Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.1985, Side 66

Læknablaðið - 15.05.1985, Side 66
158 LÆKNABLAÐIÐ Skýrsla samninganefndar sjúkrahúslœkna. Samninganefndir undirbjuggu kröfugerö fyr- ir væntanlega samninga sjúkrahúslækna ven- jubundið í desembermánuði. Var hún kynnt og samþykkt á fundi L.R. og L.Í., sem haldinn var á Borgarspítala milli jóla og nýjárs. Segja má, að hún hafi verið í hefðbundnu formi, þar sem ekkert hefur áunnist á und- anförnum árum og því að mestu um endur- tekningar á kröfum að ræða. Ekki hafa heldur sést nein teikn á lofti um, að breyttrar afstöðu sé að vænta hjá viðsemjendum okkar, nema síður sé. Haldnirhafaveriðtveirfundirmeðviðsemj- endum, en sem vænta mátti gerðist fremur fátt markvert þar, og var ákveðið að fresta frekari viðræðum, unz línur skýrðust í sér- kjarasamningum aðildarfélaga B.H.M. Að óbreyttri samningstækni sjúkrahús- lækna má vænta svipaðrar niðurstöðu úr þessum samningum og áður, þ.e. launahækk- ana svarandi til þeirra, sem verða almennt í þjóðfélaginu, en varla leiðréttingar, hvað varðar sérkröfur. Óski sjúkrahúslæknar að bæta hag sinn svo einhverju nemi, þurfa þeir að grípa til þeirra ráða, sem knýja viðsemjendur okkar til raunverulegra samninga. Hver þau eru, vita allir. (J.N.) Útgáfustarfsemi Útgáfustarfsemi á vegum læknafélaganna var hefðbundin á síðasta starfsári. Út koma reglulega Læknablaðið, Fréttabréf lækna og árleg Handbók lækna. í smíðum er læknis- fræðileg orðabók. Annast það verkefni sérstök nefnd, orðanefnd L.í. og L.R. undir forsæti Arnar Bjarnasonar. Framundan er að ræða fjármögnunarleiðir tilraunaútgáfu fyrsta hluta orðabókarinnar, sem senn er tilbúinn. Sú breyting hefur orðið á ritstjórn Frétta- bréfs lækna, að Birna Þórðardóttir tók eftir áramótin við starfi Jóhannesar Tómassonar sem ritstjóri þess. (J.T.)

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.