Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1986, Síða 29

Læknablaðið - 15.08.1986, Síða 29
LÆKNABLAÐIÐ 1986; 72: 167-9 167 Jakob Kristinsson'), Þorkell Jóhannesson'), Hörður Þormar2) ÁKVÖRÐUN Á FLÚORÍÐI í PLASMA Flúor er eitt af algengustu frumefnum í jarðskorpunni. Það kemur ætíð fyrir í efna- samböndum, en aldrei eitt sér. Öll fæða og drykkjarvatn inniheldur flúor að einhverju marki. Vitað er, að í mönnum er samhengi milli flúortekju úr fæðu og drykkjarvatni og þéttni flúoríðs í blóði. Okkur er þó ekki kunnugt um, að nokkuð hafi verið birt um þéttni flúoríðs í blóði íslendinga. Natríum- flúoríð er enn fremur notað í töfluformi til þess að varna tannátu og eru slíkar töflur hér á markaði. Ekkert virðist hafa verið birt um frásog flúoríðs úr þessum töflum. Hér verður greint frá ákvörðunum á flúoríði í blóðplasma og frumathugun á frásogi flúoríðs úr natríumflúoríðtöflum. Rannsóknir þessar voru gerðar árin 1984 og 1985 og voru að hluta unnar í samráði við Ólaf Höskuldsson, lektor við tannlækna- deild Háskóla fslands. AÐFERÐIR OG EFNIVIÐUR Taka blóðsyna. Blóðsýni (5 ml) voru dregin úr bláæð í olnbogabót. Var þeim safnað í plastglös, sem innihéldu einn dropa af he- paríni (25000 IE/ml Leo). Sýnin voru því næst skilin, plasmað dregið ofan af og sett í sýnaglös úr plasti. Plasma var geymt í frysti (-20°) þar til mæling fór fram. Öll plastglös, sem notuð voru undir blóð eða plasma, voru skoluð fyrir notkun, fyrst einu sinni úr 35% perklórsýru og síðan nokkrum sinnum úr tvíeimuðu vatni. Tilraun I: Athugun á flúoríðþéttni í blóði hjá 12 ein- stak/ingum. í tilrauninni tóku þátt 11 karlar og 1 kona á aldrinum 22 til 28 ára (tannlæknastúdentar við Háskóla íslands, búsettir í Reykjavik og Frá 1) Rannsóknastofu í lyfjafræði og 2) Iðntæknistofnun íslands. Barst ritstjórn 21/03/1986. Samþykkt 22/04/1986. Sent í prentsmiðju 30/04/1986. nágrenni). Tekin voru þrjú blóðsýni úr hverjum. Fyrsta sýnið var tekið að morgni, klukkan 8-8:30. Höfðu tilraunaþolar þá ekki neytt matar frá því kvöldið áður. Næsta blóðsýni var tekið á hádegi. Höfðu þá allir nema einn borðað einhvern morgunverð frá því fyrsta blóðsýnið var tekið. Allir neyttu einhvers hádegisverðar skömmu eftir aðra blóðtökuna. Þriðja blóðsýnið var tekið síðdegis milli klukkan 15 og 16. Höfðu til- raunaþolar þá einskis neytt frá hádegisverði. Úr sýnunum þremur var reiknuð meðalþéttni flúors í plasma hvers einstaklings fyrir sig. Tilraun II: Frásog flúoríðs úr natríumflúoríðstöflum. í tilrauninni tóku þátt sex karlar á aldrinum 22 til 28 ára (tannlæknastúdentar, eins og áður). Tilrauninni var skipt á tvo daga. Fyrri dagur: Tekin voru þrjú blóðsýni úr hverjum þátttakanda. Fyrsta blóðsýnið var dregið klukkan átta að morgni og höfðu þátttakendurnir þá ekki borðað frá því kvöldið áður. Annað blóðsýnið var dregið á hádegi og að því loknu neyttu allir sams- konar hádegisverðar. Þriðja sýnið var tek- ið klukkan 16 og höfðu menn þá ekki bragð- að mat frá því þeir snæddu hádegisverð. Síðari dagur: Þátttakendur höfðu, eins og daginn áður, fastað frá fyrra kvöldi. Úr þremur voru tekin blóðsýni, á sama tíma og daginn áður þ.e. klukkan 8, 12 og 16, og voru þau notuð til samanburðar við frásogs- tilraunina. Úr hinum þremur var tekið blóðsýni klukkan átta um morguninn. Strax að því loknu, tóku þeir sex natríum- flúoríðtöflur (Flúor 0,25 mg, tabl. Stefán Thorarensen h.f.), sem samsvarar 1,5 mg af flúor (F-). Blóðsýni voru síðan dregin klukk- an 8:30, 9, 9:30, 10, 11, 12, 14, 16 og 18. Allir þátttakendur, sex að tölu, borðuðu samskonar hádegisverð milli 12 og 13 og borðuðu síðan ekkert fyrr en eftir klukkan 16.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.