Læknablaðið - 15.10.1986, Blaðsíða 44
268
LÆKNABLAÐIÐ
Table III. Causes of death.
LBBB Controls P Value
Coronary artery disease í 10 N.S.
Cardiomyopathy 3 - p<0.02
Cancer 2 7 N.S.
Traffic Accidents 1 1 N.S.
Cerebral Hemorrhage . - 1 N.S.
Total 7 19 N.S.
Sudden death 3 7 N.S.
körlum og tveimur konum í greinrofshópi og 12
körlum og þremur konum í samanburðarhópi.
Tveir karlanna þriggja í greinrofshópnum höfðu
háþrýsting og annar þeirra að auki
kransæðasjúkdóm og hinn hjartavöðvasjúkdóm.
Sá þriðji var með frumsjúkdóm í leiðslukerfinu.
Konurnar tvær í greinrofshópi höfðu báðar
háþrýsting. Fimm karlanna 12 í
samanburðarhópnum með þykknaða sleglaskipt
virtust heilbrigðir. Fimm höfðu háþrýsting og
fjórir kransæðasjúkdóm, þrír þeirra hvort
tveggja. Loks hafði einn karlanna
ósæðarlokuþrengsli. Af konunum þremur
í sam anburðarhópnum hafði ein
ofþykknunarsjúkdóm í hjartavöðva, önnur
háþrýsting og hin þriðja virtist heilbrigð.
Marktækur munur var ekki á bakveggsþykkt
greinrofshóps (1,11 sm±0,15) og
samanburðarhóps (1,06 sm±0,16). Einn karl úr
greinrofshópi með kransæðasjúkdóm á háu stigi
reyndist hafa þykknaðan bakvegg svo og tveir
karlar úr samanburðarhópi. Annar þeirra var án
annarra merkja um hjartasjúkdóm en hinn var
með ósæðarlokuleka. Engin kona hafði
þykknaðan bakvegg.
Marktækur munur var ekki á þvermáli vinstra
forhólfs hjá greinrofshópi (3,45 sm±0,49) og
samanburðarhópi (3,35 sm±0,59). Ekki var
heldur marktækur munur á massa vinstra slegils
(259 g± 101) (254 g±74). Veik fylgni var milli
massa vinstra slegils og stærðar vinstra forhólfs
hjá báðum hópunum (r = 0,24). Þvermál vinstra
slegils í lagbili var mælt með hjartaómriti og
reiknað á einn fermetra likamsyfirborðs (Fig. 1)
fyrir greinrofshóp og samanburðarhóp (sm/m2).
Þvermálið reyndist marktækt stærra í
greinrofshópi (2,85 sm/m2 ±0,50) en
samanburðarhópi (2,58 sm/m2 ±0,38) (p<0,001).
Þeir sem hafa frumsjúkdóm í leiðslukerfinu í
greinrofshópi höfðu einnig lítið eitt stærra
þvermál (2,65sm/m2 ±0,39) en þeir sem virtust
heilbrigðir í samanburðarhópi (2,58 ±0,38).
Munurinn er þó ekki marktækur.
Þvermálið reyndist aukið (>3,2 sm/m2) hjá sjö
körlum og tveimur konum í greinrofshópi. öll
nema eitt höfðu þau önnur merki
hjartasjúkdóma. Þrír karlanna höfðu
hjartavöðvasjúkdóm. Einn þeirra hafði einnig
háþrýsting og annar hjartakveisu auk fullkomins
leiðslurofs. Þrír aðrir karlanna sjö höfðu
kransæðasjúkdóm og hafði einn þeirra fengið
hjartadrep og farið í krasnæðaaðgerð. Loks hafði
einn karlanna bæði háþrýsting og langvarandi
hjartabilun. Önnur konan hafði háþrýsting
eingöngu en hin frumsjúkdóm í leiðslukerfinu. í
samanburðarhóp höfðu tveir karlar og fimm
konur aukið þvermál vinsta slegils á einn fermetra
líkamsyfirborðs (>3,2 sm/m2). Annar karlanna
hafði háþrýsting en hinn sögu um hjartadrep.
Þrjár kvennanna virtust heilbrigðar en tvær
höfðu háþrýsting.
Hjartarúmmál. Hjartarúmmál mælt af
röntgenmynd var reiknað á einn fermetra
líkamsyfirborðs ml/m2) (4). Meðalrúmmál
greinrofshóps var 457,5 ml/m2 ±81,6 eða nokkru
meira en samanburðarhóps, 430,3 ml/m2 ±81,9.
Munurinn er þó ekki marktækur (p<0,10). Þegar
bornir eru saman þeir sem hafa frumsjúkdóm í
leiðslukerfinu í greinrofshópi og þeir sem virtust
Diastolic diameter of left ventricle per
square meter of BSA (cm/m2)
4.10
3.90
3.70
3.50
3.30
3.10
2.90
2.70
2.50
2.30
2.10
1.90
1.70
LBBB Controls LBBB Normal
or + 9 cr + 9 PCD controls
Fig. 1. The diastolic L V diameter. From left: All LBBB
patients, all controls, LBBB patients with a primary
conduction disorder, normal controls.
- E
T ®
P <0.001 s
±5
lí
O o