Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1985, Síða 65

Læknablaðið - 15.05.1985, Síða 65
LÆKNABLAÐIÐ 157 kvæmt greinargerð í Fréttabréfi lækna nr. 12, 1984. Engin ákvörðun hefur verið tekin um kaup á fleiri orlofshúsum, en aðalfundur Lækna- félags íslands 1983 ályktaði, að næsta fjár- festing Orlofsnefndar yrði kaup á íbúð í Reykjavík. Telur Orlofsnefnd ekki enn vera fjárhagslegan grundvöll fyrir þessu. (J.S.) Skýrsla samninganefndar heimilislcekna utan heilsugœzlustöðva. Samningur heimilislækna frá 10. apríl 1984 rann út 31. desember 1984. Á þeim tíma var frestað gildistöku laga um heilbrigðisþjónustu, þ.e. þess ákvæðis, sem kveður á um, að opinberar heilsugæzlu- stöðvar skuli risnar um land allt. Frestunin var til 31. des. 1985. Samninganefnd var skipuð í lok nóvember, og skipa hana Sveinn Magnússon, formaður, Guðmundur Elíasson, Haukur S. Magnús- son, Jón Bjarni Þorsteinsson og Sigurður Sigurðsson. Samningaviðræður við T.R. hófust um 20. des. 1984, og eru helztu kröfur um bætta rekstrarmöguleika læknastofa, möguleikar til námsferða bættir, lífeyris- sjóður bættur, aldurs- og starfsreynsluþrep á mánaðargjald. Gert er ráð fyrir áframhald- andi notkun gjaldskrár heilsugæzlulækna, en samningur um hana rann út 28. febrúar 1984, og er búið að vísa málinu til gerðardóms. Einnig er gert ráð fyrir, að ákvæði um bæjarvakt verði felld út og gerð að sérstökum samningi, sem yrði að vera frágenginn fyrir 1. júní 1985. Haldnir hafa verið margir fundir með T.R. og ýmis atriði þokast í rétta átt og samnings- aðilar farnir að nálgast í mörgu. Of snemmt er hins vegar að segja til um árangur, og einnig er ljóst, að þrjú atriði verða óljós í samningnum, ef undir hann yrði ritað fljótlega: 1. Mánaðargjald fer eftir útkomu sérkjara- samnings heilsugæzlulækna, sem eru i B.H.M. 2. Gjaldskrá er búið að vísa í gerðardóm. 3. Ósamið yrði um vaktir. Að sjálfsögðu verður ekki samþykkt, að frágangur þessara þriggja atriða dragist fram yfir 1. júní n.k., og útkoman úr þeim mun væntanlega hafa mikil áhrif á uppsagnir margra heimilislækna, þótt þær séu samn- inganefndinni óviðkomandi, en þær munu taka gildi 1. júní 1985 (S.M.) Kjaramál heimilislœkna. Þann 29. septem- ber 1984 héldu heimilislæknar kjara- málaráðstefnu. Þegar menn höfðu kannað ýmsar aðferðir til að knýja á um bætt launakjör, varð ljóst, að uppsagnir væru það neyðarúrræði, sem flestir sættu sig við. Hér er ekki verið að ræða um uppsagnir sem skyndihjálp í vonlítilli kjarabaráttu, held- ur lokaákvörðun manna, sem sætta sig ekki lengur við óbreytt ástand. Uppsagnir voru lagðar fram 11. febrúar 1985. Gjaldskrársamningur. Frá 1974 hefur tvivegis tekist að ná samkomulagi við Trygg- ingastofnun ríkisins um gjaldskrá heilsu- gæzlulækna, þ.e. 1979 og 1983. Síðasti samn- ingur rann út 1. marz 1984, og enn hafa samn- ingar ekki náðst. Þessi staðreynd segir alla þá sögu, sem hér þarf að koma fram. Nú hefur verið ákveðið að leggja þetta mál fyrir gerðardóm. Sérkjarasamningur fastráðina lcekna. Sér- kjarasamningur fastráðinna lækna hefur vesl- ast undanfarin ár á sama hátt og kjör annarra háskólamenntaðra í þjónustu ríkisins. Viðræður hafa ekki borið neinn árangur til þessa. Þetta mál lendir sennilega fyrir Kjara- dómi bráðlega. Verið er að undirbúa mál- flutning. (G.I.G.) Skýrslasamninganefndarsérfrœðingautan sjúkrahúsa. Þann 1. apríl tók gildi nýr samningur T.R. og S.R. Samkvæmt þessum samningi voru tilvísanir, sem greiðsluheimild, lagðar niður til reynslu í eitt ár. Sérfræðingar fengu rétt til uppsagna með þriggja mánaða fyrirvara. Einnig var ákvæði í þessum samn- ingi um, að gjaldskrá sérfræðinga yrði endurskoðuð og því lokið innan níu mánaða. Breyting varð á greiðslum fyrir viðtöl að ósk viðsemjenda. Tekin voru meðaltalsviðtöl við hinar ýmsu sérgreinar og einingarfjöldi reiknaður í samræmi við það, sem verið hafði árið á undan. Samninganefndin hefur síðan haldið fjölda funda með fulltrúum hinna ýmsu sérgreina og fulltrúum T.R. og S.R. um endurskoðun gjaldskrár, og hefur því verki miðað seint. Samkomulag er um, að gjaldskráin skuli miðuð við störf sérfræðinga utan sjúkrahúsa, en annar vinnuhópur var tilnefndur til að vinna að gjaldskrá fyrir sérfræðinga á sjúkrahúsum. Vonir standa til þess, að þessari endur- skoðun ljúki í marz 1985, en væntanleg gjaldskrá mun gilda frá síðustu áramótum. (H.J.)

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.