Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.1985, Qupperneq 57

Læknablaðið - 15.05.1985, Qupperneq 57
LÆKNABLAÐIÐ 151 nálgast hann er hann annaðhvort mannþekkj- ari eða mannhatari og ber að gjalda varúð við hvorutveggja. Sama gildir ef klárinn sýnir tilburði til að nota fæturna til annars en að ganga á þeim. Styggð er bæði kostur og ókostur, styggum hestum er síður stolið í haga og svo halda þeir eigandanum í þjálfun. Það rýrir hinsvegar notagildi hestsins, ef mikill hluti af þeim tíma sem ætlaður er til útreiða fer í að elta hann. Takist að ná hestinum og beisla hann liggur næst fyrir að prófa aðra eiginleika með því að stíga á bak. Þarna gildir sama og um makaval að betra er að prófa sjálfur en láta aðra gera það. Vel taminn hestur stendur kyrr meðan stigið er á bak og fer ekki af stað fyrr en knapinn gefur merki. Best er að byrja í gerðinu, en gerði er lítil girðing gerð til þess að ekki þurfi að sækja knapann langt, þegar hann dettur af baki. Með því að ríða nokkra hringi réttsælis og rangsælis í gerðinu svo og þversum og langsum má prófa hvort hestinum hefur verið kennt að hlýða taumi, en slíkt er mjög nauðsynlegt, ef knapinn á að ráða ferðinni. Að gerðisreiðinni lokinni er kominn tími til að prófa hestinn á víðum vangi. Kargur eða staður kallast hestur, sem stendur kyrr, gengur afturábak eða á afturfótum, þegar knapinn vill ríða frágerðinu. Langar leiðir eru seinfarnar á slíkum hestum þó þeir geti verið góðir á heimleið. Andstæða karga hestsins er rokuhesturinn, sem rýkur af stað með knapann áður eða um leið og hann er kominn í hnakkinn. Slíkur hestur getur komið knapanum fljótt á áfangastað en það þarf ekki að vera réttur áfangastaður og stundum verður knapinn eftir á miðri leið. Við hestakaup ber að gjalda varhug við körgum hestum og rokuhestum, sömuleiðis vitrum hestum, sem hafa vit á að losa sig við knapann. Fari nú hestur af stað með þeim hraða, sem knapinn ákveður er rétt að prófa ganginn. Þó íslenski hesturinn hafi eins og aðrir hestar fjóra fætur hefur hann fimm gangtegundir. Af þeim er töltið best fyrir knapann, en skeið sérstaklega flugskeið fínast og hefur mikið snobbgildi. Brokk er þægilegt fyrir hestinn en oft óþægilegt fyrir knapann. í hnotskurn má segja að fyrir venjulega hestamenn eru klárhestar með tölti bestir, en það eru hestar sem eru klárir að tölta. Vilji er mikils metinn eiginleiki og hefur mikið snobbgildi en hestamenn eru ekki á eitt sáttir um hvað vilji sé. Fyrir flesta miðlungs- hestamenn er besti viljinn, vilji til að gera það sem knapinn vill. Miklir hestamenn snobba þó mest fyrir viljanum til að vilja fara hraðar og annað en knapinn vill. Náist gott samkomulag milli hests og væntanlegs kaupanda er næst að semja um verð. Við þá samninga er gott að hafa nærtæka whisky eða koníaksflösku en gæta þess að seljandinn fái jafnan tvo sopa eða staup á móti hverju einu sem kaupandi drekkur. Þó skal tekið fram að dýr hestur hefur meira snobbgildi en ódýr. Að lokum nokkur orð um ættina. Það eykur mjög gildi hests að hann sé vel ættaður og hægt sé að rekja ættir hans til frægrar hryssu eða hests t.d. Óðu-Rauðku eða Sörla. Þó ber að hafa i huga að hryssum eins og fleiri kvendýrum hættir til að leita fangs hjá hinum yngri og ómerkari karldýrum ef þau eldri og frægari eru farin að letjast. Hér lýkur þessum kafla úr hinni óskrifuðu bók, um næstu jól er væntanlegur annar kafli, en höfundur hefur í hyggju að sækja um styrk til útgáfunnar til vísindasjóðs L.H. sem með sama áframhaldi gæti orðið um aldamótin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.