Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.08.1986, Qupperneq 41

Læknablaðið - 15.08.1986, Qupperneq 41
LÆKNABLAÐIÐ 1986; 72: 177-84 177 Björn Guðbjörnsson'), Hjördís Harðardóttir'), Ólöf K. Ólafsdóttir'), Einar H. Jónmundsson!), Guðmundur Þorgeirsson') HJARTAÞRÆÐINGAR Á ÍSLANDI Yfirlit yfir 2.000 fyrstu rannsóknirnar INNGANGUR Sú rannsóknaraðferð, sem á islensku hefur hlotið nafnið hjartaþræðing, (cardiac cathe- terization) var fyrst framkvæmd á manni árið 1929.ÞjóðverjinnWerner Forssmann(l) lagði þá 65 sentimetra langan æðalegg í bláæð á vinstri framhandlegg sinum og þræddi upp til hjartans. Með röntgenmynd var staðfest að æðaleggurinn náði inn í hægri gátt. Á næstu áratugum var þessi aðferð þróuð enn frekar (2) og er nú einhver mik- ilvægasta rannsókn sem beitt er í þágu hjartasjúklinga. Hún hefur veitt stóraukna innsýn inn í lífeðlisfræði ýmissa hjarta- sjúkdóma. Hún er undirstaða hjarta- skurðlækninga og með tilheyrandi röntgen- rannsóknum gefur hún oft ítarlegustu og fyllstu svör allra rannsókna við spurningum um tilvist og útbreiðslu hjartasjúkdóms. Hjartaþræðingar hófust við Landspítal- ann árið 1962, er læknarnir Snorri Páll Snorrason og Ásmundur Brekkan hófu slíkar rannsóknir við mjög frumstæð skilyrði á röntgendeild spítalans (3). Að sögn Snorra framkvæmdu þeir á annan tug þræðinga á næstu árum, aðallega hægri hjartaþræð- ingar, en einnig nokkrar vinstri þræðingar og kransæðamyndatökur. Árið 1970 gáfu nokkrir velunnarar Landspítalans fullkominn tækjakost til hjartaþræðinga. Samtímis komu til starfa hjartasérfræðingar, er höfðu fengið mikla þjálfun erlendis á þessu sviði. Við það fjölgaði rannsóknum mjög. Þá hófst einnig skipuleg skráning á framkvæmd, niðurstöðum og fylgikvillum þræðinganna. Þrettán árum síðar eða um áramótin 1983- 1984 höfðu 2.013 hjartaþræðingar verið skráðar. Við þessi þáttaskil þótti rétt að draga saman þá reynslu, sem af rannsókn- unum hefur fengist, hvaða aðferðum hefur Frá 1) lyflæknisdeild og 2) röntgendeild Landspítalans. Barst ritstjórn 18/02/1986. Samþykkt og sent í prentsmiðju 09/04/ 1986. verið beitt, í hve ríkum mæli, með hvaða árangri og hvaða fylgikvillum. SJÚKLINGAR, AÐFERÐIR OG ÚRVINNSLA GAGNA Samkvæmt skráningarkerfi lyflækninga- deildar Landspítalans voru á tímabilinu 15. ágúst 1970 til 15. desember 1983 fram- kvæmdar 2.000 hjartaþræðingar á 1809 ein- staklingum. Ábendingar fyrir hjartaþræðingu voru breytilegar, þótt langflestir hinna fullorðnu sjúklinga væru grunaðir um krans- æðaþrengsli eða hjartalokusjúkdóm, en börnin nær öll grunuð um meðfædda hjarta- galla. Sjúklingar fengu róandi lyf fyrir rann- sóknina, sem oftast fór fram í staðdeyfingu en allmörg börn voru svæfð. Ekki voru gefin lyf í fyrirbyggjandi tilgangi, svo sem sýklalyf eða lyf gegn hjartsláttaróreglu. Meðan á þræðingunni stóð voru gerðar ýmsar rannsóknir, þar á meðal þrýstings- mælingar, útstreymisbrotsákvörðun, hjarta- og æðamyndataka, blóðsýni tekin til súr- efnisákvörðunar, auk fjölda af sérhæfðum rannsóknum, svo sem His-hjartarafrit. Að rannsókn lokinni skrifaði viðkomandi hjartasérfræðingur þræðingarskýrslu, þar sem eftirtalið var skráð: Upplýsingar um sjúkling, ábending fyrir þræðingu, að- gerðarlýsing.þrýstingsmælingar.rannsóknar- niðurstöður og fylgikvillar, sem fram komu í rannsókninni eða fyrstu 24 klukkustundirnar eftir að henni lauk. Meðan á rannsókninni stóð skráði hjúkrunarfræðingur hvað gert var á hverjum tíma, hvaða lyf voru gefin og annað sem upp kom í þræðingunni. Ef hjar- ta- og æðamyndataka var gerð, túlkaði sér- fræðingur í geislagreiningu myndirnar og skilaði úrlestri. Kannaðar voru fyrstu 2.000 skráðu hjartaþræðingarnar. Borinn var saman þræð- ingafjöldi eftir árum, aldursdreifing sjúk-

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.