Læknablaðið - 15.10.1986, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ
255
fólk eldra en 65 ára fær að meðaltali 26 stig með
95% vikmörkum við 17 stig (7). í þeim hópi
háaldraða (78-99 ára), sem hér var valinn til
samanburðar við öldrunarsjúklinga, var
meðalstigafjöldi 21.5 með 95% vikmörkum við
12. Séu ekki teknir með þeir, sem hafa sögu um
truflun á blóðflæði til heila var meðalstigafjöldi
22.5 og 95% vikmörk við 15. Um 40% töldust
hafa glöp miðað við 20/21 mörkin, sem er svipað
hlutfall og fundist hefur hér á landi hjá fólki 90
ára og eldra er dó á sjúkrahúsi og var krufið (8).
Af þeim, sem ekki höfðu sögu um truflun á
heilablóðflæði, höfðu 32% glöp, sem er svipað og
fannst í athugun á geðheilsu 85-87 ára gamalla
íslendinga (9). Þannig virðast 20/21 mörkin, sem
notuð hafa verið í erlendum athugunum (3-6) og
hér til að áætla algengi glapa, gefa niðurstöður er
svipar til fyrri hérlendra athugana, sem gerðar
hafa verið með öðrum aðferðum. Ennfremur má
benda á, að þeir einstaklingar, 60 ára og eldri,
sem starfsfólk lyflækningadeildar er sammála um
að sé ekki með glöp fá 20-29 stig á prófinu, en
þeir, sem eru með glöp minna. Þá eru
einstaklingar, sem skilgreindir eru heilbrigðir
samkvæmt því, að þeir eru í fastri vinnu, allir
með yfir 24 stig og eru því innan þeirra marka,
sem talin hafa verið eðileg fyrir fólk 18 ára og
eldra (7). Þau mörk eru 28 stig og 95% vikmörk
við 22, en í þessari athugun er sambærileg tala
27.9 stig og 95% vikmörk við 2 5. Séu vikmörkin
reiknuð út frá einstökum þáttum prófsins verða
þau sett við 20/21 mörkin, en við þau mörk hefur
sértækni prófsins á lyflækningadeild reynst um
93% (6). Þessi mörk gefa því væntanlega nokkuð
örugga vísbendingu um hvort sjúklingur hafi glöp
eða óráð.
Hér hefur prófið reynst mjög stöðugt við
endurtekningu hjá sjúklingum í óbreyttu ástandi,
hvort sem er með sólarhrings eða með viku til
hálfsmánaðar millibili. Þetta er í samræmi við
nær allar aðrar athuganir, sem gerðar hafa verið á
prófinu.
Samkvæmt framansögðu er líklegt að nota megi
greiningarmörk, sem byggjast á enskri útgáfu
prófsins hér og að sú háa tíðni glapa, sem prófið
greinir hjá einstökum hópum hér á Iandi, sé
raunveruleg.
Það er mikilvægt að starfsfólk sé vel á verði
gagnvart þessum einkennum, þegar 50%
sjúklinga á lyflækningadeild 60 ára og eldri og
87% sjúklinga á öldrunarlækningadeild virðast
hafa marktæk glöp, til þess að tryggja að engar
læknanlegar orsakir liggi að baki og að vitað sé
hvort sjúklingur geti munað eftir þeim
ráðleggingum, sem honum eru gefnar við útskrift.
Þar sem glöp eru mjög alvarlegt einkenni, hefur
verið skoðað hversu vel starfsfólki á sjúkrahúsum
gengur að greina þau. Greiningarhæfni
aðstoðarlækna á lyflækningadeild John Hopkins
sjúkrahússins var borin saman við þau mörk, sem
notuð hafa verið til skimleitar með MMS prófinu
(10). Aðstoðarlæknar fundu 79% tilfella og
greindu heilbrigða réttilega í 80% tilvika. Hér
reyndist fundvísi aðstoðarlækna við sömu mörk
er 63-69% og sértækni 85-100%. Ef
greiningarmörk eru færð neðar í 20/21, þá er
næmi og sértækni um 77% hjá reyndum
aðstoðarlæknum hér, sem er nær erlendu
niðurstöðunum. Þetta getur bent til þess að
íslenskir aðstoðarlæknar séu ekki eins vakandi
fyrir þessari greiningu og erlendu
aðstoðarlæknarnir. Hugsanlegt er þó, að íslensku
aðstoðarlæknarnir þekki sjúklingana ekki eins vel
vegna mismunandi framkvæmdar á
rannsóknunum.
í amerísku athuguninni voru 380 sjúklingar sem
57 aðstoðarlæknar höfðu tekið á móti. Var hver
aðstoðarlæknir spurður um sjúklinga, sem hann
hafði tekið á móti. Hér voru fjórir reyndir
aðstoðarlæknar beðnir um álit á 56 einstaklingum
og fjórir ungir beðnir um sama, án tillits til hvort
þeir hefðu tekið á móti sjúklingunum, en þó
aðeins um sjúklinga sem voru á þeim gangi, sem
læknirinn vann á. Sé hins vegar litið til þess, að
hjúkrunarfræðingar í fullri vinnu greina réttilega
77% sjúklinga, sem hafa einhver merki um glöp
miðað við 23/24 mörkin og geta útilokað glöp hjá
88% þeirra, sem eru ofan við mörkin, er Ijóst að
vitneskjan er fyrir hendi á sjúkradeildunum. Það
sem sagt hefur verið um næmi og sértækni
íslenska starfsfólksins miðast við sjúklinga, sem
það telur sig vita nægjanlega mikið um.
Sjúklingar, sem aðstoðarlæknar telja sig ekki vita
um, eru að meðaltali með alvarleg glöp (< 15 stig).
Inni á sjúkradeildum eru því sjúklingar með
merki um glöp, sem fá ekki athygli svarandi til
meiri háttar einkenna. Þeir sjúklingar, sem
hjúkrunarfræðingar telja sig ekki vita um eru hins
vegar ekki skertir (>20 stig). Orsakir þessa
munar milli hjúkrunarfræðinga og lækna er ekki
unnt að útskýra samkvæmt gögnum
rannsóknarinnar. Séu allir sammála um
greininguna glöp eða ekki glöp, virðist það vera
nokkuð öruggt álit samkvæmt niðurstöðum
prófsins. Hins vegar er þetta álit varla nógu
næmt, þar eð það nær ekki að greina nema 40%
sjúklinga, sem prófið greinir við 20/21 mörkin