Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1986, Síða 19

Læknablaðið - 15.08.1986, Síða 19
LÆKNABLAÐIÐ 161 Table XI. Results in relation to age and marital status. Unmarried Cohabiting Married Women with <24 S25 <24 >25 <24 £25 Chlamydia . .. . 55 (35%) 5 (14%) 8 (11%) 4 (7%) 1 (2%) 1 (0.6%) Gonorrhoea .... 27 (17%) 3 (9%) 4 (6%) 1 (2%) - 1 (0.6%) False positive Chlamydiazyme False negative ... . 8 (5%) 5 (14%) 4 (7%) 7 (13%) - 13 (8%) Chlamydiazyme . ... 2(1%) 1 (3%) - - - Number of patients 158 35 71 55 45 170 Table XII. Results in relation to age and marital status. Unmarried Married or cohabiting Men with <24 >25 <24 £25 Chlamydia 54 (44%) 20 (30%) 15 (44%) 11 (29%) Gonorrhoea 21 (17%) 12 (18%) 7 (21%) 4 (11%) False positive Chlamydiazyme 3 (2%) 1 (3%) 1 (3%) 0 False negative Chlamydiazyme 10 (7%) 8 (12%) 4 (12%) 6 (16%) Number of patients 124 66 34 38 ræktun hjá 12 einkennalausum körlum, með falskneikvætt Chlamydiazyme, var meðalfjöldi sýktra fruma við ræktun 10.2 (3-16), en eru venjulega um eða yfir 200 við ræktun, sem telst hvelljákvæð. Mörg falskjákvæð Chlamydiazyme valda því að rannsóknin virðist óheppileg til skim- unar (screening) hjá einkennalausu fólki. Annað mál er, að sú spurning vaknar, hvort í raun sé um falskjákvæð Chlamydiazyme að ræða en ekki falskneikvæðar ræktanir. Það, að tæpur helmingur falskjákvæðra Chlamy- diazyme-sýna (tafla VII) var einnig jákvæður við flúrskoðun, bendir eindregið til að svo geti verið. Því er líklega réttast að hafa »falsk jákvæð Chlamydiazyme« innan gæsa- lappa. Ekki er ljóst hvers vegna meira gæti verið um falskneikvæðar ræktanir að ræða hjá einkennalausum einstaklingum, en sjúklingum. Hugsanlegt er, að 'hér sé um að ræða einstaklinga, sem hafi verið sýktir lengi og séu um það bil að vinna bug á sjúkdómnum. Mögulegt er að bakteríufrum- ur séu drepnar jafnóðum og þær koma út úr frumum, sem þær hafa sýkt, og vaxi því ekki við ræktun. Með ónæmisfræðilegum rannsóknaraðferðum má aftur á móti finna mótefnavæki af yfirborði dauðra baktería. Það styður einnig þessa tilgátu að tæpur helmingur sjúklinga, sem höfðu »falsk- jákvæð Chlamydiazyme« höfðu sögu um fyrri klamydíusýkingar eða eggjaleiða- rabólgur. Aldursdreifing sjúklinga með kla- mydíusýkingar bendir einnig til þess að margir sjúklingar læknist af sjálfu sér (2) og einstaklingar með »falskjákvæð Chlamydia- zyme« reyndust vera eldri (mynd 1) en sjúklingar, sem greindust með klamydíu- sýkingar. Meðalaldur sjúklinga, sem klamydíusýking greindist hjá var 22.5 ár, en meðalaldur þeirra, sem höfðu »falskjákvæð Chlamydiazyme-próf« var 27.1 ár (t-test: p< 0.005). Ef fjöldi »falskjákvæðra prófa« hjá ungum konum með lága tíðni sýkinga (giftar <25 ára, tafla X) er borin saman við fjölda hjá eldri konum með háa tíðni (ógiftar <25 ára), er verulegur munur (Chi-square: p< 0.001) og styður það einnig tilgátuna. Nær allar konurnar, sem skimað var hjá, voru þungaðar, en ekki var ljóst hvort wfalskjákvæð Chlamydiazyme« voru algeng- ari hjá þunguðum konum en öðrum vegna þess að viðmiðunarhóp vantar. Vitað er að þungun veldur ónæmisbælingu (11), og sú spurning vaknar hvort hér geti verið um að ræða uppvakningu á leyndri (latent) sýkingu svipað og lýst hefur verið við ákveðnar veiru- sýkingar (12). Hugsanlegt er að þungunin valdi auknum útskilnaði á mótefnavækjum, sem ónæmisrannsóknin nemur, án þess að

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar: 6. tölublað (15.08.1986)
https://timarit.is/issue/364431

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

6. tölublað (15.08.1986)

Gongd: