Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1986, Blaðsíða 58

Læknablaðið - 15.10.1986, Blaðsíða 58
278 LÆKNABLAÐIÐ (n= 122). Þar á eftir kom brottnám á næstum öllum skjaldkirtli (n= 101) og síðan brottnám á öllum skjaldkirtli (n = 94). Þeir sjúklingar, sem greindust síðustu fimm árin, gengust þó flestir undir brottnám á öllum skjaldkirtilsvef. Brottnám á æxlinu eingöngu var gert hjá 48 sjúklingum, en einungis tekið sýni til vefjagreiningar hjá 37. Eina aðgerðin hjá þrem sjúklingum var barkaskurður. Hjá nokkrum hluta sjúklinganna var einnig um brottnám á aðlægum eitlum að ræða. Geislajoð fengu 77 sjúklingar og ytri geislun 72. í þessum hópum eru sex sjúklingar, sem fengu bæði geislajoð og ytri geislun. Geislajoðmeðferðin hefur aðallega verið gefin síðustu 10 árin en ytri geislunin á fyrri hluta tímabilsins. Hér er um að ræða heildarfjölda sjúklinga, sem fengið hafa geislameðferð bæði sem hluta af fyrstu meðferð og við endurkomu æxlis. Endurkoma æxlis: Af þeim sjúklingum, sem taldir voru læknaðir eftir fyrstu meðferð (n = 335), birtust æxli að nýju hjá 66 sjúklingum (20%), hjá 55 eingöngu á hálsinum, fimm fengu fjarmeinvörp án merkis um hnúta á hálsi og sex fengu bæði endurkomu á háls ogk fjarmeinvörp. Langflestir eða 60 sjúklinganna höfðu totumyndandi vefjagerð og var helmingur (n = 30) þeirra látinn í árslok 1984. Samtals greindust 296 sjúklingar í hópi A með totumyndandi krabbamein eins og áður hefur komið fram. Af þeim fjölda töldust 267 læknaðir eftir fyrstu meðferð þannig að 22% sjúklinga með þessa vefjagerð fengu endurkomu. Fjöldi sjúklinga í hópi A með skildilsbúskrabbamein voru 66. Fimmtíu og einn þeirra var talinn Iæknaður eftir fyrstu meðferð og fengu þrír endurkomu (7%). Tveir sjúklingar með krabbamein merggerðar fengu endurkomu. Meðaltími fram að endurkomu var fjögur og hálft ár (2 mánuðir - 21 ár). Flestir sjúklinganna, sem fengið hafa endurkomu og eru á lífi við lok athugunartímabilsins eru án merkis um krabbamein. Lifslíkur. Hópur A: Á mynd 10 sjást lífslíkur kvenna eftir vefjagerð og á mynd 11 karla. Hjá konum voru fimm ára Iífslíkur bestar við totumyndandi krabbamein 85%, næst kom skyldilsbús- krabbamein 78%. Sjúklingar með merggerðarkrabbamein höfðu 67% fimm ára lífslíkur en engin kona með villivaxtarkrabbamein lifði lengur en rúmlega tvö ár. Ein kona greind 1984 var á lífi í lok sama árs. Tíu ára lífslíkur fyrir % by histology for females. % Fig. 11. Clinical cases of thyroid cancer. Survival rates by histology for males. þessa sjúklingahópa eftir gerð krabbameins voru: totumyndandi 77%, skildilsbú 69% og merggerðar 67%. Ekki reyndist marktækur munur á lífslíkum kvenna með totumyndandi og skildilsbúskrabbamein, hvorki eftir fimm né tíu ár. Á mynd 11 sést að karlar með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.