Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1986, Síða 30

Læknablaðið - 15.08.1986, Síða 30
168 LÆKNABLAÐIÐ Ákvörðun á flúoríði t plasma: Við ákvörðun á flúoríðþéttni í sýnunum var notuð aðferð, sem lýst hefur verið af Fuchs, o.fl. (1), með lítils háttar breytingum. Við ákvarðanir á flúoríði var notað sérstakt flúoríðnæmt rafskaut (Orion 940900) tengt þar til gerðum spennumæli og sírita. Aðferðinni í heild verður lýst nánar annars staðar (2). NIÐURSTÖÐUR Tilraun I: Meðalþéttni flúoríðs í blóði til- raunaþola var á bilinu 5,9-19,9 ng/ml. Á mynd 1 er sýnd dreifing meðalgildanna eftir einstaklingum. Meðalþéttni alls hópsins var Number of individuals ng/ml F- Fig. 1. The distríbution of plasma fluoríde concentra- tion in 12 subjects living in Reykjavik and vicinity. The mean value for the group was 11.9 ng/ml ± 3.8 S.D. ng/ml F- Fig. 2. Absorption offluoride in 3 volunteers after in- gestion of 1.5 mg F- (six sodium fluoride tablets). The dotted line represents the average plasma fluoríde con- centration in the same subjects during eight hours (3 determinations) on the day before taking the tablets. The vertical bars represent the standard deviation. ll,9ng/ml ± 3,8 S.D. Hjá sjö einstaklingum sáust sveiflur í flúoríðþéttni á því tímabili, sem tilraunin stóð. Voru sveiflur þéssar á bilinu 20-50% frá meðalgildi og virtust koma tilviljunarkennt. Tilraun II: Samanlagðir frásogsferlar flúor- íðs hjá þeim einstaklingum sem tóku 1,5 mg af flúoríði í töfluformi eru sýndir á mynd 2. Þéttni flúoríðs í plasma áður en töflurnar voru teknar (0 punktur) var 15,4 ng/ml. Hæsta gildi á ferlinum, 55,5 ng/ml, fékkst eftir eina klukkustund. Eftir átta klukku- stundir var flúroíðþéttnin fallin niður í 14,0 ng/ml. Fyrri tilraunadaginn var meðalþéttni flúoríðs hjá þessum einstaklingum 14,1 ng/ ml og er hún merkt sem punktalína inn á myndina. Meðalþéttni flúoríðs í plasma ein- staklinganna þriggja, sem notaðir voru til samanburðar, var 14,0 ng/ml fyrri tilrauna- daginn en 17,7 ng/ml þann síðari. Var mis- munurinn ekki marktækur (p>0.05). UMRÆÐA Niðurstöður tilraunar I sýndu að þéttni flúoríðs í plasma var mjög mismunandi eftir einstaklingum (mynd 1). Þannig var meira en þrefaldur munur á hæsta og lægsta gildi. Einnig sáust allmiklar sveiflur í flúoríðþéttni sjö einstaklinga af tólf á því tímabili, sem tilraunin stóð (8 klst.). Eru niðurstöður okk- ar að þessu leyti mjög sambærilegar við niðurstöður annarra (3, 4). Sýnt hefur verið fram á, að jákvæð fylgni er á milli þéttni flúoríðs í neysluvatni og í blóði manna (4, 5). Niðurstöður okkar um þéttni flúoríðs í blóði eru svipaðar og fundist hafa, þar sem flúoríðþéttni neysluvatns er minni en 1 mg/1 (1 ppm) (4, 5). Flúoríðþéttni neysluvatns á Reykjavíkursvæðinu er 0,05 mg/1 ± 0,01 (6). Þar sem flúoríðþéttni neysluvatns er svo lítil, er líklegt að flúoríð í matvælum ráði mestu um flúoríðþéttni í blóði. Nýlegar rannsóknir á flúoríði í íslenskum matvælum og flúoríðtekju úr fæði (7) renna eindregið stoðum undir þá ályktun. Tilraun II sýndi, að frásog flúoríðs úr töflum var hratt og náði hámarki eftir eina klukkustund. Þéttni flúoríðs við upphaf og lok frásogstilraunar (síðari daginn, mynd 2) var mjög nálægt meðalþéttni flúoríðs í pla- sma tilraunaþola daginn á undan. Má því ætla að hún sýni eins konar jafnvægisgildi (steady state level) flúoríðs i plasma hjá

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.