Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.08.1986, Page 35

Læknablaðið - 15.08.1986, Page 35
LÆKNABLAÐIÐ 173 matomyositis). Hér er um bólgu að ræða í beinagrindarvöðvum og/eða húð, án merkja um það, að sýking liggi að baki. í vöðva- sýnum hafa fundist mótefni, en ekki hefur tekist að sýna fram á sambærileg mótefni í blóði. Hins vegar finnast þar gjarnan ó- næmisfléttur. Með blóðvatnsskiptum, ásamt ónæmisbælandi lyfjum, hefur fengist bati, bæði klínískt og samkvæmt vöðvariti (EMG) og mælingum á kreatín fosfókínasa (CPK), jafnvel hjá þeim sem ekki hafa svarað barksterameðferð (6). Sjúkdómur Refsums (Heredopathia atac- tica polyneuritiformis). Sjúkdómur þessi, sem stafar af aukinni fýtansýru (phytanic acid) í blóði, einkennist af fjöltaugabólgu, lithrörnun sjónhimnu (retinitis pigmentosa) og heyrnarskerðingu. Fýtansýran er bundin lípópróteinum blóðsins og því er ekki hægt að fjarlægja hana í gerfinýra. Blóðvatns- skipti hafa hins vegar reynst gagnleg, þegar mataræðismeðferð hefur reynst ófullnægj- andi. Þetta krefst hins vegar tíðra og rúmmálsmikilla blóðvatnsskipta (7). Fjöltaugabólga af óþekktum uppruna (idiopathic inflammatory poly- radiculoneu- ropathy). Orsök fjöltaugabólgu þessarar, sem oft fylgir í kjölfar sýkinga, er óþekkt. Blóðvatnsþættir, ónæmisfléttur eða mót- efni, eru taldir eiga þátt í að framkalla sjúkdóminn. Brettle og félagar reyndu því meðhöndlun með blóðvatnsskiptum árið 1978 (8). Jákvæð skýrsla þeirra varð til þess að margir fylgdu fordæmi þeirra. í Bergen hafa 7 sjúklingar gengist undir blóðvatns- skipti. Þrír höfðu heilkenni bráðrar fjöl- taugabólgu, kennt við Guillain og Barré. Vöðvaafl, húðskyn og öndunarhreyfingar bötnuðu greinilega hjá öllum eftir með- ferðina. Fjórir höfðu langvinnt eða endur- tekið form sjúkdómsins. Tveimur batnaði greinilega, einum lítillega, en einum ekkert. Þessi árangur verður að teljast góður, en sjúklingafjöldinn er of lítill, til að hægt sé að draga ákveðnar ályktanir af niðurstöðunum, því gangur sjúkdómsins er svo breytilegur. Hann er alla jafna góðkynja, með sjálfkrafa, stundum skyndilegum bata. í einstökum tilvikum er því erfitt að dæma um, hvort bati sé háður eða óháður meðferðinni og erfiðlega gengur að finna nothæfa saman- burðarhópa, t.d. þykir ekki réttlætanlegt að framkvæma »gerviblóðvatnsskipti«, þar sem sjúklingnum er skilað eigin blóðvatni. Þess vegna hefur víða verið farið út í rannsóknir með þátttöku margra stofnana, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Vonir manna um ótvíræðar niðurstöður hafa ekki ræst (9). Greint hefur verið frá allt frá engum og upp í verulegan árangur, þegar um hið bráða form sjúkdómsins er að ræða. Hlutverk blóðvatnsskipta er þannig ennþá óljóst. Höf- undi þykir þó réttlætanlegt að reyna þau, því barksterar eru gagnslausir (10) og áran- gur af öflugri ónæmisbælandi lyfjum vafa- samur (11). Betri árangur hefur náðst i langvinnari formum sjúkdómsins (12), en þar má hins vegar oft komast af með bark- stera (13). Heila- og mænusigg (sclerosis multiplex). Blóðvatnsþættir, svo sem ónæmisfléttur og mótefni gegn mýelíni, hafa fundist hjá sjúklingum með þennan sjúkdóm, enda þótt ekki hafi tekist að sýna ótvírætt fram á, að þeir orsaki einkennin. Blóðvatnsskipti hafa verið notuð í stórum stíl. Niðurstöðurnar hafa verið mjög mismunandi (6). Breytilegur gangur sjúkdómsins gerir að verkum að erfitt er að finna nothæfa samanburðarhópa. Framskyggnar rannsóknir með tilviljunar- kenndu úrtaki vantar. í Bergen tók ég þátt í meðferð heila- og mænusiggs með blóð- vatnsskiptum. Ekki tókst að sýna fram á greinilegan árangur. Að svo stöddu get ég ekki mælt með sli'kri meðferð, nema hugs- anlega sem lið í vel skipulögðum rann- sóknum í samvinnu margra aðila. Sjúkdómur Fabrys. Þessi sjaldgæfi sjúk- dómur einkennist af köstum með hita, höfuðverk, fiðringi/sviða í útlimum, helf- tarlömun og málstoli (aphasia), auk ein- kenna frá heilastofni og litla heila. Stund- um einnig nýrnabilun eða hjartabilun. Fram koma einkennandi rauðbrúnir, upphleyptir smáflekkir á bol, lærum og kynfærum. Orsök sjúkdómsins er söfnun seramíð tríhexósíðs víða í líkamanum, vegna meðfædds ensímgalla. Þetta efni er hægt að fjarlægja með blóðvatnsskiptum, en hefur reynist örðugt í framkvæmd, því það krefst mjög umfangsmikilla skiptinga (7). Hreyfitaugungasýki (motor neuron disea- se). Eitraðir blóðvatnsþættir eða þættir tengdir ónæmiskerfinu eru taldir eiga mik- ilvægan þátt í framköllun þessa sjúkdóms. Blóðvatnsskipti hafa því verið reynd, en öll um ber saman um að árangurinn sé enginn (6).

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.