefðu hjá sér fyrstu vikuna eða lengur.
Af þeirri tilhögun má telja líklegt, að Eyja-
börnin hafi smitast af ginklofa á bænum, sem
þau fæddust á, og þá væntanlega þegar gengið
var frá læksstúfnum. í skýrslu sinni segist
Klog hafa gefið ljósmæðrunum leiðbeiningar
um umbúnað á honum, en því miður getur
hann ekki um, hverjar þær voru, og ekki
komu þær að haldi við ginklofann. í fyrstu
prentuðu íslenzku ljósmæðrabókunum (1749
og 1789) er gert ráð fyrir að ljósmóðirin hafi í
fórum sínum band til að binda um lækin og
olíuna, oftast bómolíu, nýtt smér, en hvort
hún lagði einnig til rýjuna, sem olían var borin
í áður en henni var vafið um læksstúfinn, er
ekki eins öruggt, og áreiðanlega hafði hún
ekki með sér vatnið, sem barnið var laugað í
áður en það var gert. En hafi það verið úr
bæjarvilpunum, sem Sveinn læknir Pálsson