Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.08.1986, Page 36

Læknablaðið - 15.08.1986, Page 36
174 LÆKNABLAÐIÐ Hœggeng heilaherslisbólga (subacute sclerosing panencephalitis). Meðferð þessa hrörnunarsjúkdóms í taugakerfinu (síðkom- inn fylgikvilli mislinga) hefur ekki borið árangur (6). Aðrir sjúkdómar Purpurasyki með segamyndun og blóðflögu- fœð (thrombotic thrombocytopenic purpu- ra). Sjúkdómur þessi einkennist af blóð- flögufæð, blóðrofi og segamyndum í smá- æðum og sveiflukenndum einkennum frá taugakerfi. Orsökin er óþekkt, en talið er að um sé að ræða mótefni gegn æðaþeli eða vöntun á blóðvatnsþætti, sem dregur úr samloðun blóðflagna eða á mikilvægan þátt í prostaglandínefnaskiptum og bæta mætti úr með blóðvatnsgjöf. Blóðvatnsskipti hafa alla vega reynst áhrifarík gegn þessum sjúkdómi, sem oft er banvænn (2, 14). Hér er sjálfsagt að nota blóðgjafablóðvatn sem skiptilausn. Waldenströmsveiki (macroglobulinemia). Hár styrkur IgM eykur verulega seigju blóðvatnsins. Þar sem 75% af IgM eru innan blóðrásarinnar eru blóðvatnsskipti mjög virk við þessum kvilla. Með reglubundnum blóðvatnsskiptum (á 2ja-4ra mánaða fresti) má halda sjúkdómnum í skefjum, þannig að hægt er að nota þau sem einu meðferð hjá eldri sjúklingum sem illa þola lyfjameðferð. Einnig má nota þau sem bráða meðferð við sjúkdómnum (14). Lyf/eiturefni. Unnt er að beita blóð- vatnsskiptum við eitrunum af völdum ýmissa lyfja og eiturefna, sem eru mjög bundin blóðvatnspróteinum (t.d. hjartaglýkósíð, prómasínlyf, Fenýlbútasón, illgresiseyðar) (2). Bruni. Eftir meiri háttar bruna á sér gjarnan stað ónæmisbæling, þannig að næmi gagnvart sýkingum eykst. Blóð- vatnsþáttum er kennt um bælingu eit- ilfrumna. Blóðvatnsskipti hafa reynst vel við að gæða eitilfrumurnar ónæmiseigin- leikum sínum að nýju (15). Útbreiddir rauðir úlfar (lupus erythema- tosus disseminatus). Margir sjúklingar illa haldnir af rauðum úlfum hafa svarað blóðvatnsskiptum kröftuglega, þótt öll önn- ur meðferðarform hafi áður reynst gagns- laus. Bati hefur sést í fjölbreytilegum sjúkdómsmyndum, svo sem í miðtaugakerfi, nýrum, lungum, blóði og húð. Hins vegar hefur ekki reynst sérlega vel að nota blóðvatnsskipti í vægari tilfellum, né að nota þau án samhliða barksterameðferðar. Verk- unarmynstrið er óljóst, en e.t.v. eru ónæm- isfléttur, T-eitilfrumubælandi þáttur eða mótefni gegn DNA eða forstigum blóðkorna fjarlægð (14). Mótefnamyndun gegn blóðkornum. Blóð- flögufæð af óþekktum uppruna (idio- pathic thrombocytopenic purpura) og sjálf- næmisblóðrofsgula (autoimmune hemolytic anemia) svara blóðvatnsskiptum oft vel, en í flestum tilfellum er hægt að bregðast við þessum vandamálum með einfaldari að- ferðum (14). Heilkenni Goodpastures einkennist af nyrnahnoðrabólgu og blóðhósta. Mótefni gegn nýrnahnoðraþekjunni er talið orsaka sjúkdóminn og mótefnamyndunin virðist tímabundin. Því þarf aðeins að verja nýrun í skamman tíma. Blóðvatnsskipti hafa því reynst vel, bæði við blæðingum í lungum og við þvagþurrð (oliguria). Hins vegar næst minni árangur þegar um algert þvagleysi (anuria) er að ræða (14). Hratt vaxandi nýrnahnoðrabólga án mót- efna gegn nýrnahnoðraþekjunni er talin or- sakast af ónæmisfléttum. Sjúkdómurinn gengur fljótt yfir og mörg tilfelli hafa svarað blóðvatnsskiptum vel, en venjulega duga einfaldari ráð (14). Höfnun nyrnaígrœðslu. Blóðvatnsskipti hafa reynst gagnleg viðbót við ónæmis- bælandi lyf, í því skyni að fjarlægja HLAmótefni og halda nýmyndun þeirra niðri, þahnig að takast megi að græða nýru í fólk (16). Blöðruútþot (pemphigus). Talið er að blöðrumyndunin stafi af mótefnum gegn grunnlagi húðarinnar. Sjúkdómurinn er venjulega meðhöndlaður með barksterum, en þeir duga ekki alltaf og hafa talsverðar hjáverkanir. Hefur þá stundum verið árang- ursríkt að grípa til blóðvatnsskipta (17). Ekki hefur verið sýnt fram á áhrif af öflugri ónæmisbælandi lyfjum. Arfgeng ofgnótt kólesteróls í blóði. Þessir sjúklingar hafa mjög hækkað kólesteról í blóði og lifa venjulega ekki langt fram á fullorðinsár. Blóðvatnsskipti ásamt nikót- ínsýruinntöku geta Iækkað kólesterólið um helming hjá sjúklingum með samerfðafor- mið. Hvort langtíma árangur næst, er enn

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.