Læknablaðið - 15.08.1986, Qupperneq 5
LÆKNABLAÐIÐ
151
LÆKNABLAÐIÐ
THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL
Læknafélag íslands og
H Læknafélag Reykjavíkur
LRl
| ■ 9|o Q |
72.ÁRG. - 15. ÁGÚST 1986
ÓMSKOÐANIR í ÍSLANDI
Rúmur áratugur er liðinn síðan sónarskoð-
anir eða ómskoðanir, eins og nú er gjarnan
farið að nefna þessa greiningartækni, hófust
hér á landi á kvennadeild Landspítalans.
Sonar er skammstöfun á »Sound Naviga-
tion and Ranging«. Rannsóknin er oftast
kölluð »ultrasound«, en einnig wsonograp-
hy« eða »echography«, sem höfðar til
bergmáls, »echo«, endurómunar og af því er
leitt orðið ómskoðun. Orðið er stutt og lag-
gott, einkum í samsettum orðum, eins og
ómsjá, ómskjár, ómríkur eða ómsnauður.
Ómi er skáldskaparheiti á Óðni, höfðar til
raddar guðanna og því sæmir að kalla óma,
lækninn sem óminn greinir.
Mjög miklar tækniframfarir hafa orðið á
þessu sviði á þeim tíma sem liðinn er síðan
ómskoðanir hófust. Tækin eru minni og
meðfærilegri. Frumatriði um notkun þeirra
eru tiltölulega auðlærð. Myndgæði eru orðin
mikil með góðri upplausn og gráma, auk
hreyfitækni í myndgerð (kviksneiðar, real-
time). Miðað við B-sjónunar-tæki fyrri ára
er notkunarsviðið nú mun víðara og grein-
ingarmöguleikar margfaldir. Greining sjúk-
dómsástands í ýmsum kviðarholsliffærum,
svo sem lifur, gallvegum, brisi og þvagveg-
um, hefur orðið nákvæmari. Nýir möguleik-
ar hafa opnast með ómmiðuðum ástungu-
aðferðum og ómskoðun með Doppler-
tækni til að meta blóðflæði. Notagildi í
hjartasjúkdómum, skjaldkirtils-, augn- og
nefholsmeinum, svo og í grindarholi er vel
þekkt. Á sviði nýburafræði er ómskoðun
beitt í vaxandi mæli við leit að heilablæð-
ingu, víkkuðum heilahólfum og vanskapnaði
heila. Langmest er þó notkun ómrannsókna
við skoðun á burði þungaðra kvenna. Um 8
til 9 þúsund slíkar skoðanir eru nú gerðar
árlega á fslandi. Nær allar þungaðar konur
fara einu sinni eða oftar í ómskoðun á
meðgöngunni og er það við þær skoðanir,
sem flestir hafa kynnst ómskoðunum.
Sýnt hefur verið fram á það, að fari konur
í ómskoðun á fyrri hluta meðgöngu verður
ráðgjöf og meðhöndlun á meðgöngu mark-
vissari, með jákvæðum áhrifum í þá átt að
draga úr veikindum og dauða á burðarmáls-
og nýburatímanum. Þetta verður vegna
miklu nákvæmari vitneskju um með-
göngulengd, um fleirbura og fylgjustaðsetn-
ingu og vegna tímanlegri greiningar skapnað-
argalla (2, 3, 4, 5, 6).
Á 25 ára timabili hafa engin óæskileg áhrif
af ómun fundist á liffærastarfsemi, vöxt,
þroska eða hegðun dýra, barna eða full-
orðinna manna né heldur á litninga, kjarna
sýruefnaskipti, kynkirtla eða æxlismyndanir
í frumum, dýrum eða mönnum (4, 7).
Enda þótt í nýlegu bandarísku nefndaráliti
(4) hafi menn ekki treyst sér til að mæla með
þessum skoðunum sem venjubundinni rann-
sókn í eftirliti (routine), þá voru ábendingar
um skoðun svo margar, alls 28, að vart er
nokkur þunguð kona sem ekki er ástæða til
að ómskoða. í Evrópu hefur víða verið mælt
með ómskoðunum hjá öllum konum og í
Vestur-Þýskalandi hafa tryggingafélög gert
ráð fyrir tveimur skoðunum á meðgöngu,
fyrir 20. viku og á síðasta þriðjungi
meðgöngu (7).
Rannsóknir þar sem hending ræður vali í
hópa (randomisation), hafa ekki sýnt svo
óyggjandi sé, að almenn skoðun á síðasta
þriðjungi meðgöngu leiði til betri greiningar
á vaxtarseinkun fósturs (2, 4), en formgallar
hafa verið á slikum rannsóknum og spurn-
ingunni um gagnsemi slíkra venjurannsókna
á síðasta þriðjungi meðgöngu er því ósvarað.
Hér á landi ætti að vera hægt að leggja lóð
á þá vogarskál.
Hvernig á að vinna að ómskoðunum á
íslandi? Hvar á að skoða, hvernig á að
skoða, hverja á að skoða og hve oft? Hvað
á að skoða á hverjum stað? Hvert á að senda
vandasöm úrlausnarefni og hvernig á að
meta árangur starfseminnar?
Svörin eru ekki einföld, en ljóst má vera,
að einhvers konar skipulag er nauðsynlegt,
bæði hvað varðar staðsetningu og val tækja
og kunnáttu þeirra, sem með þau fara.