Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1986, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 15.10.1986, Blaðsíða 35
LÆKNABLAÐIÐ 263 gallblöðru en enga steina. Allt þetta þótti benda til bráðrar gallblöðrubólgu og var ákveðið að framkvæma aðgerð. f Ijós kom mikið bólgin gallblaðra með drepblettum á víð og dreif í veggnum. Hún var grænsvört að sjá og innihélt þykkt og seigt gall en enga steina. Vegna mikillar bólgu var ekki unnt að fjarlægja gallblöðruna, heldur var gerð gallblöðruraufun (cholecystostomy). Svæfing og aðgerð voru að öðru leyti áfallalaus. Ræktun úr gallblöðru var neikvæð. Þriðja aðgerðin var síðan framkvæmd sex vikum seinna og þá var gallblaðran fjarlægð. Smásjárskoðun sýndi bráða gallblöðrubólgu með drepi á víð og dreif í veggnum. Sjúklingurinn náði sér að fullu eftir aðgerðina og útskrifaðist. Hann var þó skorinn upp aftur nokkru seinna vegna kviðslits í skurðsárinu. Sjúkrasaga 3. Karlmaður um sjötugt, lagður inn vegna kviðverkja. Hann hafði sögu um háþrýsting og hjartavöðvasjúkdóm, auk rýrnunar í litla heila. Við rannsóknir kom í ljós víkkun á mjógirnislykkjum og var hann í framhaldi af því skorinn upp. Hann reyndist vera með töluvert víkkaðar mjógirnislykkjur, en ástæðan fyrir því fannst ekki. Svæfing og aðgerð voru áfallalaus og sjúklingi heilsaðist vel fyrst eftir aögerðina. Á tíunda degi fór sjúklingur að fá verki í hægri síðu, hita og fyrirferðaraukningu undir hægra rifjabarði. Ómskoðun sýndi þanda gallblöðru og grunur var um stein. Hann reyndist blóðlaus og auk þess mældist fjölgun hvítra blóðkorna, fjölgun blóðflagna, hækkun á alkalískum fósfatasa, hækkun á alamín-amínótransferasa (ALAT) og bílírúbíni og lækkun á prótínum í sermi. Við aðgerð kom í ljós mikið bólgin gallblaðra, grænsvört og komnir í hana drepblettir. Ekki fundust neinir steinar. Blaðran var fjarlægð og gekk það vel. Smásjárskoðun sýndi miklar bólgubreytingar og drep í veggnum. Úr gallinu ræktaðist E.coli. Sjúklingi heiisaðist vel eftir aðgerðina. Sjúkrasaga 4. Áður hraustur hálfþrítugur karlmaður lagður inn eftir að hafa skotið sjáífan sig í kviðinn í naflahæð með haglabyssu. Hann kom á slysadeild hálfri þriðju klukkustund eftir atvikið og var í losti allan timann. Við komu var hann meðvitundarlaus og í losti. Kviður var brettharður og merki um truflaða blóðrás í vinstra fæti. Reyndist hann vera með tvo og hálfan lítra af blóði í kvið, en meiriháttar æðaskaðar fundust ekki. Vinstri mjaðmarspaði reyndist illa tættur og görnin var sködduð á nokkrum stöðum. Gert var við mjógirnið og ristillinn tengdur út á kviðvegginn. Sjúklingur var með lágan blóðþrýsting (50-80 mm Hg sýstólu) og lítinn þvagútskilnað í upphafi aðgerðar, en hvorutveggja lagaðist þegar á leið. Alls fékk hann 9 einingar, 4,5 lítra, heilblóðs meðan á aðgerðinni stóð. Eftir komu á gjörgæslu hélt áfram að blæða og fékk hann því áfram blóðgjafir næstu daga. Fyrst í stað var honum haldið sofandi í öndunarvél. Daginn eftir aðgerðina fór þvagútskilnaður minnkandi og á lungnamynd sást aukin æðavídd. Kalíum og kreatinín fór stighækkandi í blóði næstu daga og þótti því ljóst að hann hafði fengið bráða nýrnabilun. Blóöskiíjun hófst sex dögum eftir slysið og hann var tekinn úr öndunarvél um svipað leyti. Einnig var hafin meðferð með amínósýru- og fitulausnum í æð. Mánuði eftir slysið var nýrnastarfsemin aftur farin að lagast og hann útskrifaðist af gjörgæsludeild. Um það leyti fannst fyrirferð undir hægra rifjabarði. Ómskoðun sýndi þykkveggja gallblöðru með ómríku innihaldi sem samrýmdist þykku galli. ísótópa-skönnun sýndi að gallblaðra fylltist ekki og blóðrannsóknir sýndu blóðleysi, mikla hækkun á alkalískum fósfatasa, hækkun á ASAT, ALAT og bílírúbíni og lækkun á prótínum í sermi. Sjúkingur var skorinn upp á ný og kom þá í ljós grænsvört gallblaðra án steina með drepblettum í veggnum. Hún var fjarlægð og gekk það vel og sjúklingi heilsaðist vel eftir aðgerðina. Smásjárskoðun sýndi öll stig bráðrar bólgu. Sjúkrasaga 5. Rúmlega fertugur karlmaður sem gekkst undir kransæðaaðgerð. í upphafi aðgerðar fékk hann sleglatif (fibrillatio ventriculorum), en að öðru leyti virðist aðgerðin hafa gengið vel. Grunur lék þó á, að hann hefði fengið kransæðastíflu í aðgerðinni. Gerð var aðgerð á þremur kransæðum, en eftir aðgerðina hafði hann hita og óþægindi í brjóstholi. Hann var grunaður um að hafa heilkenni það, sem kemur í kjölfar kransæðastíflu og kennt er við Dressler, (postmyocardial infarction syndrome) og var settur á indometasín-meðferð. Við komu á Borgarspítalann tíu dögum eftir aðgerð var hann mjög þreyttur og slæptur og reyndist vera með þéttingu í hægra lunga. Hann var með hita, hátt sökk og fjölgun blóðflagna. Sjúklingurinn haföi áfram hitavellu þrátt fyrir indometasínmeðferð og á 20. degi eftir aðgerð fékk hann 40 stiga hita, kuldahroll og skjálfta. Rannsóknir leiddu í ljós þrefalt hækkaðan alkalískan fósfatasa, hækkun á gammaglútamýltransferasa og bílírúbíni. Einnig fór sjúklingurinn að kvarta um verki undir hægra rifjabarði og hann hafði eymsli á gallblöðrustað við þreifingu. Við ómskoðun fundust ekki neinir steinar og ísótópaskönnun sýndi að gallblaðra fylltist ekki. Vegna gruns um gallblöðrubólgu án steina var sjúklingurinn skorinn upp og kom þá í ljós mjög spennt þykkveggja gallblaðra með töluverðri bólgu umhverfis. Blaðran var fjarlægð og gekk það vel, svæfing var áfallalaus. Ekki fundust neinir steinar og smásjárskoðun á gallblöðrunni sýndi mikla íferð bólgufrumna. Sjúklingnum heilsaðist vel í fyrstu eftir aðgerðina, en framkvæma þurfti aðra aðgerð tveimur vikum seinna vegna ígerðar bak við lífhimnu. Þetta hafði uppgötvast við tölvusneiðmyndun, sem framkvæmd var vegna áframhaldandi hita og óþæginda við hreyfingar í hægri mjöðm. í ljós kom stór ígerð umhverfis hægra nýra og náði hún niður á lundavöðvann (psoas). Sjúklingurinn stóð sig einnig ágætlega í þessari aðgerð. Hiti hélt áfram og við rannsóknir fannst rifa á ristli og skeifugörn og þetta tæmdi sig út í ígerðarsvæðið í kviðarholi. Rúmum mánuði eftir gallblöðruaðgerðina var því gerð enn ein aðgerð og þá maga-, garna- og ristilraufun (gastrostomia, jejunostomia og colostomia). Hann þoldi aðgerðina og svæfinguna ágætlega og ástand hans fór batnandi eftir þetta. Sjúkrasaga 6. Hálfsjötugur karlmaöur, áður hraustur, lagður inn eftir að hafa orðið fyrir bíl. Hann reyndist vera mjaðmargrindarbrotinn og með áverka á báðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.