Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.1985, Side 55

Læknablaðið - 15.05.1985, Side 55
LÆKNABLAÐIÐ 149 hugsanlegar deilur — formlegar og opinberar reglur um það hvernig fara skuli með slík ágreiningsmál. Jafnframt þessu þurfa að vera til staðar siðferðilegir trúnaðarmenn, sem hægt á að vera að leita til, t.a.m. þegar starfsmanni er ekki ljóst hvernig taka skal á ákveðnu máli eða þegar hann vill fá að létta á samvisku sinni. Auðvitað leitar fólk til yfir- manna, vina sinna eða starfsfélaga með mál, sem það þarf nauðsynlega að ræðaum, til þess að geta sjálft áttað sig á þeim. En hér þurfa einnig að koma til opinberar leiðir, sem fólki eru færar til að leita sér ráða og til að ræða siðferðileg málefni. Skortur á slíkum leiðum kann að valda því, að oft er ekki tekið á vandanum og fátt er jafn háskalegt mannlegu siðferði og að menn loki augunum fyrir alverlegum siðferðilegum málum. Buéf. tiL BLacísins ATHUGASEMD Hr. ritstjóri Vegna tveggja greina eftir undirritaðan, sem birtust án minnar vitundar í Læknablaðinu 1. tbl. 71. árgangs, vil ég koma eftirfarandi á framfæri við lesendur blaðsins. ÁaðalfundiL.Í. á ísafirði í ágúst 1984 flutti ég framsöguerindi um þrjú skyld efni, þ.e. framhaldsmenntun lækna á íslandi (ekki um framhaldsmenntun íslenskra lækna), reglu- gerð um veitingu lækninga- og sérfræðileyfa og samninginn um sameiginlegan norrænan vinnumarkað lækna. Það voru tvö fyrst- nefndu erindin, sem birtust í áðurnefndu blaði og mun ritstjórinn hafa nálgast þau úr gögnum L.í. á skrifstofu læknafélaganna, eftir að hafa árangurslaust reynt að ná sambandi við mig, en ég var þá erlendis. í sjálfu sér hef ekkert á móti því, að erindin birtust á prenti, en áður hefði ég viljað gera á þeim ýmsar orðalagsbreytingar og einnig fjalla af meiri nákvæmni um álit nefndarinn- ar, sem skipuð var af ráðherra til að gera tillögur um framhaldsnám lækna á íslandi. Að endingu vil ég nota tækifærið og skýra frá því, að forseti læknadeildar brást fljótt og vel við þeirri gagnrýni, sem kom fram á deildina í erindinu um lækninga- og sérfræði- leyfi og skipaði nefnd í nóvember sl. til að endurskoða sérfræðireglugerðina. Nefndin hefur haldið marga fundi og mun skila áliti innan skamms. Með vinsemd, Viðar Hjartarson læknir (sign)

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.