Læknablaðið - 15.05.1985, Qupperneq 39
LÆKNABLAÐIÐ
139
lyfja samkvæmt könnuninni er sýnd á 1.
mynd. Pilocarpin og timolol eru langmest
notuðu Iyfin.
Fig. 1. Percentage use of glaucoma medication in Ice-
land September 1981-February 1982 in DDD/1,000
inhabitants/day.
DDD/1.000 inhabitants/day
10-
5 -
1981 1982 1983
Fig. 2. Use of giaucoma medication in the Nordic
Countries (S = Sweden, N=Norway, I=Iceland,
F=Finland, DK = Denmark) per year 1981-1983, ac-
cording to sales statistics in DDD/1,000 inhabitants/day.
í töflu II er borin saman notkun glákulyfja
samkvæmt könnuninni og söluskýrslum
umboðsmanna 1981-83. Áberandi er hve
lyfjanotkun er minni samkvæmt könnuninni,
en fram kemur í söluskýrslum á sama tíma.
Skýrist þessi munur bæði af því, að könnunin
náði aðeins til 85% útgefinna lyfseðla (3) og
tekur auk þess ekki til lyfjanotkunar á
sjúkrahúsum og elliheimilum. Til þess að fá
hugmynd um notkun glákulyfja á sjúkra-
húsum, fengust upplýsingar frá Landakots-
spítala, Landspítala, Fjórðungssjúkrahúsinu
á Akureyri og St. Jósefsspítala í Hafnarfirði
árin 1982 og 1983. Þessir ofangreindu staðir
hýsa um þriðjung allra sjúkrarúma á landinu
og reyndist notkun þar vera samtals 0.27
DDD/ 1.000 íbúa/dag 1982 og 0.31 DDD/-
1.000 íbúa/dag 1983. Auk þess kemur ekki
fram í könnuninni það magn augnlyfja sem
fyrnist í apótekum.
Á 2. mynd er sýnd notkun glákulyfja í
Danmörku, Finnlandi, íslandi, Noregi og
Svíþjóð á árunum 1981-83 samkvæmt sölu-
skýrslum (2). Er notkun á íslandi nálægt
miðju og hefur ekki breytzt verulega á þessum
árum. Mest er notkunin hjá Svíum og
Norðmönnum og vaxandi, en minnst hjá
Finnum og Dönum. Er notkun Dana aðeins
þriðjungur af notkun Svía.
Á 3. mynd eru sýndar breytingar á notkun
helztu flokka glákulyfja á íslandi á árunum
1981-83 samkvæmt söluskýrslum. Mest er
notkun pilocarpins og timolols og fer vax-
andi, en notkun annarra lyfja er á undan-
haldi, sérstaklega acetazolamids.
í töflu III sést hve margir sjúklingar á
glákudeild augndeildar Landakotsspítala,
(samtals 492), nota hvern lyfjaflokk sem
aðallyf og eins hvaða lyf önnur eru notuð
Table II. Comparison of importers' sales statistic’s in
Iceland 1981-1983for glaucoma medication and prescrip-
tions September 1981 to February 1982 in DDD/1.000
inhabitants/day.
Prescriptions Import sales statistics
September 1981-
Drug February 1982 1981 1982 1983
Epinephrine..... 0.45 0.85 0.66 0.71
Carbachol....... 0.29 0.43 0.39 0.41
Pilocarpine..... 1.95 2.89 3.02 3.30
Other drops..... 0.01 0.04 0.03 0.03
Timolol......... 1.71 2.28 2.57 2.66
Acetazolamide ... 0.68 1.28 1.10 1.01
Total 5.09 7.77 7.77 8.12