Læknablaðið - 15.08.1986, Síða 37
LÆKNABLAÐIÐ
175
óljóst. Enn óljósara er um svörun sjúklinga
með arfblendingsformið (2).
Ofstarfsemi skjaldkirtils. Oftast nægir
hefðbundin meðferð við ofstarfsemi í
skjaldkirtli, jafnvel í svokallaðri kreppu
(thyroid crisis). Dugi hún ekki, má gripa til
blóðvatnsskipta, sem beinlínis fjarlæja
Þýroxín (i þessu ástandi er fjórðungur heild-
armagns Þýroxíns í blóðvatninu) (18).
Sykursyki. Blóðvatnsskiptum hefur verið
beitt með nokkrum árangri til að fjarlægja
mótefni gegn insúlínnemum, sem valda
insúlínhömlun (19), mótefni gegn Langer-
hanseyjum hjá börnum með insúlínháða syk-
ursýki (20) og í meðhöndlun sjónhimnu-
skemmda af völdum sykursýki (21). Þessi
meðferð er enn á tilraunastigi.
Liðagigt. Þar sem blóðvatnsskipti eru
tiltölulega dýr og flókin meðferð og hafa
aðeins haft óveruleg áhrif á liðagigt, þykir
ekki rétt að beita þeim við þessum sjúkdómi
(14). Bólgubreytingar í æðum samfara
liðagigt svara blóðvatnsskiptum þó betur
(22).
Alnæmi (A.I.D.S.). Sýnt hefur verið fram
á að flestir alnæmissjúklingar hafa blóð-
vatnsmótefni gegn eitilfrumum. Með blóð-
vatnsskiptum tókst að auka að marki
T4eitilfrumur, sem síðan smáfækkaði niður
í fyrra gildi á tveim vikum (23). Klínískt
notagildi þessa er enn óljóst.
Geðklofi (schizophrenia). Sumir telja að
sjúkdómurinn stafi af blóðvatnsþætti; sé
jafnvel sjálfnæmissjúkdómur. Blóðvatns-
skipti voru því reynd, en án árangurs (24).
LOKAORÐ
Blóðvatnsskipti eru tiltölulega dýr og flókin
meðferð og ekki hættulaus, þannig að vanda
verður val sjúklinganna. Sé rétt að málum
staðið er árangurinn hins vegar oft mjög
góður og kemur fljótt fram. Ýmsar aðferðir
eru tiltækar. Val tækjabúnaðar og skipti-
lausnar ræðst af aðstæðum á viðkomandi
sjúkrahúsi (blóðbanki, gerfinýra) og þeim
kvillum sem menn hyggjast meðhöndla.
Skipta má þeim sjúkdómum sem meðhönd-
laðir hafa verið með blóðvatnsskiptum í
fjóra flokka eftir árangri meðferðar:
í fyrsta lagi eru sjúkdómar þar sem
blóðvatnsskipti hafa reynst vel sem fyrsta
meðferð, t.d. Waldenströmsveiki.
í öðru lagi eru tilvik þar sem blóðvatnsskipti
geta reynst vel, þegar hefðbundnari
meðferðarform bregðast, svo sem vöðva-
slensfár og útbreiddir rauðir úlfar.
í þriðja lagi eru tilvik þar sem ábendingin er
vafasöm eða óljós, svo sem liðagigt og
heila- og mænusigg.
Að lokum eru svo sjúkdómar þar sem
blóðvatnsskipti eru tilgangslaus, svo sem
geðklofi.
SUMMARY
Plasma exchange, carried out with cell separators or
membrane-filtration techniques, has been utilized in the
treatment of various disorders. It is a relatively expen-
sive and complicated procedure, not without adverse
reactions, requiring careful selection of patients.
Among the diseases most successfully treated by
plasma exchange are thrombotic thrombocytopenic
purpura and Waldenström’s macroglobulinemia, where
plasma exchange is useful in the primary management
and myasthenia gravis, polymyositis, disseminated lu-
pus erythematosus and Goodpasture’s syndrome, where
plasma exchange often is of value when conventional
therapy fails. In many other disorders which have been
extensively treated by plasma exchange, such as the
Guillain-Barré syndrome, multiple sclerosis and rheu-
matoid arthritis, the rationale for plasma exchange is
highly controversial.
At the University Clinic in Bergen, Norway, the au-
thor has participated in the plasma exchange treatment
of myasthenia gravis, idiopathic inflammatory polyra-
diculoneuropathy and multiple sclerosis. An excellent
effect was observed in 12 out of 17 myasthenic patients,
a moderate effect in 3 and no effect in 2. Of 7 patients
suffering from idiopathic inflammatory polyradiculo-
neuropathy, 5 showed a marked clinical improvement.
No effect of plasma exchange was observed in multiple
sclerosis.
HEIMILDIR
1. Thorlacius S, Jacobsen H, Aarli JA, Nyland H,
Halvorsen K. Plasma-utskifting ved nevrologiske
sykdommer. Tidsskr Nor Lægeforen 1984; 104:
881-4.
2. Kennedy MS, Domen RE. Therapeutic Apheresis.
Applications and Future Directions. Vox Sang
1983; 45: 261-77.
3. Rodnitzky RL, Goeken JA. Complications of Pla-
sma Exchange in Neurological Patients. Arch
Neurol 1982; 39: 350-4.
4. Thorlacius S, Aarli JA, Jacobsen H, Halvorsen K.
Plasma exchange in myasthenia gravis: clinical ef-
fect. Acta Neurol Scand 1985; 72: 464-8.
5. Newsom-Davis J, Murray NMF. Plasma exchange
and immuno- suppressive drug treatment in the
Lambert-Eaton myasthenic syndrome. Neurology
(Cleveland) 1984; 34: 480-5.
6. Dau PC. Plasmapheresis. Therapeutic or Experi-
mental Procedure? Arch Neurol 1984; 41: 647-53.