Læknablaðið - 15.10.1986, Blaðsíða 20
254
LÆKNABLAÐIÐ
Starfsfólk er mun oftar sammála um hverjir eru
með glöp heldur en hverjir eru þunglyndir. Það
eru allir sammála um, að 10 sjúklingar með 20 til
29 stig (meðaltal = 24) á prófinu séu ekki með
glöp. Þá eru 11 sjúklingar með 0-23 stig
(meðaltal = 9) á prófinu, sem allir eru sammála
um að séu skertir. í 21 tilviki af 56 er starfsfólkið
sammála og greining þess rétt samkvæmt
niðurstöðum prófsins. Þetta er nánast sami fjöldi
sjúklinga og það er sammála um heildarástand
hjá, tveir eru versnandi, tólf í stöðugu ástandi og
sex eru batnandi (20/56). í rannsókninni var ekki
gerð tilraun til þess að meta alhliða ástand
sjúklinganna og því er ekki hægt að dæma um
réttmæti þessa. Varðandi þunglyndið er myndin
önnur. Starfsfólk er sammála um, að tveir séu
ekki þunglyndir og níu séu annað hvort
þunglyndir eða kannski þunglyndir. Þannig að
með tilliti til þessa álits er starfsfólkið aðeins
sammála um 11 af 56 sjúklingum.
Niðurstöður á áhrifum þess að nota Benton
Visual Retention Test (BVRT) frekar en
Bender-Gestalt (BG) eru sýndar í töflum XII og
XIII. Þar kemur fram, að fleiri geta BVRT en
Table XII. Comparison of MMS using Bender-Gestalt
Test <BG) or Benton Visual Retention Test (BVRT).
BVRT
Fails Succeeds Sum
Fails BG 22 8 30
Succeeds 1 19 20
Total 23 27 50
Chi-squared = 19.8 d.f. = 1 Pc.001.
BG, einkum þeir eldri. Þeir, sem geta
einvörðungu BVRT, eru að meðaltali 81.9 ára, en
þeir, sem geta bæði BVRTog BG, eru til jafnaðar
73.5 ára. Aðeins einn gat BG en ekki BVRT. Það
kemur ekki fram marktækur munur á hópunum
hvorki á prófinu í heild né einstökum þáttum
þess. Þeir, sem geta báðar þrautirnar, eru þó
alltaf aðeins hærri á öllum þáttum. Séu bornir
saman þeir, sem ráða við báðar þrautirnar og
aðeins aðra og meðaldur og aldursdreifing höfð
sem líkust, kemur í ljós að munur á heildarárangri
og árangri á einstökum þáttum prófsins milli
hópanna verður sáralítill.
UMRÆÐA
í íslenskri gerð MMS prófsins hefur verið notuð
BVRT-mynd í stað BG-myndar til þess að hindra
að klaufska, riða eða titringur hafi áhrif á mat á
hugarstarfi. Til þess að athuga áhrif þessarar
breytingar á prófinu var hún bornin saman við
upprunalega gerð þess hjá sjúklingum á
lyflækningadeild. Mun fleiri réðu við BVRT en
BG án þess að marktækur munur væri á
einstökum þáttum prófsins. Því má telja
réttlætanlegt að nota íslensku gerð prófsins og
bera niðurstöður hennar saman við niðurstöður
erlendra rannsókna með upprunalegri gerð
prófsins, auk þess sem vægi þessa þáttar er lítið í
prófinu sem heild.
Þar sem prófið og niðurstöður þess hér hafa verið
miðaðar við erlenda stöðlun á glöpum, vaknar
spurning um gildi þeirra. í erlendum athugunum
hafa gamalmenni verið flokkuð í einn hóp »65 ára
og eldri« og ekki skoðað, hvort hann gæti verið
samsettur úr undirhópum. Þar kemur fram að
Table XIII. Comparison of MMS using Bender-Gestalt Test (BG) or Benton Visual Retention Test (BVRT).
BVRT = Number 1 & BG = 0 BVRT = 1 & BG = 1 BVRT = 1 & BG= 1
Age matched N = 10
8 19
Score s.d. Score s.d. Score s.d.
Orientation to time 3.75 1.0 4.16 1.0 3.80 í.i
Orientation to place 4.00 0.93 4.26 0.87 4.10 0.99
Registration 0.52 2.47 0.91 2.30 1.1
Attent. & calculation 1.63 1.7 3.00 1.7 2.20 1.3
Recall 2.50 0.54 2.53 0.68 2.30 0.82
Language 6.75 1.5 7.89 1.2 7.50 1.4
Total 21.3 4.6 24.4 3.6 22.2 2.5
Age (years) 81.9 7.2 73.5 8.6 79.7 6.7
Testing time (min) 9.88 3.8 9.11 3.5 11.2 2.6
Difference between subtests or on total score is not significant at the P^0.05 level.
0 = Fails on test. 1 = Succeeds on test.