Læknablaðið - 15.08.1986, Page 8
154
LÆKNABLAÐIÐ
SIÐANEFNDARÚRSKURÐUR BIRTUR
«
Hinn 3. apríl 1986 afhenti Jón K. Jóhanns-
son læknir undirrituðum afrit af bréfi sínu,
dagsettu sama dag, til Læknafélags íslands.
í bréfinu dregur Jón til baka áfrýjun til
Gerðardóms Codex Ethicus Læknafélags
íslands á úrskurði siðanefndar Læknafélags
íslands um skrif Jóns K. Jóhannssonar til
heilbrigðismálaráðherra 7. júní og 17. sep-
tember 1984, samanber Læknablaðið 1985;
71:391, þar sem er að finna dómsorðin í máli
þessu. Jón óskar eftir því, að bréf hans verði
birt í Læknablaðinu. í framhaldi af því var
ljósrit af bréfinu sent hlutaðeigandi aðilum
og þeim gefinn kostur á að gera athuga-
semdir.
Ólafur Jónsson læknir óskaði ekki eftir að
tjá sig um málið.
Ráðuneytisstjóri heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneytisins svo og landlæknir
kváðust ekkert hafa um málið að segja.
Formaður Gerðardóms tilkynnti undirrit-
uðum, að dómurinn myndi taka til greina
ósk Jóns um að draga áfrýjun sína til baka.
Athugasemdir Páls Þórðarsonar fram-
kvæmdastjóra læknafélaganna fara hér á
eftir.
í samræmi við óskir Jóns K. Jóhannssonar
birtast síðan bréf hans til L.í. 03.03.1986 og
úrskurður siðanefndar L.í. 05.03.1985.
Að lokum skal minnt á, að fyrir liggur
ávörðun stjórnar L.í. um, að eftirleiðis skuli
úskurðir siðanefndar félagsins birtir sérstak-
lega i Fréttabréfi lækna. öb.
Athugasemdir
í ársskýrslu Læknafélags íslands fyrir
starfsárið 1984-1985, sem lögð var fyrir
aðalfund félagsins í september 1985 og síðan
birt í 9.tbl. Læknablaðsins sama ár, er m.a.
smákafli um siðanefnd L.í.
í samræmi við þá venju, sem skapast hefur
frá því að siðanefnd var stofnuð árið 1978,
er skýrt stuttlega frá málavöxtum þeirra
ágreiningsefna, sem nefndin hefur fjallað
um, en úrskurðarorð hafa verið birt orðrétt.
í máli þvi, sem hér um ræðir, var sami
háttur á hafður og tel ég að við samanburð
á úrdrættinum sem birtist í tilvitnaðri árs-
skýrslu (í Læknablaðinu) og dóminum í heild
komi í ljós að engu hefur verið sleppt þar,
sem máli skiptir.
í bréfi Jóns koma hins vegar fram atriði,
sem hvorki koma fram í gögnum siðanefnd-
ar, né í niðurstöðum hennar. P.Þ.
Til Læknafálags íslands
c/o Páll Þórðarson, framkvæmdastjóri
Vegna frásagnar á bls. 313 í 9.tbl. Lækna-
blaðsins dags. 15. nóv. 1985 um úrskurð
Siðanefndar L.í. i klögumáli Ólafs Jóns-
sonar, trúnaðarlæknis Félags ísl. atvinnu-
flugmanna (FÍA) á mig, vantar nokkrar stað-
reyndir sem varpa skýrara ljósi á málið og
óska ég því birtingar í Læknablaðinu á eftir-
farandi, svo kollegar geti betur áttað sig á
málavöxtum.
Aðdragandi þessa máls er sá, að í mai 1984
áttu flugmenn í kjaradeilu við Flugleiðir h.f.
og þann 18.5. 1984 tilkynntu 28 flugmenn sig
veika, en þeir hinir sömu áttu einmitt að
fljúga samkvæmt áætlun þann dag og féll
allt flug niður af þessum sökum. Stjórn
Flugleiða h.f. óskaði þá eftir læknisvott-
orðum vegna þessara fjarvista og bárust átta
vottorð frá jafnmörgum læknum. Þáverandi
samgönguráðherra, Matthías Bjarnason,
sem jafnframt var ráðherra heilbrigðismála,
óskaði þess þá við mig sem trúnaðarlækni
Flugleiða h.f. að ég tæki þessi vottorð saman
og sendi sér, hvað ég gerði ásamt bréfi, sem
birt er orðrétt í ofannefndu tölublaði Lækna-
blaðsins.
Ólafur Jónsson, trúnaðarlæknir flug-
manna (FÍA) er sá eini sem kvartar yfir um
mælum mínum til ráðherra um »pöntuð
tækifærisvottorð« flugmanna í kjaradeilu.
Rétt er að ég hafði ekki samband við Ólaf,
en orðrétt hljóðar vottorð hans svo: