Læknablaðið - 15.08.1986, Qupperneq 49
LÆKNABLAÐIÐ
183
að stór hluti þeirra sjúklinga, sem gangast
undir hjartaþræðingar eru alvarlega sjúkir.
Hvað kransæðaþræðingu snertir, hefur
reynslan alls staðar verið sú, að þeir
sjúklingar sem verstan hafa krans-
æðasjúkdóminn og því mesta þörf fyrir
rannsóknina hafa hæsta tíðni alvarlegra
fylgikvilla og dauðsfalla (13-17). Hildner og
samstarfsmenn (18) sýndu meira að segja
fram á, að fjöldi dauðsfalla varð síðustu tvo
sólarhringana fyrir og næsta sólarhring eftir
ráðgerða hjartaþræðingu, sem ekki var
framkvæmd af einhverjum orsökum. Þetta
sýnir einfaldlega, að þeir sjúklingar sem
beint er í kransæðarþræðingu hafa sjúkdóm
eða sjúkdóma, sem oft draga menn til dauða.
Sérstaklega hefur dánartíðni verið há hjá
sjúklingum með svæsna hjartaöng (class IV)
og þrengsli í vinstri höfuðstofni. í flestum
rannsóknum hafa þeir sjúklingar, sem látist
hafa, annað hvort haft höfuðstofnsþrengsli
eða útbreiddan sjúkdóm í þremur stærstu
kransæðagreinunum. Eini sjúklingurinn,
sem lést eftir kransæðaþræðingu í okkar
hópi reyndist hafa þrengsli í vinstri
höfuðstofni og að auki útbreiddan þriggja
æða-sjúkdóm og nýlegt hjartadrep.
Þessi dánartala (0,08% sé miðað við
kransæðaþrengingar eingöngu), er mjög lág
og reyndar lægri en í nokkrum birtum
gögnum, sem okkur eru kunn (13-17) að
frátöldu uppgjöri Karnegis og Heinz (19),
sem aðeins tók til 745 fullorðinna einstak-
linga, sem ekki gengust undir kransæða-
myndatöku. Árið 1974 settu Judkin og
Gander (20) fram þá skoðun, að dánartíðnin
0,1% væri æskilegt markmið í krans-
æðarþræðingum. Bourassa og samstarfs-
menn (16) komust hins vegar að þeirri
niðurstöðu, að þessi krafa væri óraunhæf,
of ströng og ekki við því að búast, að dán-
artala a.m.k. þeirra sem hafa alvarlegan
kransæðasjúkdóm færi niður fyrir 0,3%. Sú
tala var reyndar sett fram sem viðunandi
dánartíðni í nefndaráliti 1972 (21). Hin lága
tíðni dauðsfalla við kransæðaþræðingar
hér á landi stafar að einhverju leyti af
ríkulegri notkun rannsóknarinnar og því
lægra hlutfalli sjúklinga í mikilli hættu
(»high risk«), en víðast annars staðar. Þó er
lj óst að framkvæmd þræðinganna hefur tekist
mjög vel hér á landi. í því sambandi er
e.t.v. mikilvægt, að sérhver þræðing er fram-
kvæmd sameiginlega af hjartalækni og
röntgenlækni, sem báðir eru sérþjálfaðir i
hjartaþræðingum, en óvanir einstaklingar
koma hvergi nærri.
Að lokum: Hjartaþræðingar hafa nú verið
framkvæmdar á íslandi í um fimmtán ár
með góðum árangri og mjög lágri tíðni al-
varlegra fylgikvilla. Samt er eðli fylgikvill-
anna slíkt, að tilefni rannsóknarinnar eða
ábendingar verða að vera ríkulegar og rétt-
læta hættu á lífshættulegum fylgikvillum,
þótt sjaldgæfir séu. Hér sem annars staðar í
læknisfræði verður ekki hjá því komist að
vega ábendingu rannsóknarinnar á hinni mik-
ilvægu vog, þar sem ávinningur sjúklings af
þeim upplýsingum, sem rannsóknin veitir, er
settur á aðra vogarskálina og möguleg
áhætta af rannsókninni á hina.
SUMMARY
Cardiac catheterizations were begun at Landspítalinn,
The University Hospital of Iceland, on a small scale in
the early sixties. Since August 1970 these have been
carried out on a regular basis and their execution, results
and complications have been systematically recorded.
By the end of 1983, 2,013 cardiac catheterizations have
been recorded. The first 2,000 consecutive catheteriza-
tions were retrospectively examined with emphasis on
detailed analysis of the complications. A total of 1,807
individuals were catheterized 1,321 men (73.2%) and
483 women (26.8%). Approximately 70% of the pa-
tients were 40-70 years old while around 10% were
below age 10. Percutaneous technique was used in
69.1% while cut-down was applied in 24.8% and in
6.1% both techniques were utilized. Right heart cathe-
terizations were 771 (38.5%) and left heart catheteri-
zations were 1,610 (80.5%) including 134 cases in which
the left side of the heart was entered through the for-
amen ovale or a septal defect. There were 1,262 selective
coronary arteriographies and their number has drama-
tically increased during the last few years. While three
such examinations were carried out in 1971 (total num-
ber of catheterizations was 82), in 1977 they reached 38
(total number 95) and in 1983 they were 420 (of 461
total).
Serious complications were recorded in 27 patients
(1.35%). There were four deaths (0.2%), three of whom
were newborn babies, two with transposition of the
large arteries and one with persistent foetal circulation.
There was one death following coronary arteriography
(0.08%) in a patient with left main stenosis, severe three
vessel disease and a recent myocardial infarct.
There were 39 incomplete studies (1.95%) and 230
examinations revealed no disease (11,5%). Coronary
artery disease was diagnosed in 1,085 patients, while 172
were found to have aorticc valve disease, 107 mitral
valve disease and 292 patients some form of congenital
heart disease.
HEIMILDIR
1. Forssmann W. Die Sondierung des rechten Her-
zens. Klin Wochenschr 1929; 8: 2085-7.