Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 59

Læknablaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 59
LÆKNABLAÐIÐ 153 haustið 1984 var gerð endurskoðun á launum sjúkrahúslækna, og hinn 10. desember var gengið frá hækkunum, svipuðum þeim, sem B.H.M. hafði fengið fram. Samningur heimilislœkna utan heilsu- gœzlustöðva var undirritaður 10. apríl 1984. Gildistími var til áramóta. Helztu nýmæli í samningnum voru þau, að númerakerfið var afnumið. Fyrir unnin læknisverk er greitt samkvæmt gjaldskrá heilsugæzlulækna. Greiðslur í Námssjóð og Lífeyrissjóð lækna héldust óbreyttar til áramóta, en greiðslur í veikinda- forföllum og orlofi verða hliðstæðar þeim, sem heilsugæzlulæknar njóta. Námsferðir fengu heimilislæknar ekki. Gengið var frá lífeyrisgreiðslum fyrir eldri lækna, sem fá lífeyrisgreiðslur eins og þeir hefðu starfað sem héraðslæknar. Skilyrði fyrir stuðningi L.R. við kerfisbreyt- ingu heimilislæknisþjónustu í Reykjavík var, að til væri samningur fyrir lækna, sem vilja starfa utan heilsugæzlustöðva. Ýmsar blikur eru á lofti varðandi breytingu í kerfi heilsu- gæzlustöðva á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Það er því knýjandi nauðsyn, að heimilislækn- um utan heilsugæzlustöðva séu sköpuð skil- yrði til að halda uppi sambærilegri þjónustu við heilsugæzlustöðvar. Fundur um gjaldskrá sérfrœðinga var hald- inn 20. september 1984. SameiginlegurfundurL.íog L.R. var hald- inn 27. desember 1984. Var þar kynnt kröfu- gerð sjúkrahúslækna. Almennur fundur í L.R. var haldinn 14. febrúar 1985. Umræðuefnið var: Staðan í kjaramálum lækna. Framsögu höfðu for- menn samninganefnda, þeir Sveinn Magnús- son, Gunnar Ingi Gunnarsson og Jón Níels- son. Formaður kynnti stöðuna í sérfræði- samningamálum. Á þessum fundi var einnig kynnt tillaga stjórnar L.R. um kjör í meðstjórn og vara- stjórn félagsins fyrir næsta starfsár. Einnig var kynnt tillaga stjórnar um kjörna fulltrúa og varafulltrúa á aðalfund L.í. Aðrar tillögur bárust ekki um framboð fyrir aðalfund 1985. Stjórnarfundir Aðalstjórn hefur haldið 33 fundi á starfsár- inu. Fundir með meðstjórn voru níu. Sam- eiginlegir fundir með stjórn L.í. voru þrír. Samvinna stjórna félaganna hefur verið mjög góð og hafa formenn félaganna starfað saman að ýmsum málum. Aðrir fundir og mannamót Aðalstjórn L.R. sat kjaramálafund L.í. 29. maí 1984. Einnig sat stjórnin fund stjórna norrænu læknasamtakanna, Nordisk Cen- tralstyrelsemöte, sem haldinn var í Reykjavík 17.-20. júní 1984. Fundir þessir eru haldnir á tveggjaára fresti og var þettaí fyrstasinn, sem slíkur fundur er haldinn á íslandi. Vísast til ársskýrslu L.í. 1983-1984. Formaður sat kjaramálaráðstefnu F.Í.H., sem haldin var 29. september 1984. Afmœlishátíð L.R. var haldin 19. og 20. okt. 1984. Félagið var stofnað 18. október 1909 og því 75 ára. Stjórn L.R. myndaði afmælishátíðarnefnd ásamt Árna Björnssyni og Erni Smára Arnaldssyni, og var Árni formaður nefndarinnar. Sofie Markan var ritari nefndarinnar. Ákveðið var að líta upp úr amstri hversdagsins, slá á léttari strengi og halda hátíð helgaða tómstundaiðju lækna. Sett var upp sýning í Domus Medica, þar sem sýnd voru listaverk lækna. Jóhannes Jóhannesson listmálari og Guðmundur Bene- diktsson myndhöggvari settu upp sýninguna. Formaður L.R. setti hátíðina í Domus Medicaundir kvöld þann 19. október. Víking- ur H. Arnórsson flutti hátíðarræðu. í tilefni afmælishátíðarinnar hafði stjórn og meðstjórn einróma kosið sem heiðursfé- laga þá Arinbjörn Kolbeinsson, yfirlækni, Þórð Þórðarson, yfirlækni, og Sigurð Sigurðs- son, fyrrverandi landlækni, en þeir eru allir fyrrverandi formenn félagsins. Formaður L.R. ávarpaði hina nýju heiðursfélaga og afhenti heiðursskjöl. Arinbjörn Kolbeinsson þakkaði af þeirra hálfu. Þórarinn Guðnason stjórnaði bókmennta- vöku um kvöldið. Þar lásu læknar úr verkum látinna íslenzkra lækna um annað en læknis- fræði. Að morgni 20. október var í Domus Medica sett læknaráðstefna með hefðbundnu sniði. Tólf læknar fluttu stutt og snjöll erindi um tómstundaiðju sina og svöruðu fyrirspurn- um. Ráðstefnustjóri var Högni Óskarsson, og flutti hann eina læknisfræðilega ávarp ráðstefnunnar. Fjallaði það um áhrif tóm- stundastarfa á geðheilsu. Eftir hádegi var opið hús með tónlistar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.