Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.1985, Qupperneq 51

Læknablaðið - 15.05.1985, Qupperneq 51
147 2) Dygðir á borð við hófsemi, hugprýði og réttlæti. 3) Boð og bönn eða siðareglur í þröngum skilningi: Að segja sannleikann, sýna tillitssemi. 4) Réttindi og skyldur sem eru ólík eftir afstöðu manna innbyrðis. II. Hvernig koma nú siðareglur af því tagi, sem heilbrigðisstéttir vilja setja sér, (og hafa sumar sett sér), inní þessa mynd, sem ég hef dregið upp af siðferðinu? Hér vakna ýmsar spurningar og ekki er unnt að tæpa á nema fáum atriðum. Ég mun reyna að fjalla stuttlega um tvær meginspurningar: 1. Hvers eðlis eru siðareglur af þessu tagi og hver er staða þeirra með tilliti til annars konar reglna sem gilda um störf manna og breytni? 2. Hvert er hlutverk siðareglnanna? Hvernig á að beita þeim? 1. Þegar spurt er um eðli siðareglna, sem starfsstéttir setja sér, rís samstundis ákveðinn vandi. Vandinn er sá, að greina þessar reglur frá öðrum reglum, sem þessar starfsstéttir lúta eða taka mið af. Hverjar eru þessar aðrar reglur? Þær eru af tvennu tagi: í fyrsta Iagi lagareglur, í öðru lagi tæknilegar reglur. Leiðum fyrst hugann að muninum á siða- reglum og lagareglum. í fyrsta lagi er hinn almenni munur á siðareglu og lagareglu sá, að siðareglur eru yfirleitt ekki settar í sama skilningi eða með sama hætti og Iög. í öðru lagi er brot við siðareglu talið ámælisvert, þótt ekki sé kveðið á um viðurlög, þ.e. tiltekna refsingu eða hegningu líkt og gilda um brot á lögum. í þriðja lagi hafa siðareglur gildi út fyrir ákveðin landamæri, þær gilda fyrir alla. Lögin gilda hinsvegar innan ákveðins ríkis, ákveðinnar lögsögu. í þessum þremur tilvikum eru mörkin á milli siðareglna starfsstétta og lagareglna ekki eins skýr og almennt gerist, hinar skráðu siðaregl- ur starfsstétta lenda á milli siðferðisreglna, sem eru óskráðar og gilda um mannlegt siðferði almennt, og lagareglna, sem eru yfirleitt skráðar og gilda um tiltekinn hóp manna. Hér skiptir miklu máli að menn leiði hugann að því í hvorn flokkinn menn kjósa fremur að draga hinar settu og samþykktu siðareglur: Ber að líta á þær sem siðferðis- reglur í ströngum skilningi eða sem eins konar lagareglur? M.ö.o. eru þessar settu siðareglur mannasetningar að öllu leyti eða eiga þær sér rætur í raunverulegu siðferði, og eru ekki annað en tilraun til að skýra það, líkt og málfræðin skýrir tungumálið sem við tölum? Lagareglur eru yfirleitt hreinar mannasetn- ingar, að svo miklu leyti sem þær eru ekki útfærsla á eiginlegum siðferðisreglum. Ég tel að skynsamlegast sé, að Iíta svo á, að þær siðareglur sem starfsstéttir setja sér, séu fyrst og fremst tilraun til að skýra og skerpa raunverulegar siðferðisreglur, reglur sem eru þegar virkar í siðferði viðkomandi hóps manna eða starfsstéttar. Rök mín fyrir þessu eru þau, að það er ekki á mannlegu valdi að stýra siðferðinu: Það getur enginn mannlegur máttur, svo dæmi sé tekið, ákvarðað að það sé rétt að ljúga og rangt að segja satt. Það hefur hins vegar iðulega komið fyrir að ákveðin yfirvöld hafa talið sig þess umkomin að ákvarða með reglugerðum, hvað sé lofsverð breytni eða ámælisverð. Er hægt að ákveða með reglugerð að það sé siðferðilega lofsvert að flýta fyrir dauða aldraðra svo dæmi sé nefnt? Eða að útrýma Gyðingum? Af þessu má sjá hversu vafasamt er að ætla sér að ákvarða siðferðið með reglugerðum. Slíkt getur einungis orðið til þess að rugla menn í ríminu, sljóvga dómgreind fólks á rétt og rangt. Hér gildir það sama um siðfræði og stærðfræði: Annaðhvort sjá menn að 2 plús 2 eru 4 eða menn sjá það ekki — og annaðhvort sjá menn að það er rétt að virða mannslíf eða menn sjá það ekki. Af þessu má einnig sjá, hversu vandasamt það er fyrir starfsstéttir að setja sér siðareglur. Slík viðleitni verður að byggjast á fræðilegri greiningu á raunverulegu siðferði, þeim viðfangsefnum og vandamálum sem þar er að finna. Þetta breytir því þó ekki, að mikilvægt er að láta þessar siðareglur virka að nokkru leyti, eins og um lög væri að ræða, eins og ég mun víkja að hér á eftir. Þá eru það tengsl hinna settu siðareglna og þeirra tæknilegu reglna, sem gilda í öllum störfum manna. Hér er aftur um að ræða tvenns konar ólíkar reglur. Munurinn er m.a. fólginn í því að tæknilegar reglur miða ævinlega að því að auka færni eða tiltekinn L
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.