Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 64

Læknablaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 64
156 LÆKNABLAÐIÐ verður samkvæmt samningi Domus Medica og læknafélaganna við Reykjavíkurborg ekki ráðstafað án samráðs við þá aðila. Samskipti lcekna. Eftir að tilvísanir voru felldar niður sem greiðsluheimild sjúkratrygg- inganna til reynslu í eitt ár, bárust kröftug mótmæli frá F.Í.H. og frá fundi landlæknis og héraðslækna. Sérfræðingar telja, að niðurfellingin hafi gefist vel og sé sjúklingum til verulegs hægð- arauka og einföldunar. Heimilislæknar telja, að misbrestir séu á upplýsingamiðlun sér- fræðinga til þeirra. Viss tortryggni ríkir milli þessara lækna- hópa, og notfæra viðsemjendur lækna sér þetta á ýmsa vegu. Læknar verða að útkljá ágreining sinn innan eigin samtaka. Codex Ethicus kveður á um samskipti lækna innbyrðis, en þörf virðist á að hnykkja á vissum atriðum. Komið hefur verið á starfshópi, sem vinnur að því að koma samskiptum lækna í fastara form. F.Í.H. hefur tilnefnt þá Bjarna Jónasson, Jóhann Ágúst Sigurðsson, Jóhann Tómasson og Stefán B. Matthíasson í starfshópinn. Frá Sérfræðingafélaginu eru tilnefndir Björn Árdal, Guðmundur Vikar Einarsson og Guðmundur Steinsson. Formaður L.R. stýrir hópnum. Ætlunin er að leggja niðurstöður hópsins fyrir almennan fund í lok marz. Hér að framan hefur verið stiklað á stóru. Mörg stórmál eru og verða á döfinni hjá læknum. Ljóst er, að kjör allra lækna hafa stórversnað áundanförnum árum. Uppsagnir heilsugæzlulækna og heimilislækna segja sína sögu. Samningar sjúkrahúslækna, sér- fræðinga utan sjúkrahúsa, fastráðinna lækna (heilsugæzlulæknar og ýmsir yfirlæknar og forstöðumenn) og heimilislækna eru í gangi, en miðar lítið. Sýnt er, að gjaldskrá heilsu- gæzlulækna fer í gerðardóm. Framundan eru átök. Úrslitin ráðast af því, hvort við berum gæfu til að standa saman. Sameinaðir sigrum við, sameinaðir getum við haft þá forystu í heilbrigðismálum, sem okkur ber að hafa. (K.B.) Skýrslur nefnda Skýrslu Námskeiðs- ogfrceðslunefndar. Starf nefndarinnar hefur staðið með blóma sl. ár. Nokkur mannaskipti hafa orðið í nefndinni, en hana skipa nú: Pétur Lúðvigsson, for- maður, Sveinn Magnússon, ritari, Haraldur Briem, Jóhann Ág. Sigurðsson og Magnús Jóhannsson. Viðamesta verkefni nefndarinnar á árinu var undirbúningur haustnámskeiðs, sem hald- ið var dagana 26.-28. sept. 1984. Fjallað var um geðsjúkdóma, smitsjúkdóma og ýmsar nýjungar í læknisfræði. Þátttaka var góð. Námskeiðið sóttu milli 80 og 90 læknar. Það sem af er starfsárinu, hefur nefndin undirbúið fjóra fræðslufundi og í janúar var haldið málþing um bólusetningu. Aðsókn að þessum fundum var ærið misjöfn, en einn auglýstan fræðslufund varð að fella niður vegna lélegrar þátttöku. Af næstu fundum á vegum nefndarinnar má nefna málþing í lok marz um útgjöld og sparnað í heilbrigðiskerf- inu og kvöldfund um herpesveirusýkingar í byrjun maí. Þá er hafinn undirbúningur haustnámskeiðs, sem haldið verður dagana 23.-29. september í tengslum við aðalfund L.í. Nefndin hefur á árinu veitt fjárstuðning vegna ferða og uppihalds innlendra og er- lendra fyrirlesara á vegum svæðafélaga og sér- greinafélaga eins og undanfarin ár. Þannig mun nefndin á næstunni styðja námstefnur um brjóstkrabbamein og framhaldsnám í geðlækningum og námskeið um grundvallar- atriði í ónæmisfræði og mólekuler erfða- fræði. Að tilhlutan Fræðslunefndar hafa L.í. og L.R. nú fest kaup á færanlegum básum, sem skapa munu aðstöðu til spjaldsýninga (»post- ers«) á haustnámskeiði, og einnig bæta aðstöðu lyfja- og áhaldasýnenda á haustþing- um til mikilla muna. (P.L.) Skýrsia Or/ofsnefndar. íbúð læknafélag- anna á Akureyri og orlofshúsin i Brekkuskógi hafa verið læknum til mikils gagns og gam- ans. Nýting hefur ætíð verið góð að sumri, en lakari að vetrinum einkum í Brekkuskógi. í snjóleysinu í vetur hafa þó nokkir brugðið sér austur, en svæðið er kjörið til skíðagöngu- ferða. Aðstaða hefur öll batnað í Brekku- skógi, gufubaðið er komið í fulla notkun og verið er að ljúka við byggingu þjónustu- miðstöðvar. Nokkrar umræður hafa orðið um það, hvort Orlofsnefnd sé heimilt að leigja út íbúðina á Akureyri til lækna, sem eru þar við vinnu. Þegar sérstaklega stendur á, telur Orlofsnefnd réttlætanlegt að leigja íbúðina sama aðila í, allt að 4 vikur samfellt, sam-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.