Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1986, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 15.10.1986, Blaðsíða 29
LÆKNABLAÐIÐ 261 á að fá sjúkdóminn. Bent hefur verið á nokkra áhættuþætti, sem einir sér eða sameiginlega, gætu átt þátt í myndun sjúkdómsins. Glenn (8) telur rennslistregðu frá gallblöðru vegna langvarandi föstu og vökvaskorts vera helstu örsökina. Undir slíkum kringumstæðum verður gallið þykkt og seigt og gallblaðran tæmist illa. Einnig bendir hann á þátt sterkra verkjalyfja í þessu sambandi, en vitað er að morfín veldur samdrætti í pípnabiðuþrengi (sphinter of Oddi). Weeder et al (3) og Lindberg et al (2) telja miklar blóðgjafir áhættuþátt. Þetta er reynsla þeirra úr Vietnam-stríðinu, en aðrir hafa ekki fundið samhengi þar á milli. Slíkar blóðgjafir gætu aukið álag á gallblöðruna með aukinni myndun galllitarefna. Long et al (13) telja, að jákvæður útöndunarþrýstingur (PEEP) geti stuðlað að myndun sjúkdómsins, en í tilraunadýrum hækkar bílírúbín og blóðflæði um portæð minnkar við slikar kringumstæður. Á síðari árum hefur athyglin einnig beinst að næringu í æð (18, 19). Mikið veikir sjúklingar eru oft meðhöndlaðir með amínósýru- og fitulausnum og eru fastandi langtimum saman. Slíkt gæti verið óheppilegt fyrir gallblöðruna. Tucker (19) hefur sýnt fram á hækkun lifrarhvata og hita við notkun amínósýrulausna, sem síðan lagast þegar meðferð er hætt. Long et al (13) og Petersen et al (18) ræða einnig þennan áhættuþátt og telja truflun á tæmingu gallblöðrunnar mikilvægustu afleiðingu næringargjafarinnar. Nýjasta kenningin er sú, að einhvers konar æðaskaði verði í gallblöðruveggnum (5). Við vefjarannsóknir sést oft mikill æöaskaði í veggnum, sérstaklega vöðvalaginu og ytri klæðningu gallblöðrunnar. í tilraunadýrum er hægt að framkalla þessar breytingar með gjöf efna, sem virkja orsakakeðju tengda storkuþætti (factor XII) og er talið að slíkt geti átt sér stað í mannslíkamanum við fjöláverka og sýkingar (5). Vitað er að þessi þáttur (Hageman factor) virkjast af snertingu við kollagén og inneitur Gram-neikvæðra sýkla (5). Einnig er talið að þetta geti gerst í bankablóði og af völdum ýmissa krabbameina (5). Ekki er vitað, af hverju gallblaðran verður fyrir barðinu á þessari orsakakeðju, líffærin í kring sýna ekki þessar æðabreytingar. í tilraunadýrum sjást breytingar aðeins í tveimur líffærum, gallblöðrunni og í minna mæli í lungunum (5). Vel er hægt að hugsa sér að þessir þættir vinni saman. Langvarandi fasta ásamt verkjalyfjagjöf og næringu í æð veldur því að gallið þykknar og rennslið verður tregt. Þrýstingurinn hækkar í blöðrunni og blóðrásin truflast af völdum lágs blóðþrýstings og æðaskemmda af völdum storkuþáttar (factor XII). Allt gæti þetta sameiginlega valdið súrefnisþurrð í gallblöðruveggnum og endanlega drepi. í slíku umhverfi eru hagstæð vaxtarskilyrði fyrir sýkla og lokaniðurstaðan verður lífhimnubólga og blóðeitrunarsótt (sepsis) sé ekki gripið í taumana. Kristinn Sigvaldason, Þorbjörg Magnúsdóttir HEIMILDIR 1. Orlando R, Gleason E, Drezner AD. Acute acalculous cholecystitis in the critically ill patient. Am J Surg 1983; 145: 472-6. 2. Lindberg EF, Grinnan GLB, Smith L. Acalculous cholecystitis in Viet Nam casualties. Ann Surg 1970; 171: 152-7. 3. Weeder RS, Baskant GH, Muir RW. Acute noncalculous cholecystitis associated with severe injury. Am J Surg 1970; 19; 729-32. 4. Winegarner FG, Jackson GF. Posttraumatic acalculous cholecystitis, a highly lethal complication. Journ Traum 1971; 11: 567-9. 5. Glenn F, Becker CG. Acute acalculous cholecystitis - an increasing entity. Ann Surg 1982; 195: 131-6. 6. Jönsson PE, Anderson A. Postoperative acute acalculous cholecystitis. Arch Surg 1976; 111: 1097-1101. 7. Munster Am, Goodwin MN, Pruitt BA. Acalculous cholecystitis in burned patients. Am J Surg 1972; 122: 591-3. 8. Glenn F. Acute acalculous cholecystitis. Ann Surg 1979; 198: 458-65. 9. Howard RJ. Acute acalculous cholecystitis. Am J Surg 1981; 141: 194-8. 10. Ternberg JL, Keating JP. Acute acalculous cholecystitis, complications of other illnesses in childhood. Arch Surg 1975; 110: 543-7. 11. Fox MS, Wilk PJ, Weissmann HS et al. Acute acalculous cholecystitis. Surg Gynecol Obstet 1984; 159: 13-16. 12. Ullman M, Hasselgren PO, Tveit E. Posttraumatic and postoperative acute acalculous cholecystitis. Acta Chir Scand 1984; 150: 507-9. 13. Long TN, Heimbach DM, Carrico CJ. Acalculous cholecystitis in critically ill patients. Am J Surg 1978; 136: 31-6. 14. Deitch EA, Engel JM. Acute acalculous cholecystitis - ultrasonic diagnosis. Am J Surg 1981; 142: 290-2. 15. Freitass JE. Cholescintigraphy in acute and chronic cholecystitis. Semin Nucl Med 1982; 12: 18-26. 16. Herlin P, Ericsson M, Holmin T, Jönsson PE. Acute acalculous cholecystitis following trauma. Br J Surg 1982; 69: 475-6. 17. Savino JA, Scalea TM, Del Guereio LRM. Factors encouraging laparatomy in acalculous cholecystitis. Crit care Med 1985; 13: 377-86. 18. Petersen SR, Sheldon GF. Acute acalculous cholecystitis, a complication of hyperalimentation. Am J Surg 1979; 139: 814-17 qq 19. Tucker RA, Jenkins HL. Acalculous cholecystitis and fever related to total parenteral nutrition. Drug Intell Clin Pharm 1984; 18: 897-9.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.