Læknablaðið - 15.08.1986, Page 47
LÆKNABLAÐIÐ
181
rað fjörtíu og þrír greindust með aðra
hjartasjúkdóma, svo sem hjartavöðvasjúk-
dóma (cardiomyopathy), eftirstöðvar eftir
gollursbólgur og fleira.
Kransæðasjúkdómar greindust hjá 1.085
sjúklingum. Þeirra verður nánar getið síðar,
tafla V.
Tafla III sýnir fjölda og eðli þeirra loku-
sjúkdóma sem greindust. Sjúkdómar í
ósæðarloku voru algengastir, en míturloku-
leka höfðu 85 sjúklingar og allmörg börn og
unglingar höfðu lungnaslagæðarþrengsli eða
60 talsins.
Tafla IV sýnir skiptingu greindra
meðfæddra hjarta- og æðasjúkdóma.
Að auki greindust 44 sjúklingar með
hjartavöðvasjúkdóma og 25 með lungnarek.
Aðrir sjúkdómar voru sjaldgæfari.
Kransœðaþrœðingar. Á því tímabili, sem
rannsóknin nær til, voru gerðar 1.262 krans-
æðaþræðingar, en það eru 63,1% allra
hjartaþræðinga á tímabilinu. Á árunum
1970 og 1972 voru engar kransæðaþræðing-
ar gerðar, en 1971 voru þær þrjár eða 3.7%
af heildarfjölda hjartaþræðinga það árið.
Upp úr því fer hlutur kransæðaþræðinga í
heildarfjölda hjartaþræðinga hratt vaxandi
eða úr 18,9% 1973 í 91,1% 1983.
Mynd 5 sýnir fjölda kransæðaþræðinga á
ári og skiptingu þeirra milli kynja.
Við kransæðaþræðingar, eins og aðrar
hjartaþræðingar, var ýmist beitt ástungu-
aðferð (Seldinger- eða Judkins-aðferð) eða
skorið inn að æð (Sones-aðferð). Fyrstu árin
virðist ekki hafa verið gert upp á milli þess-
ara aðferða og þeim beitt jöfnum höndum.
Upp úr 1975 má þó sjá, að ástunguaðferðin
sígur fram úr og síðustu sex árin hefur hún
verið svo til allsráðandi.
Eitthundrað og þrettán (9%) krans-
æðaþræðinganna voru eðlilegar og 23
(1,8%) voru ófullkomnar eða að hætta varð
við þær áður en fullnægjandi upplýsingar
fengust, ýmist vegna tæknilegra örðugleika
eða fylgikvilla.
Marktæk kransæðaþrengsli greindust hjá
1.085 sjúklingum og er útbreiðsla þrengsl-
anna rakin og flokkuð í töflu V. Kemur þar
fram, að rétt 40% sjúklinganna hafa þrengsli
í vinstra höfuðstofni (8,8%) eða þrem
stærstu kransæðagreinunum (31,1%). Einn-
ig að 40% hafa sjúkan slegil, þ.e. merki um
fyrri hjartadrep.
Engir fylgikvillar komu fram í 1.165
Table IV. Classification of congenital cardiac and
vascular malformations in 292 individuals.
Malformations Number Percentage
Ventricular septal defect ......... 112 5.6
Atrial septal defect................ 75 3.7
Patent ductus arteriosus............ 47 2.5
Coarctation of aorta................ 31 1.5
Tetralogy of Fallot................. 21 1.0
Transposition of the great vessels . 11 0.5
Other congenital cardiac and
vascular malformations.............. 48 2.3
Total 345
Table V. Anatomical and pathological classification of
1085 patients with coronary artery disease.
Number Percentage
Left main coronary artery stenosis 111 8.8
Stenosis in single vessel.......... 268 21.2
Stenosis in two vessels............ 304 24.1
Stenosis in three vessels.......... 393 31.1
Coronary artery disease without
stenosis .......................... 428 33.5
Coronary artery spasms............... 7 0.5
Aortocoronary bypass grafts 38 3.0
Left ventricular dysfunction 515 40.0
(92,3%) kransæðaþræðingum, en í -97
(7,7%) þræðingum komu fram einhverjir
fylgikvillar, flestir minniháttar. Þegar hefur
verið gerð grein fyrir hinum alvarlegri, þar af
einu dauðsfalli, en auk þess fengu 30
sjúklingar (2,38%) brjóstverki, 23 (1,82%)
hægan hjartslátt, 15 (1,19%) vægt
blóðþrýstingsfall, 10 (0,79%) blóðgúl í nára
og 8 (0,63%) ofnæmissvörun við skuggaefni
eða prótamínsúlfati. Aðrir fylgikvillar voru
mun sjaldgæfari, svo sem aðrar hjartslátt-
artruflanir, blóðrek í slagæðakerfi, blæð-
ingar og fleira.
EFNISSKIL
Þessu uppgjöri á reynslu af 2.000 fyrstu
skráðu hjartaþræðingunum hérlendis er
ætlað að miðla upplýsingum um notkunar-
hætti, árangur og ekki síst fylgikvilla
rannsóknarinnar.
Á þeim 13 árum, sem könnunin tekur til,
hefur þessari rannsóknaraðferð verið beitt í
stöðugt vaxandi mæli. Mest hefur aukningin
orðið á allra síðustu árum, með mjög aukn-
um fjölda kransæðaþræðinga. Árið 1983