Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.08.1986, Qupperneq 13

Læknablaðið - 15.08.1986, Qupperneq 13
LÆKNABLAÐIÐ 1986; 72: 157-63 157 Jóhannes Guðmundsson1), Raymond W. Ryan2), Hannes Þórarinsson3), Richard C. Tilton2), Sigurður S. Magnússon1), Irene Kwasnik2), Ólafur Steingrímsson4) GREINING KLAMYDÍASÝKINGA MEÐ ENSÍMMÓTEFNAAÐFERÐ (CHLAMYDIAZYME) INNGANGUR Chlamydía trachomatis veldur ýmsum sjúk- dómum og sjúkdómsmyndum, svo sem aug- nyrju (trachoma), eitlafári (lymphogranulo- ma venereum), þvagrásarbólgu, legháls- bólgu, eggjaleiðárabólgu og slímhúðar- bólgum í augum hjá fullorðnum. Einnig getur hún valdið lungnasýkingum og augn- sýkingum hjá nýburum, sem fæðast um sýktan fæðingarveg (1). Ljóst er orðið að klamydiusýkingar eru nú algengasti kyn- sjúkdómur á íslandi (2, 3). Ræktanir fyrir Chlamydia trachomatis hafa verið gerðar á sýklarannsóknadeild Landspítalans síðan í árslok 1981 og hefur bæði fjöldi innsendra og jákvæðra sýna stöðugt aukist. Ræktanir hafa þá ókosti, að þær taka langan tíma og einnig nýtast þær illa þeim, sem búa fjarri rannsóknastofunni, vegna þess hve sýnin eru viðkvæm í flutningi (4). Á síðustu árum hafa komið fram nýjar aðferðir, sem gefa mun skjótari svör og henta mun betur, þegar senda þarf sýnin langan veg til rannsóknastofunnar. Hér er um að ræða aðferðir, þar sem beitt er ein- stofna mótefnum, til greininga á kla- mydíasýkingum. Annars vegar er úm að ræða beina flúrskoðun (direct fluorescent microscopy) (5,6) og hins vegar er um að ræða ensím-mótefnarannsókn (EIA, enzyme immunoassay), sem hefur þá yfirburði að henta vel til notkunar með sjálfvirkum tækjum. Síðari aðferðin kom fyrst fram í tilraunaformi (7-9), en hefur nú verið sett á markað endurbætt og er eftirfar- andi rannsókn gerð til að bera hana endur- bætta saman við ræktun. Frá 1) kvennadeild Landspítalans, Reykjavík, 2) University of Connecticut School of Medicine, Farmington, Connecticut, 3) húð- og kynsjúkdómadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur, 4) sýklarannsóknadeild Landspítalans. Barst ritstjórn 24/02/ 1986. Samþykkt og sent í prentsmiðju 26/02/1986. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Sjúklingar. í lok ársins 1984 og byrjun ársins 1985 voru rannsakaðir þrír hópar sjúklinga, sem voru mislíklegir til að hafa sam- ræðissjúkdóma. í einum hópnum voru einstaklingar, sem leituðu til húð- og kynsjúkdómadeildar heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur og voru grunaðir um að vera haldnir kynsjúkdómi. Þeir höfðu ýmist einkenni um slíka sjúkdóma eða voru einkennalausir rekkju- nautar sýktra einstaklinga. í öðrum hópi voru sjúklingar, sem leituðu til kvennadeildar Landspítalans vegna ein- kenna svo sem kviðverkja eða útferðar, en voru ekki sérstaklega grunaðir um að vera haldnir kynsjúkdómi. í þriðja hópnum voru einkennalausar þungaðar konur, sem ekki voru grunaðar um kynsjúkdóma. Flestar komu til almennrar mæðraskoðunar, en einnig voru rannsak- aðar konur, sem komu vegna fósturláta eða til fóstureyðinga. Sy'natökur og flutningur syna. Sýni til rækt- ana á N. gonorrhoeae og C. trachomatis voru tekin og meðhöndluð á sýklarann- sóknadeild Landspítalans eins áður hefur verið lýst (2). Sýni fyrir ensímmótefna- rannsókn (Chlamydiazyme) voru tekin með sýnatökusettum, sem fengin voru frá Abbott Laboratories (STDPEN fyrir karla og STD- EZE fyrir konur). í þeim voru bómullar- pinnar og efni til þess að halda sýnun- um óskemmdum í flutningi. Sýnin voru allt- af tekin í sömu röð, með tveim undantekn- ingum. Fyrsta sýnið var tekið til klamy- díuræktunar, annað fyrir ensímmótefna- rannsókn (Chlamydiazyme) og þriðja til lekandaræktunar. Undantekningarnar voru, að ef sjúklingur hafði útferð, var útferðin tekin fyrst til Iek-

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.